Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Guy Lacelle farinn yfir móðuna miklu

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47513
  0304724629
  Meðlimur

  Gamla brýnið Guy Lacelle lést í snjóflóði í gær í Hyalite gili í Bozeman MT. Frekar lítið flóð sópaði honum fram af ísleiðinni sem hann var nýbúinn að klifra.
  Ég man er við Ívar vorum að klifra Þilið um árið, þá hittum við Guðmund Helga ásamt Guy í te hellinum. Svo kláraði kallinn þriðju spönn án þess að setja inn eina einustu skrúfu.

  Nánar um málið hér: http://www.nationalpost.com/news/story.html?id=2329665

  #54893
  Freyr Ingi
  Participant

  Enn ein kempan fallin.

  Mig minnir að Jón og Himmi hafi mætt honum á ísfestivali inni í Haukadal. Þá voru þeir búnir að velja sér línu til að klifra og lagðir í hann þegar þeir mæta honum að niðurklifra. Hann var semsagt að nota leiðina þeirra til að koma sér niður á jafnsléttu eftir að hafa sólóklifrað eitthvað stærra, erfiðara.

  Hér má sjá hann spjalla og klifra:
  http://www.alpinist.com/doc/web07x/video_hg_ice_exclusive

  #54894
  0703784699
  Meðlimur

  Blessuð sé minning hans.

  Nokkuð merkilegur fýri, frekar víraður fannst okkur félögunum þegar hann var hér á landi í kringum ísfestivalið 98. Vissi ekki mikið um kappa þarna um árið en það vakti klárlega áhuga okkar félaga þegar við vorum rétt búnir að klífa frístandandi 15m kerti (efast um að það hafi verið haldið til haga allar leiðirnar sem voru klifnar þetta festivalið) í Haukadalnum (sem varð fyrir valinu af því við beiluðum á þunnri ísleið sem endaði í gegnum hellisop, sem síðan G.Helgi og GLacelle klifu fyrir framan okkur) þegar hann kemur aðsvífandi og og niðurklifrar nýju leiðina okkar. Risið var ekki mikið það sem eftir lifði dags.

  En í umræddri ferð í Haukadalnum fór G.Lacelle nýja leið á fyrsta degi þessa fyrsta ísfestivals Ísalp. Ég man ekki betur en að ROK hafi tryggt hann upp og komið til okkar Jóns slefandi yfir því að hann hafi klifið þessa leið. Við töldum það nú ekki vera merkilegt að pro klifrari klifraði 55 metra lóðrétta ísleið í einni spönn. ROK bætti þá við að hann hefði bara sett inn eina skrúfu eftir 5 metra og svo aðra um miðja leið áður en hann toppaði.

  Við hliðiná var Jeff Lowe, sem GHC tryggði, að setja upp M6-7 leið með flensu sem síðan ROK fór upp (að hluta allveganna) í ofanvað. Þar við hliðiná var Palli að ljúka við leið með Olla og síðan tókum við Jón línu þar við hliðiná.

  Meðan voru Jay Smith og hans ektakvinna Kitty Calhoun með frægum ljósmyndara (nafnið horfið) að skjóta myndir fyrir TNF bæklinginn 2009. Man að Steini Baldurs var þarna og Einar Öræfingur og svo bættist í flotann þegar leið á helgina.

  Skemmtilegir tímar….

  En annars var mér hugsað til skrifa ROK um að hann hafi farið 3 spönn Þilsins án þess að setja inn skrúfu. Gott og gilt en hvað með stansinn? Þeas GHC, ef GL hefði dottið að þá hefði hann klárlega rifið út alla megintrygginguna hæglega. Bara langaði svona að impra á því.

  kveðja úr sólinni,

  Himmi

  #54895
  Karl
  Participant

  Hmm…..

  Þriðja spönn í Þilinu án trygginga, endalaus sólóklifur og að endingu e-h minniháttar föl sem feykti honum úr stalli í langri leið… -af því að hann var ótryggður!

