Ný alpaleið í Öræfum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ný alpaleið í Öræfum

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47410

  Gott fólk.

  Við Leifur fórum á þriðjudaginn í Öræfin til að leika okkur. Úr varð að við fórum nýja leið upp vesturfésið á Hnjúknum. Svo við vitum hefur aðeins Helgi Ben verið á ferð í þessum vesturvegg en fór allt aðra leið. Eftir að við komum í bæinn fórum við beint niðrí Útilíf að hitta Helga og hann veit ekki um aðra heldur. Okkar leið er mjög „direct“ og má sjá hana á myndum sem finna má hér:

  http://retro.smugmug.com/Ice-climbing/Ný-leið-á-vesturfés/13905626_qoyVc#1020478893_83tLj

  (Alltaf vesen með þessa linka. Ef þið farið ekki beint inn þá farið hingað http://retro.smugmug.com/Ice-climbing og þar sjáið þið möppuna)

  Sumir munu kannski undrast á tímasetningunni en í raun er þetta frábær tími. Allt laust grjót eftir sumarið farið niður og hörku vetur skollinn á þarna uppi. Það er allt pinnfrosið en lítill snjór. Leiðin er undir massífum serökkum sem hanga yfir fésinu og mikið hrun geinilega þarna úr svo aðstæður skipta verulegu máli.

  Þar sem Leifur er á leið úr landi og ég á leið úr bænum, þá hafði ég ekki tíma til að lýsa þessu nánar inní gallerýinu né hér. Það kemur síðar.

  Vildi þó koma þessu á framfæri, ekki síst vegna þess að við fundum klifurlínu skorðaða á milli steina rétt undir lok leiðarinn, í næsta skorningi við okkur. Tékkið á myndunum og lesið myndatextann. Hvað er þessi lína að gera þarna? Hvernig komst hún þangað? Er þetta lína frá tveimur týndum þjóðverjum??? Ef einhver veit eitthvað um þessa línu þá má hinn sami láta heyra í sér.

  Meira síðar.

  Kv. Björgvin IMG_0533.jpg

  #55603
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta er nú frekar svalt. Góð byrjun á vetrinum og góð nýting á haustinu.

  Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu línu máli

  #55605
  1108755689
  Meðlimur

  Glæsibær. Spúkí með línuna.

  #55606
  0703784699
  Meðlimur

  þetta lúkkar vel, og gaman að heyra af nýjum afrekum alltaf. Ég bíð spenntur eftir fréttum af línunni….

  #55607
  Sissi
  Moderator

  Geggjað, alltaf gaman þegar einhver gerir nýtt alpastöff. Og lítur mjög vel út (og sæmilega scary miðað við þessa seraca og skurði). Líka ekkert gefins að arka alla leið þarna uppeftir.

  Alltaf jafn fyndið samt að hafa svona óklifin fés rétt við nefið á sér án þess að spá í þeim, flestir hérna á síðunni hafa væntanlega trampað nánast ofan á því oft.

  Til hamingju með flotta leið.

  Sissi

  #55608
  2006753399
  Meðlimur

  Vel gert!
  7 tíma aðkoma… hefði verið mögulegt að skíða þetta núna frá Hnöppum? Nafn og gráða?

  #55609
  Sissi
  Moderator

  German direct? Too soon?

  #55610
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Flott hjá ykkur og forvitnilegt með línuna, efast ekki um að einhver eigi eftir að kanna hana nánar.

  Hvað á ykkar lína annars að heita?

  #55611
  Sissi
  Moderator

  Hvernig er með Palla og félaga, kannast einhver af þeim við hvað þessi lína gæti verið að gera þarna?

  #55612
  Anonymous
  Inactive

  Hvernig var með Harald Örn og Sigurstein, voru þeir ekki á ferð þarna fyrir mörgum árum síðan eða var það norðurhliðin!!! Hlýt að vera farinn að kalka!!!!!

  #55613
  Sissi
  Moderator

  Mig minnir endilega að það hafi verið norðurhliðin, held að Helgi Ben sé eini maðurinn sem hefur farið þarna um sem menn vita almennt um, og það hafi verið meiri traversa, sleppt direct endinum sem strákarnir fóru.

  #55614
  0311783479
  Meðlimur

  Eitur flott drengir!

  Olli, voru their ekki a ferd nordan megin upp vegginn sem ris oskju flatneskjunni?

  H

  #55619

  Til hamingju með nýa leið. Glæsileg nýting á haustinu.

  kv Arnar

  #55620
  2109803509
  Meðlimur

  Frekar flott leið! Gott að einhverjir séu að gera góða hluti á milli haustlægða… Til hamingju með þetta drengir.

  #55622

  Helgi Ben krotaði niður fyrir mig sirka hvar hann hefði farið og ég bætti línu inn á myndina. Það er ekki að ganga hjá mér að setja hana hér inn en þið getið kíkt á hana í gallerýinu ef þið viljið.

  #55621
  Páll Sveinsson
  Participant

  Flott leið. Til hamingju.
  Þarna hef ég aldrei bröllt.
  Það má trúlega finna allt um Harald og félaga í gömlu ársriti en það var af sléttuni ef ég man rétt.

  kv.
  Palli

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
 • You must be logged in to reply to this topic.