Hörgárdalur

Hörgárdalur liggur frá Eyjafirði og suðvestur inn í land að Öxnadalsheiði. Hörgárdalur greinist í sundur 13 km frá dalmynninu og skiptist í Öxnadal, Hörgárdal, Myrkárdal, Barkárdal og Syðri-Sörlártungudal. Nokkrar leiðir eru þekktar í Hörgárdal og Öxnadal sem og á Hraundranga sem er á fjallsegg mitt á milli dalana.

Öxnadalur
Djúpur dalur í vestanverðum Eyjafirði, inn af Hörgárdal. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við Bægisá inn að Öxnadalsheiði. Um hann fellur Öxnadalsá. Hringvegurinn, þjóþvegur 1, liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til Akureyrar.

Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af Þóri þursasprengi.

Leiðirnar hér eru á víð og dreif og lítið virðist vera til af myndum, aðsendar myndir eru vel þegnar.

Hraundrangi
Áberandi tindur í Drangafjalli, upp á hann eru þekktar tvær leiðir. Auk þess er leið upp á Kistuna, næsta tind sunnan við Hraundrangan. Einnig segir sagan að Alex Lowe hafi í einni atrennu þverað alla eggina, ef einhver hefur frekari upplýsingar um það, þá má endilega koma þeim til klúbbsins.

Rauð punktalína: Hraundrangi, upprunalega leiðin
Hvít punktalína: NV hryggur Hraundranga – D+, M 5
Rauð lína: Kistan

Hörgárdalur

Leiðirnar hér eru líka á víð og dreif, myndir vel þegnar.

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið í norður í átt að Akureyri. Ef þið sjáið Hraundrangann, þá eruð þið á réttum stað.

Kort

Skildu eftir svar