Álftin WI 3

Staðsetning: Leiðin er norðan í Bláfjalli suður af Álftavötnum.

FF: Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur F. Sigursteinsson

Lýsing leiðar: Fossin er ca 45 m og teljum við hana vera þriggja gráðu. Eftir 30 m þægilegt klifur tekur á móti manni um 1,5 m hellisskúti sem var með opnum vatnshyld og hélt svo leiðin áfram um 15 m upp frá hellinum (sést ekki nægilega vel á myndinni).

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Bláfjall við Álftavötn
Tegund Ice Climbing

Single malt bætir, hressir og kætir WI 3

Leið nr 3 á mynd.

Staðsetning: 
Norðan við Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals og Dalasýslu. Nokkurn veginn gengt Austurárdal, en þar eru nokkrar ísklifurleiðir. Leiðin er áberandi gil sem sker alla hlíðina í Hlíðartúnsfjalli og skiptist síðan upp í þrjár íslænur efst í klettabeltinu við toppinn.

Ekið er til vesturs inn slóða gengt afleggjaranum inn í Austurárdal, í gegnum hlið sem merkt er skógræktinni, og um 100 metra. Lagt hinumegin við lækinn. Aðeins fimm mínútna aðkoma að fyrstu höftunum.

FF (skráð með fyrirvara): Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson 16. nóv 2012

Lýsing leiðar:

Hægt er að fara fyrstu spannirnar líkt og í single malt on the rocks og single malt & appelsín en svo þegar komið er að skálinni þarf að halda upp úr henni til suðurs en leiðin upp á topp eru nokkur þriggja gráðu höft og þegar við klifruðum hana voru nokkur stutt snjóhöft líka. Þetta voru fjórar spannir í minningunni – í heildina að skjóta 120 m alls.

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Völsungagil
Tegund Ice Climbing