Moving Heart WI 3

Leiðin er í feitasta ísnum um miðja mynd. Hægt er að setja upp 2 stuttar leiðir við hægri hlið þessarar, fast til hægri, og alveg til hægri á myndinni.
Mynd: Einar Öræfingur

Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. “Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís.” Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

Fyrst farin af Einari, Rúnari, Craig og Kelly Perkins í Febrúar 2010, 15m

 

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing

Kári í Jötunmóð WI 5

Leiðin fylgir lækjargili sem opnast skammt fyrir ofan Jöfra og endar uppi á fjallsbrún. Fyrst haftið er uþb 30m 4. gráðu spönn. Síðan tekur við langt brölt af 2. gráðu klifri og nokkrum stuttum 3. gráðu höftum upp að meginfossinum. Efst í gilinu er myndarleg hvelfing með tveimur áberandi línum, þessi leið er sú vinstra megin. Hér er hægt að klifra upp úr gilinu (3+) eða fylgja leiðinni upp á brún. Meginnfossinn hefst á 40 metrum af bröttu klifri (5) sem endar á þokkalegri syllu. Þaðan eru svo 60 metrar af stuttum en bröttum höftum (3+) upp á brún. Á brúninni er hægt að ganga til austurs út fyrir hvelfinguna og niður hlíðina. Heildar lengd um 450m.

Staðsetning: Haukadal, beint ofan við bæinn Jöfra.

FF.: Skabbi og Sissi (neðsta spönn Jeremy Park)

Kári í Jötunmóð - Fyrsta spönn

Crag Haukadalur
Sector Jöfri
Type Ice Climbing

Trommarinn WI 4

Leiðiin liggur upp aðalfoss Skálagils og blasir við þegar gengið er inn gilið. Byrjað er hægra megin í fossinum og klifrað upp á stall þar sem fossinn og hamraveggurinn mætast. Þaðan er klifrað ca. 10m hægra megin í fossinum en síðan farið inn að miðju. Miðjulínunni er síðan fylgt að mestu upp á topp. Leið nr. 15 á mynd, 60m.

FF.: Guðjón Snær Steindórsson og Haraldur Örn Ólafsson, 20. feb 1999.

Crag Haukadalur
Sector Skálagil
Type Ice Climbing

Video

Four by four WI 5+

Á myndinni er Houseline merkt inn! (Er sennilega mjög nálægt Houseline)

Leiðin liggur í Hólmatindi og er lengsta og mest áberandi línan fyrir miðju fjallinu og endar uppá topp. Tæknileg kerta- og íshellaklifur með einni spönn af þunnum, tortryggðum ís utaná stuðlabergi.

FF: Albert Leichtfried and Benedikt Purner , Robert Haldorson and Gudmundur Tomasson 2012

Crag Fjarðabyggð
Sector Hólmatindur
Type Ice Climbing

Niceland WI 6

Leiðin sem er merkt inn á myndina er Houseline!

Næsta áberandi lína hægra megin við mitt fjallið. Byrjar í miðjum hlíðum fjallsins. Tæknilegt klifur upp kertaðan og brattan/yfirhangandi ís. Krúxið er að klifra yfir massíft ísþak.

FF: Albert Leichtfried, Benedikt Purner og Róbert Halldórsson 2012

Crag Fjarðabyggð
Sector Hólmatindur
Type Ice Climbing