  Merkilegt að hann hafi tórað þetta lengi.
  -Spúttnikkar sem eru fljótir upp -enda oft á snöggri niðurferð.

  #54897
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég varð svo frægur að klifra með kallinum. Sama sagan hjá mér og öðrum. Sá hann setja inn eina skrúfu eftir 5 metra í þrym og svo línan kláruð. Ég elti hann upp það mjósta og þynnsta kerti sem ég hef farið en hann var meðal annars frægur fyrir að leita uppi og klifra mjó kerti. Hálf kaldæðnislegt að það skyldi svo vera snjóflóð sem feldi hann.

  kv.
  Palli

  #54922
  Anonymous
  Inactive

  Guy Lacalle was ótrúlega fær klifrari Hann var hins vegar með ólíkindum yfirvegaður og rólegur og fullkomlega laus við allan rembing. Það er sárt að sjá eftir þessum frábæra klifrara en eins og sumir segja ef þú lifir á brúninni þá geta alltaf orðið slys. Hilmar það er til nokkuð nákvæm skrá hjá mér yfir það sem var klifrað þetta festival. Ég fletti þessu upp og hér er það sem klifrað var þennan umrædda dag utan í Búlandshöfða:
  Ónefnd leið gráða 4.: Hallgrímur Örn Arngrímsson, Guðmundur Óli Gunnarsson, Rafn og ArnarÞór Emilssynir
  Dordingull gráða 5. lengd 50m: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson.
  Alien Muffin: gráða 4 lengd 40m:Guy Lacalle og Guðmundur Helgi Ch. Seinna um daginn klifruðu Árni Eðvaldsson og Rúnar Óli leiðina.
  Túðan: gráða 3+ -4. lengd 30m: Símon og Örvar fóru fyrstir, Síðan seinna komu: Júlíus Gunnarsson,Svein Þór Þorsteinsson, og Valgarður Sæmundsson.
  Ónefnd gráða 3+ 4-, Lengd 12m lóðrétt kerti.:Rúnar Óli, og Einar Sigurðsson Síðan komu Davíð Hilmar og Jón Garðbæingar.
  Holan gráða 4-4+, lengd 35m:Klifrarar ekki þekktir
  Ónefnd gráða 4M, lengd 2 spannir: : Matti og Atli Þór Þorgeirsson.
  Ónefnd leið gráða 4-4+, lengd 35m:Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson
  Ég á í gömlum skrám nánast allt sem var klifrað þessi ár.
  Kveðja Olli

  #54923
  Páll Sveinsson
  Participant

  Fróðleg upptalning hjá þér Olli.

  Áhugavert að sjá einu þekktu og nefndu leiðirnar eru eftir mig og Helga.
  Gæti það haft eitthvað að segja að við þrír eru allir kunningjar eða voru þessar leiðir aldrei nefndar?

  kv.
  Palli

  #54924
  Anonymous
  Inactive

  Ég talaði sjálfur við viðkomandi klifrara og fékk ekki alltaf nafn hjá mönnum þar af leiðir eru leiðirnar ónefndar. Ég reyndi eins og ég gat. Menn verða að sjálfsögðu aðeins að hafa fyrir því að nefna leiðirnar svo þær falli ekki í gleymsku. Viðkomandi menn gætu alveg skotið nafni á leiðirnar og ég skrái þau inn.

  #54925
  Anonymous
  Inactive

  Mig minnir alveg endilega að Guy sjálfur hafi stungið upp á því frumlega nafni Alien Muffin og hafði það eitthvað að gera með mjög svo undarlegar draumfarir kappans nóttina áður.

  #54926
  Sissi
  Moderator

  Svolítið skemmtilegt að við Freyzi vorum einmitt að ræða um hvað ísklifurpistill Olla hefði verið mikið þarfaþing á sínum tíma :)

  Greinilega gott bókhald á þeim bæ.

  Siz

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
 • You must be logged in to reply to this topic.