Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47595
  0808794749
  Meðlimur

  Nú er komið að því að ég þurfi að endurnýja ýlinn minn.
  Er ekki enn búin að ákveða hvað skuli kaupa enda margt í boði.

  Það er hægt að lesa ýmislegt um þessar hátæknigræjur á netinu en ég er forvitin að vita hvaða ýla þið eruð að nota.
  Kostir/gallar?
  Þessi ýla-gaur hefur valið topp 3 ýla sem eru Ortovox S1, Pieps DSP og Pulse Barryvox.
  Hafa einhverjir reynslu af þeim?

  með snjókveðju,
  sveinborg

  #54763
  2806735959
  Meðlimur

  Hef ekki prófað nýja Ortovox S1 eða Pieps DSP og því eru upplýsingarnar kannski ekki mikils virði. Hef verið með Barryvox Pulse í notkun í þrjá vetur og kann mjög vel við hann. Mætti með hann á snjóflóðanámskeið þar sem flestir voru með eldri gerðir af mælum (Pieps 457 eða sambærilega). Það var áberandi miklu fljótlegra að leita með Barryvox mælinum. Þetta er svo til imbaheldur ýlir, allar helstu aðgerðir auðveldar og augljósar. Ýlirinn fer sjálfkrafa af „leit“ yfir á „sendi“ hef hann er hreyfingarlaus í einhvern tíma, þannig að ef það kemur annað flóð þá skiptir hann yfir á „sendi“, það eru fáir ýlar sem bjóða upp á þetta held ég. Barryvox Pulse hefur hlotið einhverja gagnrýni á að hægt sé að greina púls fórnarlamba (ef þau eru líka með Barryvox Pulse mæli) og forgangsraða greftri sem hugsanlega kemur niður á þeim sem ekki hafa slíkan mæli. Þessi fítus held ég að sé aldrei notaður nema hugsanlega ef allur hópurinn er með svona mæli (kannski gædaður hópur þar sem allir eru með eins ýli). Veit ekki hvar þessir ýlar fást hér, Safalinn er með umboðið. Ef þig langar til að prófa þennan mæli og finnur hann ekki út í búð er þér velkomið að hafa samband (magnusfjalar hja gmail punktur com). Það væri gaman að heyra hvað aðrir eru með.

  Kveðja, Magnús

  #54764
  0304724629
  Meðlimur

  Aðalmálið er að KUNNA á ýlinn. Skiptir ekki miklu máli hvaða ýli þú ert með. Ég nota Barryvox Pulse í vinnunni. Hann er fínn en ansi frekur á rafhlöður og á það til að ruglast og segja STOP ef maður er ekki yfirvegaður og heldur honum beinum. Að sjálfsögðu verður maður mjög yfirvegaður þegar félaginn er grafinn…! Svo er ég með gamlan Ortovox prívat sem virkar vel. Einfaldur og öruggur. Þetta með að geta leitað að mörgum fórnarlömbum í einu, er stórlega ofmetið að mati sérfræðinga a.m.k. í Kanada. Það gerist sárasjaldan að fleiri en einn grafast í sama flóðinu.

  Mundu bara að þú þarft að opna veskið all svakalega ef þú ætlar að fjárfesta í ýli núna.

  #54765
  2401754289
  Meðlimur

  Sammála Rúnari! þarft ekki að leita af mörgum nema að þú sért að gæta stærri hóp t.d….reyndar hefur það sýnt sig hérna síðust árinn í Kanada að snjósleðafólk á við þennan vanda að stríða (8 í einu flóði á svipuðum tíma í fyrra).
  Annar ýlir sem hefur alltaf rokkað hjá þeim sem leita oftast að 1-3 er Trackerinn!!!
  Annars nota ég Pulse, notaði nyja Pipps, F1, o.fl
  Pulsinn á það til að segja ERROR 457 og það er barasta allt í lagi, þú ert þá með e-ð málmdrasl of nálægt honum og það truflar sendingarkraftinn. Já, hinir ýlarnir koma ekki með þetta ERROR rugl en ekki efast um það í eina mín að málmdrasl truflar þeirra sendikraft líka…þeir láta þig bara ekki vita.
  Annars, læra bara vel á þetta
  bk fré snjáviþokktu Kanada

  #54766
  Jokull
  Meðlimur

  Mjög góð spurning Sveinborg og ekki nema von að þú veltir þessu fyrir þér þar sem að framboðið er mikið og jafnvel meira af upplýsingum.

