6 related routes

Undir boganum WI 4+

Route on the right side of the sector on the slab that ends under the rock arch right of the waterfall.

FA Matteo Meucci and Prokop Teper 21/01/2024 40m WI4+

 

 

Kófið WI 5

Leiðin byrjar í aflíðandi ís/snjóbrekku vinstra megin við hvelfinguna.  Gott er fyrir þann sem tryggir að halda sig sem lengst til vinstri þar sem mikill ís getur losnað úr leiðinni því í henni myndast mikið af kertum. Annar möguleiki væri að halda sig inni í hvelfingunni ef fossinn er alveg frosinn – annars er þar samfelldur úði af ísköldu vatni.

Fyrsta spönn er um 50 m og í seinni hluta hennar er ísinn orðinn nálægt lóðréttu og lítið um hvíldarstöður. Seinni spönn er um 40 m og getur verið yfirhangandi á köflum. Í frumferð þurfti að klifra yfir og framhjá mögnuðum grýlukertamyndunum – eins og regnhlífar með göddum á. Það voru mörg lög af þessum regnhlífum og þess vegna sást ekki í efri brún leiðarinnar fyrr en komið var langleiðina þangað.

Sígið niður úr v-þræðingu frá toppi á tveimur 60 m línum. Í frumferð reyndust grýlukertin undarleg sterk og fá þeirra brotnuðu – vonandi gildir það áfram.

 

Tvær spannir, 50m + 40m.

FF: Ágúst Kristján og Halldór Fannar, 29. des 2020

Helgi’s thumb, Bæjarfossinn allur M 8+

Leiðin byrjar þar sem Bæjarfosstraversan endar og klifrað er undir þakið út á kerti Bæjarfoss. Tveimur boltum hefur verið komið fyrir í þakinu. Leið nr. 4 á mynd, 60m ef klifin í einni spönn (þ.e. með Bæjarfosstraversunni).

FF.: Will Gadd, 17. mars 1998.

Bæjarfosstraversan WI 5

Leiðin byrjar í 10m hárri súlu vinstra megin við Bæjarfoss. Klifrað er upp með súlunni undir hvelfinguna sem fossinn fellur fram af, síðan er hliðrað milli ískerta sem renna undan þakinu. Leiðin endar innst í hvelfingunni hægra megin við Bæjarfoss. Leið nr. 3 á mynd, 50m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Jeff Lowe, 13. feb 1998.

Þar sem grasið grær WI 3+

Frístandandi kerti uppi á brúninni ofan við bæjarfoss. Kertið er í sama læk og fossinn sjálfur. Leið nr. 2 á mynd, 12m.

FF.: Helgi Borg, Styrmir Steingrímsson og Ingólfur Ólafsson, 13. feb. 1998.

Kitty kitty bang bang WI 4

Áberandi og falleg leið hægra megin við bæjargil. Leiðin er klifruð í tveimur spönnum og nær alla leið upp á brún. Leið nr. 1 á mynd.

FF.: Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson, 12. feb 1998.

Leave a Reply