Single malt og appelsín WI 4+

Leið númer 1 á mynd

Single malt og appelsín – WI4-5

Staðsetning:

Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

F.F.:

27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4 – 12m

7. spönn: WI3 – 60m.

8. spönn WI4-5 – 40m.

Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.

Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.

Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.

Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.

Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.

Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.

Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Völsungagil
Tegund Ice Climbing
Merkingar

3 related routes

Single malt bætir, hressir og kætir WI 3

Leið nr 3 á mynd.

Staðsetning: 
Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

FF (skráð með fyrirvara): Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson 16. nóv 2012

Lýsing leiðar:

Hægt er að fara fyrstu spannirnar líkt og í single malt on the rocks og single malt & appelsín en svo þegar komið er að skálinni þarf að halda upp úr henni til suðurs en leiðin upp á topp eru nokkur þriggja gráðu höft og þegar við klifruðum hana voru nokkur stutt snjóhöft líka. Þetta voru fjórar spannir í minningunni – í heildina að skjóta 120 m alls.

Single malt on the rocks WI 4+

Leið númer 2 á mynd

F.F. 04.12.2010 Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4+ – 25m.

7. spönn: WI3 – 10-12m.

8. og 9. spönn WI3 80m.

Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.

Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Single malt og appelsín WI 4+

Leið númer 1 á mynd

Single malt og appelsín – WI4-5

Staðsetning:

Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

F.F.:

27/11/’10 – Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson, Sveinn Friðrik Sveinsson (Sissi)

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100 m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4 – 12m

7. spönn: WI3 – 60m.

8. spönn WI4-5 – 40m.

Fyrstu (líklega) þrjár spannir eru fjögur til fimm WI3 höft sem voru einfarin í F.F.

Fjórða spönn (sú fyrsta spannaða) er bratt en stutt kerti, sést á bakvið efri hlutann.

Fimmta spönn er annað stutt og bratt haft.

Sjötta spönn er frekar stutt haft upp úr skálinni þar sem maður velur hvaða línu skal halda upp á topp.

Sjöunda spönn býður upp á tvö þriðju gráðu höft og ísbrekku upp að lykilkafla. Gott að gera stans vel til hægri til að vera úr skotlínu.

Áttunda (loka)spönn inniheldur hreyfingar í lóðréttu / aðeins í fangið í brattasta kafla og skrýtna hliðrun út á stóra regnhlíf efst.

Venjulegur disclaimer ef einhver af gömlu skyldi hafa farið þetta og aldrei skráð.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.

Skildu eftir svar