Haukadalur

Líklega var fyrst byrjað að klifra í dalnum veturinn 1998. Í dalnum eru leiðir við allra hæfi allt frá 3. gráðu og upp úr. Gilin sem mest hefur verið klifrað i eru Svellagjá, Skálagil, Stekkjagil og Bæjargil. Haukadalur liggur frá austri til vesturs milli Miðdala og Laxárdals. Dalurinn er allbreiður og víðast vel gróinn. Neðst i honum er Haukadalsvatn um 4 km langt. Eftir dalnum rennur Haukadalsá og neðan vatnsins ku vera stunduð laxveiði. Fyrr á öldum voru miklir skógar i dalnum. Það eina sem eftir er af þeim er lítil skógartorfa innarlega i hlíðinni norðan Haukadalsvatns. Innst og austast úr Haukadal gengur Haukadalsskarð til Hrútafjarðar. Þar var áður kunn leið milli Norðurlands og Dala. Leiðin var aflögð að mestu eftir ad bílar komu til sögunnar. Í sunnanverðum dalnum er bærinn Hamrar. Upp af honum er brött gilskorin hlíð og háir klettar. Þessi hlíð er svo brött að ekki sést til sólar frá bænum 25 vikur á vetri.

Leiðir í Haukadal eru oft komnar snemma á hausti í góðar aðstæður og haldast nokkuð stöðugar fram á vor þrátt fyrir rysjótt veðurfar.

Helstu klifursvæði má sjá á yfirlitsmyndinni hér að neðan.

Haukadalur-map

Skálagil
Skálagil er um 8 km innan við Haukadalsvatn. Besta leiðin að gilinu er að aka sem leið liggur 1 km inn fyrir gilið og að brú móts við eyðibýlið Smyrlahól, þar er ekið yfir bruna og eftir slóða til baka hinum megin árinnar inn að gilkjaftinum.
Þaðan er gengið inn i gilið og upp hlíðina hægra megin. Best er að hækka sig sem fyrst upp að klettunum og fylgja þeim siðan inn gilið. Leiðirnar taka svo vid hver af annarri. Ef menn vilja klífa leiðir vinstra megin í gljúfrinu er r´ðlegast að ganga undir hömrunum inn að botn og yfir gilið þar.
Göngutími er um 30 mín.
Niðurleiðir:
Best er að síga niður leiðirnar eða nota sigstans sem er staðsettur milli leiðanna „Aumir fingur“ og „Fyrsta barn ársins“. Tveir sigboltar eru framan á steini fremst á mjög áberandi klettanefi innarlega á hægri hönd. Það þarf að klifra niður á nefið um 2 metra til að koma línunni fyrir.

Stekkjagil
Sjá aðkomu að Bæjargili
Gilið er vel á vinstri hönd þegar horft er upp í hlíðina frá bænum Hömrum. Þegar komið er að gilinu er möguleiki að komast inn í það með  því að ganga upp með hlíðinni hvoru megin sem er upp á áberandi syllur í um 40m hæð og liggja inn í gilið. Ef gengið er inn eftir botni gilsins kemur maður að opnum fossi sem hefur ekki verið klifin en gæti vel verið lokaður í mestu frostum. Hægt er að frara fram hjá fossinum með því að klifra upp vinstri vegg gljúfursins í einni til tveimur spönnum (leiðin Aðrein) upp á hallandi syllu og ganga eftir henni inn á efri h luta gljúfursins. Þegar þangað er komið aka við mjög brattar ísleiðir á vinstri hönd (m.a. Þjóðleið 66).
Göngutími inn að fossi er um 20-30 mín
Niðurleið: Betra er að ganga niður austan megin við gilið.

Hádegisbrún
Á milli bæjargils og Stekkjargils er klettaveggur upp á svokallaða Hádegisbrún. Í þessum kletti eru tvær áberandi línur og hægri línan hefur verið klifin. Besta aðkoman er frá bænum Hömrum. Sjá Lýsingu að aðkomu Bæjargils.
Göngutími 25 mín.
Niðurleiðir: Sig niður leiðirnar eða gnaga til vesturs ofan við Bæjargil og Svellagjá niður með Snasagili Austanverðu.

Bæjargil
Bæjargil er ofan við bæinn Hamra í sunnanverðum dalnum. Úr gilinu fellur lækur sem rennur vestan við bæinn. Til að komast að Bæjargili er ekið inn afleggjarann að Hömrum um 2 km inn af Haukadalsvatni. Gengið er upp með læknum, þegar komið er að gilskorningi er farið upp eftir læknum austanverðum.
Göngutími: 10-15 mín.
Niðurleið: Hægt er að ganga ofan við leiðirnar til vesturs að Snasagili og niður með því. Besta leiðin er að síga niður leiðinrnar sjálfar.

Svellagjá
Gjáin er beint ofan við bæinn Hamra í sunnanverðum dalnum. Gengið er sömu leið frá bílastæði og lýst er í aðkomu að Bæjargili. Þegar komið er að gilskorningi er farið yfir lækinn og gengið upp með honum vestanverðum.
Göngutími: 10-15 mín.
Niðurleið: Ofan við leðirnar er brött hlíð. Til að komast í flóttaleið þarf að kliffra eina spönn af 3. græaðu upp á stall þar sem hægt er að ganga til vesturs að Snasagili og niður með því. Besta leiðni er að síðga niður leiðirnar sjálfar.

Jöfri
Tvær leiðir hafa verið klifraðar í gili beint fyrir ofan bæinn Jöfra, efst í gilinu er stórt ísþil. Lagt er í námunda við bæinn Jöfra og gentið að gilinu.
Göngutími: 10-15 mín.
Niðurleið: Gengið er niður austan megin við gilið.