  Rúnar og Friðjón hitta naglann á höfuðið þegar þeir segja að það sem skipti mestu máli sé að kunna vel á græjuna, og ég hef sjálfur orðið vitni af því að fylgjast með manneskju með Ortovox F1, eins loftnets ýli gersamlega salta aðra sem var með nýjasta 3 loftnets ýlinn á þeim tíma, í leitarkeppni.

  Mæli samt algerlega með 3 loftneta græjunum sökum áræðanleika sérstaklega ef um djúpt grafna menneskju er að ræða eða tvo ýla nálægt hvor öðrum.

  Ég er sjálfur búinn að nota Pieps DSP síðan 2004 og er mjög ánægður með hann. Nýlega gekk ég í gegnum það að ákveða hvaða Ýla ég keypti fyrir Bergmenn og Arctic Heli Skiing og eftir miklar pælingar fór það svo að ég hélt mig við Pieps.

  Þú getur bjallað í mig ef þú villt frekari upplýsingar Sveinborg en annars veit ég að Halldór í Fjallakofanum er orðin Pieps maðurinn á Íslandi og hann er nú vanur að gera best við Ísalpara þegar það kemur að búnaðarkaupum þannig að heyrðu í honum ef þú ætlar að versla á Fróni.

  Fjallakveðja

  JB

  #54768
  0808794749
  Meðlimur

  Ég hef átt Ortovox F1 í 11 ár og held að það sé komin tími til að leggja honum. Hef reynt að passa hann eins og gullið mitt en veit ekki hversu langur líftími svona tækja er.

  Nú er ég með undir höndunum Ortovox X1 sem ég heyrt misjafnar sögur af. Ég er ekki viss um hvort að hann sé 2 eða 3 loftneta græja. Veit að hann var fyrst með 2 loftnet en síðar var hann framleiddur með 3.
  Minnir að það hafi verið dúbíus virkni í tækinu þegar það er að skipta á milli analog og digital. Kannski er þetta eitthvað sem maður getur æft sig í.

  Annars er algjörlega málið að æfa sig á ýlinn sinn. Eitthvað sem ætti að gera í byrjun hvers sísons.
  HHmmm. Kannski komin grundvöllur fyrir ÍSALP-hittingi?

  #54770
  Sissi
  Moderator

  Það var einhver snjóflóðaspesíalisti frá Veðurstofunni á æfingu hjá okkur í Bláfjöllum fyrir 1-2 árum, held að hann sé í HSSK?

  Hann var með einhverjar 3 týpur sem hann vildi að við skiptum í, og minnir að áherslan hafi einnig verið á það að græjan gæti skipt yfir í sendingu sjálf.

  Þetta var örugglega X1 minnir mig, einhver Pieps og svo einhver þriðji, það er kannski einhver að lesa þetta sem man eftir þessu?

  Annars hef ég alltaf haft það að athuga við Barryvox (athugið að það er fullt af merkjum sem selja þá sem sína, t.d. Mammot) að maður getur klunnað að kveikja á þeim að morgni, sem er t.d. ekki hægt með Ortovox.

  Var með félögum mínum í Frakklandi, skíðuðum í Le Tour backside 2 bunur, í þriðju var komið stórt flóð og við eyddum restinni af deginum í að leita að 5 fórnarlömbum. Komum heim og þá var slökkt á Barryvox hjá öðrum stráknum sem var með mér. Hafði verið það allan daginn.

  Fíla þessa Murphy nálgun hjá Ortovox að bjóða ekki upp á þetta.

  Sissi

  #54771
  1012803659
  Participant

  Ég á líka Ortovox F1, hann svínvirkar enn eftir áratuga notkun.

