
Fjallamennskusamband Íran hefur haldið árlegan alþjóðlegan fjallamennskuviðburð fyrir unga klifrara frá árinu 2015 og hefur Íslenska Alpaklúbbnum verið boðin þátttaka.
Í fyrra sendum við í fyrsta sinn þátttakendur og gekk vel í alla staði.
Í sumar verður viðburðurinn haldinn í síðasta sinn.
Í þetta sinn klifra þátttakendur undir tryggri leiðsögn „fjallamennskulandsliðs Íran“ á tvö fjöll: Mt. Damavand (5.671 m) sem er hæsta fjall Íran og Alam-kuh (4.848 m).
Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast um framandi slóðir og stunda spennandi fjallamennsku.
Miðað er við að þátttakendur séu 35 ára eða yngri, en á því hafa þó verið gerðar undantekningar.
Hægt er að lesa meira um ferðaáætlunina hér en herlegheitin standa yfir frá 7. – 19. júlí: Iran Damavand – Alam Summer Camp
ÍSALP styrkir tvo meðlimi til ferðarinnar um 50.000kr á mann. Til að sækja um styrkinn og að fara til Íran fyrir hönd ÍSALP þarf að fylla út formið hér að neðan.

























On thursday we’re going to have one of the most epic lectures ÍSALP has ever seen!



