Fatnaður – þriggja laga eða eitthvað allt annað?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fatnaður – þriggja laga eða eitthvað allt annað?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47251
  1908803629
  Participant

  Nú stendur til að endurnýja úlpu og jafnvel meiri fatnað fyrir komandi ævintýri á fjöllum og það brýst svolítið í mér hvað á að velja. Helst velti ég því fyrir mér hvort að maður eigi að halda sig við „hefðbundna“ þriggja laga systemið sem flestir virðast nota á Íslandi í dag eða hvort maður ætti að prófa fatnað eins og Buffalo, sem gefur sk** í þriggja laga lögmálið (http://www.buffalosystems.co.uk/). Auk þess velti ég því fyrir mér hvaða þriggja laga útfærsla er best

  Hvað segja reyndir og óreyndir: Hafa einhverjir verið að nota önnur „kerfi“ en þriggja laga og þá hvernig? Hvaða þriggja laga merki/blanda er að virka best? Hafa menn annars einhverja skoðun um hvað er besti útivistarfatnaðurinn í dag?

  Ég mun halda í semi erfitt fjallabrölt í ölpunum í sumar og því ekki verra að vanda valið. Allar tillögur og þankagangur væri vel þeginn.

  #55397
  2006753399
  Meðlimur

  Þetta er allt sama tóbakið… heima er górullinn king vegna úrkomunnar, í ölpunum kemstu upp með minni vatnsheldni og getur tekið meira „soft-shell“ dót fyrir klifur í hæð.

  Maður er samt alltaf smeykur að skilja við sig skelina enda alinn upp í þessu veðravíti hérna heima, þeim fjölgar samt sem eru t.d. nánast hættir að nota górullar-brækur en taka stakkinn með.

  Ef þú átt mujos mikinn pjening þá er komið mikið af vönduðum „soft-shells“ sem virka nánast eins og górullin, Patagonia, Mammut, ArcTeryx ofl.ofl.

  Góðar stundir!
  -R

  #55398
  0703784699
  Meðlimur

  Þetta snýst allt um útlitið, keyptu það sem kemur best út á mynd punktur

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.