Sófinn WI 3+

Leið A, WI 3-4

Skemmtilegur foss sem er hentugur fyrir upphitun. Fyrst er einfalt klifur upp á pall en þar er hægt að fara vinstra megin sem er WI3 eða hægra megin sem er WI4. Þar sem fossinn er stuttur er þetta líklegast fínasta æfingaleið fyrir þá sem vilja æfa og skrúfa á sig hausinn fyrir leiðsluklifur. Þegar komið er upp má ganga aðeins upp að stalli þar sem hægt er að setja upp gott akkeri fyrir félagann.

FF Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Brúnkollugil
Tegund Ice Climbing
Merkingar

3 related routes

Sængin WI 3+

Leið D – WI3-4+ 

Sængin er ofar í gilinu, upp með ánni og er nokkuð breiður foss sem býður upp á margskonar klifur. Við frumferð var nokkuð vatn á vinstri hlið á meðan hægri hliðin var vel bunkuð og margir valkostir. Upp komin eru margir kostir til trygginga auk þess sem fossinn virðist vera kjörinn fyrir æfingar í ofanvaði, sem er auðvitað í anda Kósí sektorsins. Víst er að top rope tough guy/girl mæta því í bílförmum á sektorinn. 

 FF: Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Kertaljós WI 4

Leið B – WI4-4+ 

Kertaður foss sem bauð upp á skemmtilegar þrautir við frumferð. Hefst á aflíðandi klifri en um miðbik verður fossinn lóðréttur með yfirhangandi kertum og regnhlífum, sá kafli er um 8 metra langur. Klifra þurfti í gegnum þrönga kverk og þaðan í gegnum regnhlífar. Fyrir vikið var klifrið, þó að stutt væri, krefjandi, skapandi og skemmtilegt. Eftir að hafa híft sig upp á brún eru góðar mosafestur en um fimm metra gangur er í góðan ísbunka fyrir akkeri. Það er hentugt að klifra þessa leið til þess að komast í efsta foss Kósí sektorsins sem er talsvert innar í gilinu.

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, Janúar 2022

Sófinn WI 3+

Leið A, WI 3-4

Skemmtilegur foss sem er hentugur fyrir upphitun. Fyrst er einfalt klifur upp á pall en þar er hægt að fara vinstra megin sem er WI3 eða hægra megin sem er WI4. Þar sem fossinn er stuttur er þetta líklegast fínasta æfingaleið fyrir þá sem vilja æfa og skrúfa á sig hausinn fyrir leiðsluklifur. Þegar komið er upp má ganga aðeins upp að stalli þar sem hægt er að setja upp gott akkeri fyrir félagann.

FF Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Skildu eftir svar