Útikapellan WI 3

Leið í gilinu sem er á milli Búahamra og Vesturbrúna, er í Búahamra hliðinni.

Hægri leiðin á myndinni. Í frumferð var svo farið til hægri í toppinn.

Gilið er oft fullt af snjó og er þekkt skíðaleið þar niður.

WI 3, 60m, best að síga niður

FF: Rory Harrison og Rögnvaldur Finnbogason, 5. febrúar 2021

Crag Esja
Sector Búahamrar - Gljúfurdalur
Type Ice Climbing

Vör WI 3+

Leið C7

Leið í sömu hvelfingu og C6 – Kvistlingur. Leiðin liggur upp miðjan vegginn.

Í byrjun er lítill stallur sem þarf að taka 2-3 hreyfingar upp á. Frá stallinum er smá bratt í byrjun en fljótlega slaknar á brattanum.

FF: Óþekkt

Crag Brynjudalur
Sector Ingunnarstaðir
Type Ice Climbing

Kófið WI 5

Leiðin byrjar í aflíðandi ís/snjóbrekku vinstra megin við hvelfinguna.  Gott er fyrir þann sem tryggir að halda sig sem lengst til vinstri þar sem mikill ís getur losnað úr leiðinni því í henni myndast mikið af kertum. Annar möguleiki væri að halda sig inni í hvelfingunni ef fossinn er alveg frosinn – annars er þar samfelldur úði af ísköldu vatni.

Fyrsta spönn er um 50 m og í seinni hluta hennar er ísinn orðinn nálægt lóðréttu og lítið um hvíldarstöður. Seinni spönn er um 40 m og getur verið yfirhangandi á köflum. Í frumferð þurfti að klifra yfir og framhjá mögnuðum grýlukertamyndunum – eins og regnhlífar með göddum á. Það voru mörg lög af þessum regnhlífum og þess vegna sást ekki í efri brún leiðarinnar fyrr en komið var langleiðina þangað.

Sígið niður úr v-þræðingu frá toppi á tveimur 60 m línum. Í frumferð reyndust grýlukertin undarleg sterk og fá þeirra brotnuðu – vonandi gildir það áfram.

 

Tvær spannir, 50m + 40m.

FF: Ágúst Kristján og Halldór Fannar, 29. des 2020

Crag Haukadalur
Sector Bæjargil
Type Ice Climbing

Sámur WI 3

Route number 2

East side of Rauðsgil about 1 km above the farm Rauðsgil, in a cirque below Laxfoss.

~40m 3. gráða.

The route is named after the dog at the farm Rauðsgil, he followed us up the canyon when the route was first climbed. We thought he would go back to the farm when we rappelled into the  canyon but he waited patiently until we  came back up.

FA. Bergur Einarsson, Matteo Meucci, Guðmundur Ísak Markússon & Andri Rafn Helgason 07.12.2013

Crag Borgarfjörður
Sector Rauðsgil
Type Ice Climbing