  Algjörlega málið að kunna á tækin sín í stað þess að vera með flottustu/nýjustu græjurnar á markaðnum og kunna ekkert á þær. Ég vill meina að ég sé ekki mikið lengur að leita með mínum ýli en einhver með nýjustu græjuna… (að því gefnu að ég sé að leita að einum ýli)

  Þegar ég tek hann úr notkun fer hann á góðan stað upp á vegg hjá mér. Löngu búinn að sanna gildi sitt.

  Fékk einu sinni vænt spark í bringuna frá manni í mannbroddum, og eins og í kúrekamyndunum þegar stjarnan bjargar fógetanum frá byssukúlu í hjartað… þá bjargaði ýlirinn mér frá vænni stungu í brjóstið.

  Tók líka einu sinni væna byltu niður Hraundrangann í snjóflóði, einn af hópnum grófst undir og hann fannst strax með Ortovox F1 (hann var sjálfur með sömu gerð af ýli).

  Ég er sammála þér Sveinborg að það sé kominn tími til að skipta honum út. Við gætum hugsanlega skoðað tveir fyrir einn díl? Hvort einhver vilji taka tvo F1-ýla upp í tvo nýja?

  #54774
  1506774169
  Meðlimur

  Ég er með Pieps 457 sem er í fínu ástandi og hef ekki hugsað mér að skipta honum út. Hann dugar bara fínt og ekkert mál að leita með honum.

  #54775
  3110755439
  Meðlimur

  Sælt veri fólkið.

  Ég er í HSSK og þar erum við með bæði Barryvox Pulse og Pieps DSP.

  Helstu kostir við þessa ýla er hraðinn, ég var vanur að nota Ortovox F1, og maður röllti hratt að þeim grafna, ég hleyp með Pulse þegar hann er kominn með signal.

  Umframkostur Pulse framyfir DSP er að hugbúnaðurinn þar er uppfæranlegur, kom uppfærsla síðasta haust og er að koma ný núna í haust þannig að hann er í stöðugri þróun og böggum hefur fækkað. Hægt er að fara með ýlinn niðrí Safalann til að fá uppfærslu, það þarf ekki að senda hann út.

  Einnig hef ég lennt í því að sleðinn á DSP-inum bilaði, veit ekki hve algengt það er.

  kv
  Dóri

  #54781
  0703784699
  Meðlimur

  Ef þú ert að losa þig við gamlan ýli að þá veit ég að Jón Gunnar Egilsson hjá Veðurstofunni er að reyna að koma upp safni af gömlum ýlum.

  Kunna á ýlinn er aðalmálið, þeir gera allir sama gagnið.

  Fór á námskeið í FINSE í vetrarfjallamennsku umárið og þar var enn talað um Jökul nokkurn Bergmann og hvað fljótur hann var að finna alla ýlana sem grafnir voru. Sama hvað ég reyndi þá tókst mér ekki að bæta metið hans, en ég fann einn lifandi á 3 metra dýpi með minum gamla Ortovox.

  Svo er bara að vona að maður þurfi aldrei að nota græjuna, nema þá helst við æfingar.

  kveðja úr sólinni

  #54782
  1811843029
  Meðlimur

  Fyrir ca. 2 arum HSSK fekk til landins afar ahugaverdan naunga ad nafni Manuel Genswein. Tappinn sa hannar yla fyrir storu merkin ortovox, barryvox o.s.frv. Vid eyddum med honum talsverdum tima i allskyns yla aefingar og nidurstadan var augljos. To svo teir sem eru vel tjalfadir i notkun analog yla geti verid mjog snoggir ad leita ta gera digital ylarnir leitina miklu audveldari. Tegar vinur tinn er grafinn i flodi ma buast vid panikki og ta er um ad gera ad hafa ylinn sem taegilegastan i notkun. Tad er stadreynd ad mannsheilinn a mun audveldara med ad tulka grafiskar upplysingar a skja heldur en ad hlusta eftir pipi. Einnig er erfitt ad hlusta eftir pipi i analog yli i vitlausu vedri, tad ma reyndar baeta med ad nota heyrnatol, en teim tarf ad koma i eyrun sem getur tekid tima.

