Skarðsheiði

Upplýsingar og myndir eru fengnar úr Leiðarvísi ÍSALP nr. 22 eftir Snævarr Guðmundsson og Kristin Rúnarsson. Frekari upplýsingar eru að finna í ársriti ÍSALP 1987.

Skarðsheiðin hefur lengi verið eitt vinsælasta fjallamennsku svæði Íslendinga og má sjá það einna best í merki Ísalp, en þar er einmitt Skessuhorn í aðalhlutverki.

isalp_logo copy

Frægt verkefni í Skarðsheiðinni er að klifra alla þrjá Norðurveggina á einum sólarhring. Þetta eru NV veggur Skessuhorns, N veggur Skarðshorns og NV veggur Heiðarhorns. Þetta verkefni var fyrst klárað af Páli Sveinssyni og Guðmundi Helga Christensen í mars 1993, Róber Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson urðu svo annað teymið til að klára þessa þolraun í apríl 2008.

Skarðsheiðinni er skipt niður í þó nokkur undirsvæði eins og sjá má á mynd

Yfirlit, Skarðsheiði

Skarðshyrna
Í Skarðshyrnu er megnið af klifrinu á veggnum sem snýr í suðvestur og svo er leið 8 á veggnum sem snýr í suðaustur.

1a. Með Skessubrunnum
1b. Annar hringur með hringekjunni
2. Úr Skarðsdal um austurbrúnir (gönguleið – ekki á mynd)
3. V – Miðgil
4. Giljagaur
5. A – Miðgil
6. Vesturlæna (ekki á mynd)
7. Um Skessusæti og Miðhrygg
8. Leiðir í SA- hlíðum (ekki á mynd)

Villingadalur
Villingadalur er vissulega hluti af Skarðsheiðinni en vegna vinsælda hans sem „sport“ ísklifursvæðis, sem sker sig frá öðru klifri í Skarðsheiði, þá var ákveðið að hafa hann sér. Upplýsingar um Villingadal má finna HÉR

Kaldárdalur
15. Mórauðihnúkur
16. Á Miðfjallskamb frá Mórauðakoti (sjá mynd við NA vegg Skessuhorns)
16a. Kambshryggur – AI3 M3/4

Hornsdalur
Hornsdalur er dalurinn austan við Skessuhornið. Leiðirnar í dalnum ná að Katlaklauf en eftir það tilheyra leiðirnar Skessuhorni.

17. Úr Hornsdal á Þverfjallskamb
18. Þverhausarnir
19. Austurlæna í Katlaklauf

Skessuhorn
Hér er um að ræða einn klassískasta alpavegg Íslands, sem er í uppáhaldi margra eða á óskalista yfir næsta mission. Hér eru leiðir 21 og 22 á austur veggnum en megnið af klifrinu (23-29) eru á NV veggnum.

19a. Tvíhleypan (sjá mynd við Hornsdal)
19b. Austurhryggur Skessuhorns (sjá mynd við Hornsdal)
20. Katlakinnarleið (gönguleið – ekki merkt inn á kort)
21. Austurhlíðar (sjá mynd við Hornsdal)
22. Norðausturhryggur (sjá mynd við Hornsdal)

23. Skessukorn
23b. Vestrakorn
24. Eystrigróf
25. Skessuþrep
26. Rifið
26a. Gleymdi þrusinn
27. Vesturgróf
27a. Vesturjaðar I -WI 3+
27b. Vesturjaðar II – WI 3
29. Katlaklaufsleið
30. Þverklofið

Skarðshorn
Skarðshorn er án efa einnig einn af vinsælli alpaveggjum Íslands. Ein af leiðum veggsins prýðir forsíðu ársrits Ísalp frá 1987, en þar má sjá Snævar Guðmundsson í frumferð á leiðinni Dreyra.

 

30a. Skarðshryggur
30b. Kanínan
31. Sólei
31a. Dreyri
31b. Jóka póka
32. Austurrif
33. Hrollur
34. Vesturrif

Heiðarhorn

35. Jónsgil – AD+
35a. Jónsgil beint af augum – Gráða IV
35b. Drullupumpan – Gráða IV+
36. Meinhornið – AD+
36a. Vængjasláttur í þakrennunni – Gráða IV
36b. Axlarbragð – Gráða IV

Leiðarlýsing

Ýmsar aðkomuleiðir eru í boði að Skarðsheiði enda stórt og mikið fjalllendi. Ef ferð er heitið að suðurhlíðum Skarðsheiðar þá er ráð að leggja bílum við Efraskarðsafleggjara að samnefndum bæ í Svínadal. Ganga að klifursvæðum tekur 1 klst. Til niðurferðar er best að ganga niður Skarðsdal undir Heiðarhorni. Að norðurhlíðum Heiðarhorns er best að ganga sömu leið en tekur sú ganga mikið lengri tíma enda þarf að hringsóla fjallið að vestan. Má búast við 2-3klst í þá göngu. Ef Skarðsheiðarvegurinn er fær þá styttist aðkoman gríðarlega.
Ef stefna er tekin á Skessuhorn eða norðurhlíðar austan Skessuhorns er gott að ganga frá bænum Horni og er um 1-1 1/2klst ganga þaðan í Katla og þaðan 1/2-1klst að helstu leiðum. í vissu árferði er fært um gamla Skarðsheiðarveginn og styttir það göngu um 1/2-1klst. Mælt er með sömu leið ef stefnt er á Skarðshorn.

Kort

Myndbönd

Skildu eftir svar