Brattabrekka

Svæðið skiptist niður í átta sectora

A – Völsungagil
Þrjár frábærar línur, verða sennilega ekki meira „road side“ en þetta

  1. Single malt og appelsín WI 4+
  2. Single malt on the rocks WI 4+
  3. Single malt hressir, bætir og kætir – WI 3

B – Banagil
Léttar leiðir á leiðinni inn í Austurárdal, svæði F. Príðis upphitun fyrir daginn. Ekki er almennilega vitað hvaða gil þetta er, þar sem að hið eiginlega Banagil er það sem hér er kallað Austurárdalur.

Einu sinni enn til lukku – WI 3
Warm up gully – WI 2
Skipulagt undanhald – WI 3
Guffað með græjur – WI 3

C – Selgil
Er beint á móti Völsungagili, hinumegin við veginn (myndin er tekin úr single malt gilinu)

Kökuboð – WI 3

D – Bjargagil
Næsta gil við Selgil, sjá mynd þar við

Pilsner – WI 4+

E – Hvanngil
Þegar komið er langleiðina norður yfir Bröttubrekku sést gil nokkurt vestan vegar. Það heitir Hvanngil. Frá vegi sést í toppinn á þremur ísleiðum innst í þessu Hvanngili. Gangan inn gilið tekur um það bil 10-15 mínútur. Tvær aðrar styttri á leiðinni inn í gilið.

1. Líklega ófarin
2. Líklega ófarin
3. Ungfrú Hnappa- og Snæfellssýsla – WI 4
4. Kaffiþræll – WI 4+
5. Líklega ófarin
6. Líklega ófarin
7. Jólagestir – WI 3+
8. Koffín – WI 4
9. Frostrósir – WI 4

F – Austurárdalur
Dalurinn sem þarf að ganga inn í til að komast í Banagil. Í byrjun janúar 2004 héldu ísklifrarar harða netrimmu á umræðuþráðum heímasiðu Ísalp um ,,leynisvæði“ Ívars. Til að gera langa sögu stutta endadi það á því að Ívar blés til dvergvaxins óvissuísfestivals og bauð klifrurum að skoða dýrðina og Ijóstra upp hvar svæðið væri. Hið meinta svæði er fyrsti dalur til norðurs þegar komið er niður af Bröttubrekku norðan megin og heitir Austurárdalur. Leiðirnar eru flestar í grunnri hvelfingu austan megin í dalnum og sést í toppinn á þeim frá veginum. Reyndar vildu einhverjir haukfráir gamlingjar kannast við kauða þegar að var komið, en það er víst ekki nóg að spotta svæðin, það þarf að gera eitthvað líka. Frá þjóðveginum er um hálftíma léttur
gangur inn að svæðinu, sem sagt ekkert Eilífsdals-söffer.

1. Áætlun A – WI 4
2. Kiddi – WI 4+
3. Ljósbláa leiðin – WI 4+
4. Bláa leiðin – WI 4+
5. Tröll leikhús – WI 7-
6. Jobbi Dalton – WI 5
7. Túristaleiðin – WI 4
8. Áætlun B – WI 3-4
9. Að drepa tímann – WI 2

G – Hvassafell
Rétt áður en komið er að vegamótunum við Bröttubrekku eru nokkuð háir hamrar í nokkuð lágu fjalli, Hvassafellshamrar. Leiðir 1 og 2 hafa verið farnar en Ísalp hefur ekki vitnesku um að leið 3 hafi verið farin.

1. Dvergaklof – WI 5
2. Ístruflanir – M 6

H – Brúnkollugil – Kósý sectorinn
Kósý sektorinn er með fjórar leiðir í WI3 til WI4+. Allar um 15 til 20 metra háar og erfiðleikastig mismunandi eftir því hvar er klifrað í fossunum. Aðkoma er frekar þægileg og tekur um 30 mínútur, eina hindrunin er áin sem þarf að vera frosin. Fyrst er komið að þremur fossum, A. Sófanum WI3 til WI4, B. Kertaljósi WI4 til WI4+ og svo C. Ónefndur foss sem hefur ekki verið klifinn. Sé gengið ofar er hægt að nálgast síðasta fossinn, D. Sængin WI3 til WI4+. Sængin virðist vera mjög hentug fyrir top rope tough guys and gals. Kósí sektorinn er því  klárlega gott æfingar- og upphitunarsvæði sem getur hentað mörgum. Þá hjálpar að svæðið getur verið í aðstæðum þegar önnur svæði eru það ekki, vegna legu og hæðar yfir sjávarmáli. 

A. Sófinn – WI 3-4
B. Kertaljós – WI 4-4+
C. Tebollinn – WI 3-4
D. Sængin  – WI 3-4+

I. Baula
Svæðið milli Baulu og þjóðvegsins neðst í Bröttubrekku. Eitthvað er um minni og styttri leiðir og þarf að skoða svæðið betur með tilliti til klifurs.

  1. Fýluferð – WI 3

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið áleiðis norður eftir hrnigveginum (1). 6km eftir Bifröst er beygt upp Vestfjarðaveg (60) og þar er ekið upp um það bil 12km. Heildar akstursvegalengd frá Reykjavík er um tvær klukkustundir.

Kort

Myndbönd

Skildu eftir svar