Bæjarfosstraversan WI 5

Leiðin byrjar í 10m hárri súlu vinstra megin við Bæjarfoss. Klifrað er upp með súlunni undir hvelfinguna sem fossinn fellur fram af, síðan er hliðrað milli ískerta sem renna undan þakinu. Leiðin endar innst í hvelfingunni hægra megin við Bæjarfoss. Leið nr. 3 á mynd, 50m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Jeff Lowe, 13. feb 1998.

Crag Haukadalur
Sector Bæjargil
Type Ice Climbing

Hádegisleiðin WI 4

Tveggja spanna leið upp klettabeltið milli bæjargils og Stekkjagils upp á Hádegisbrún Besta aðkoman er frá bænum Hömrum. Fyrri spönnin byrjar á 20m lóðréttu hafti og endar á hallandi stalli. Seinni spönnin er 40m nærri lóðréttur ís sem getur endað í hengju.

Mynd óskast.

FF.: Helgi Borg Jóhannsson, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 13. feb 1998.

 

Crag Haukadalur
Sector Hádegisbrún
Type Ice Climbing

Aðrein WI 5

Lóðrétt leið næst fossinum og upp á stallinn. Fyrri spönn er 25-30m af 3. gráðu og við tekur lóðréttur ís. Leiðin er varhugaverð þar sem ísinn þynnist þegar ofar dregur og erfitt um tryggingar ofan við leiðina. Leið nr. 1 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen, Þorvaldur V. Þórsson og Jórunn Harðardóttir, 3. jan 1999.

Crag Haukadalur
Sector Stekkjagil
Type Ice Climbing

Kári í Jötunmóð WI 5

Leiðin fylgir lækjargili sem opnast skammt fyrir ofan Jöfra og endar uppi á fjallsbrún. Fyrst haftið er uþb 30m 4. gráðu spönn. Síðan tekur við langt brölt af 2. gráðu klifri og nokkrum stuttum 3. gráðu höftum upp að meginfossinum. Efst í gilinu er myndarleg hvelfing með tveimur áberandi línum, þessi leið er sú vinstra megin. Hér er hægt að klifra upp úr gilinu (3+) eða fylgja leiðinni upp á brún. Meginnfossinn hefst á 40 metrum af bröttu klifri (5) sem endar á þokkalegri syllu. Þaðan eru svo 60 metrar af stuttum en bröttum höftum (3+) upp á brún. Á brúninni er hægt að ganga til austurs út fyrir hvelfinguna og niður hlíðina. Heildar lengd um 450m.

Staðsetning: Haukadal, beint ofan við bæinn Jöfra.

FF.: Skabbi og Sissi (neðsta spönn Jeremy Park)

Kári í Jötunmóð - Fyrsta spönn

Crag Haukadalur
Sector Jöfri
Type Ice Climbing

Trommarinn WI 4

Leiðiin liggur upp aðalfoss Skálagils og blasir við þegar gengið er inn gilið. Byrjað er hægra megin í fossinum og klifrað upp á stall þar sem fossinn og hamraveggurinn mætast. Þaðan er klifrað ca. 10m hægra megin í fossinum en síðan farið inn að miðju. Miðjulínunni er síðan fylgt að mestu upp á topp. Leið nr. 15 á mynd, 60m.

FF.: Guðjón Snær Steindórsson og Haraldur Örn Ólafsson, 20. feb 1999.

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing

Video

Þverártindsegg – Norðurhryggur

Gangan hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Hann er þveraður og farið upp á norðurhrygg Eggjarinnar. Honum er svo fylgt upp á topp.

Mælt er með hjálmum vegna grjóthruns í byrjun leiðar. Sprungið jöklalandslag. Eggin sjálf er mjög brött til beggja handa og skal gæta ítrustu varkárni ef farið er út á hana.

Ítarleg grein um sögu fjallamennsku á Þverártindsegg er að finna á bls. 17 í 1988 ársriti ÍSALP.

Gráða: F, 8-10 klst.

Þverártindseggkort

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Þverártindsegg
Type Alpine