  Semsagt, ef menn eru ekki ad nota analog yli a hverjum degi eru allar likur a ad teir seu fljotari ad leita med digital yli. Tetta er margreynt. Vid profudum einu sinni a nylidum ad lata ta leita med pieps DSP og mammut pulse, allir fundu tann grafna fljott og vel en voru ad handleika yli i fyrsta skipti. En tad er audvitad naudsynlegt ad kunna vel a sina greaju.

  Atli Pals.

  #54783
  0304724629
  Meðlimur

  Manuel er líklega færasti maðurinn á þessu sviði í heiminum. Ansi skrítinn fýr samt; smávaxinn með skrækustu rödd sem ég hef heyrt. Hann var á ISSW (International Snow Science Workshop) í Kanada í fyrra og átti salinn. Kannski voru allir bara að spá í röddinni.

  Heimasíðan hans er líka svolítið fyndinn. Hann hefur fengið tveir fyrir einn tilboð. http://www.genswein.ch/ fjallar um leitartækni í snjóflóðum og klarinettuleik…

  rok

  #54790
  1811843029
  Meðlimur

  Ja,hann er pinu spes en fjandi klar kall. A http://www.genswein.com eru nokkrar frodlegar sidur a ensku, synist ad .ch sidan se mest a tysku.

  Annars bendi eg lika a http://www.snjoflod.is, fullt af frodleik tar. Einnig heldur Arni Jonsson snjoflodaguru uti „snjor og snjoflod“ a feisbukk,um ad gera ad fylgjast med tar.

  #54824
  1001813049
  Meðlimur

  Hefur einhver heyrt eitthvað um þennan hérna: http://www.backcountry.com/outdoorgear/Ortovox-Patroller-Avalanche-Beacon/ORT0036M.html

  Hann er girnilegur vegna verðsins m.v. að vera þriggja loftneta.

  Kv. KM

  #54833
  3110755439
  Meðlimur

  Sæll,
  Þegar Manuel kom til landsins var hann mjög á að menn ættu ekki að kaupa þennan ýli (X1).
  Ég veit ekki hvort hann hefur eitthvað breyst en hann var hægvirkur, slæmur í multiburial og sitthvað fleira.
  Það gæti verið að Ortovox sé búið að laga eitthvað í honum en ég efast þó um það miðað við hvað gekk ílla hjá þeim að ná S1 í virkni

  Hmm, las síðan review-in þarna á síðunni, þau telja þetta nokkuð upp.

  kv
  Dóri

  #54841
  0808794749
  Meðlimur

  Búin að vafra um netheima og er farin að hallast að Piepsinum.
  Annars rakst ég á þessa viðvörun á einni síðunni.

  #54843
  3110755439
  Meðlimur

  Sæl,
  Þetta á við alla ýla, ekki bara Pieps-inn.
  Hef meira að segja séð Tikka ljós setja ýla í vitleysu ef ljósið er of nálægt sendandi ýli. Ýlar eiga að vera staðsettir eins langt frá rafmagnstækjum og hægt er, hvort sem það eru símar, talstöðvar, gps-ar eða ljós.

  Síðast þegar ég prófaði þetta þá fengum við skekkju á meters dýpt miðað við að kveikt væri á tikka ljósinu eða ekki, minnir að hún hafi verið 30-50cm.

  kv
  Dóri

  #54851
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Svo „skemmtilega“ vill til að Flugbjörgunarsveitin á einmitt svona talstöðvar og svo Pieps ýla.

  #54853
  2401754289
  Meðlimur

  Var kominn með Pulsinn í hendina síðasta laugardag á meðan ég horfði á einn fara niður með flóði af 2ari stærðargráðu!!! Gott að vita hvernig á að nota þetta.
  Endaði vel, bara eitt tínt skíði og vel marið rassgat. Vorum að spá í hverning við gætum falið þetta frá konunni hans…´tínda skíðið var auðvelt en að útskýra marið rassgatið eftir dag með mér var meiri ráðgáta!!! ;)
  Góð áminning um að fara varlega, maður er ekki ódauðlegur þótt maður sé með réttu græjurnar

20 umræða - 1 til 20 (af 20)
 • You must be logged in to reply to this topic.