Cascade de l’EMHM WI 4+

    Team : Cédric Rabinand, Valentin Palardy et Jacques olivier Marie.
Date : 06/03/2023
Name : Cascade de l’EMHM (École militaire de haute montagne)
Grade : WI4+
Length : 70m
Description : you saw the icefall from the road just a the left of „exciting trousers“ in Hraundrangi sector. The icefall is pretty big and large and climbable with 2 pitch. First one of 30 as 40m with a belay on the right. Second one of 15-25m with a belay on the edge of the icefall (better ice) or with a third pitch by joining the rock (Need to build it).
Abseil with one rappel of 60m from the edge.
The icefall can be more difficult if you take steep ice.
Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Hraundrangi
Tegund Ice Climbing
Merkingar

6 related routes

Cascade de l’EMHM WI 4+

    Team : Cédric Rabinand, Valentin Palardy et Jacques olivier Marie.
Date : 06/03/2023
Name : Cascade de l’EMHM (École militaire de haute montagne)
Grade : WI4+
Length : 70m
Description : you saw the icefall from the road just a the left of „exciting trousers“ in Hraundrangi sector. The icefall is pretty big and large and climbable with 2 pitch. First one of 30 as 40m with a belay on the right. Second one of 15-25m with a belay on the edge of the icefall (better ice) or with a third pitch by joining the rock (Need to build it).
Abseil with one rappel of 60m from the edge.
The icefall can be more difficult if you take steep ice.

Exciting trousers M 6

Hægri línan á mynd

M 6, 40m

Fullur tradrakkur, C3, C4 og stuttar skrúfur

Nálægt Hraundranga en aðeins lengra til vinstri, inn að Hraunsvatni og undir Drangafjalli, er Öxnadals megin.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 6. febrúar 2018

Hoarniglsheidi M 7

Vinstri línan á mynd.

M 7/WI 6, 30m

Fullur tradrakkur, C3, C4 og stuttar skrúfur

Nálægt Hraundranga en aðeins lengra til vinstri, inn að Hraunsvatni og undir Drangafjalli, er Öxnadals megin.

Hoarnigli er þýska orðið yfir naglakul, svo að nafnið útlegst sem Naglakulsheiði á íslensku. Þetta ætti að lýsa frumferðinni ansi vel.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 6. febrúar 2018

Kistan

Rauð lína á mynd

Næsti tindur sunnan við Hraundranga, einkennist af flötum topp.

Leiðin er klifruð úr skarðinu á milli Hraundranga og Kistunar. Leiðin er tvær spannir.

Spönn 1: 40m, þar af eru fyrstu 20 erfiðasti parturinn af leiðinni, laust berg, töluverður mosi og erfitt að tryggja. Seinni hluti fyrstu spannar skiptist á laust og fast berg. Eftir fyrri spönnina er komið á sillu, nokkuð góða og þaðan eru um 20m upp á topp.

Spönn 2: 20m, bergið orðið fastara og minni mosi.

Tryggt með fleygum, hnetum og sling utan um stein, sem var sigið niður á. Frumferðarteymi treysti sér ekki til að gráða leiðina en sagði að hún væri mun erfiðari en klassíska leiðin á Hraundranga.

FF: Birkir Einarsson og Sigurður Á Sigurðsson, 17. júní 1982.

Hraundrangi

Gefnir hafa verið út tveir leiðavísar um Hraundranga, annar er frá 1981 og birtist í 19. tölublaði af Ísalp tímaritinu en hinn er frá 2009 og birtist í ásriti sama ár.

Eina breytingin á milli þeirra er að árið 2007 bættist við vetrarleið sem liggur upp NV hrygg Hraundranga, en að öðru leiti er klassíska leiðin sú sama.

Tindurinn hefur líklega í upphafi verið nefndur Drangi og er enn kallaður Drangi Hörgárdalsmegin en hefur svo síðar meir verið kenndur við bæinn Hraun í Öxnárdal og þess vegna verið nefndur Hraundrangi en fjallið sjálft er kennt við Drangann og nefnist Drangafjall.

Einhverstaðar má sjá vísað til allrar drangaraðarinnar sem Hraundranga eða Hraundrangar nefndir í fleirtölu en þetta er rangt með farið, Hraundranginn er aðeins einn þó svo að það séu margir drangar á Drangafjalli, margir þeirra eru ónenfdir. Sjá hér.

Um tvær leiðir er að velja þegar gengið er upp að Hraundranga. Sunnan megin úr Öxnadal eða norðan megin úr Hörgárdal. Tveir fyrstu hóparnir sem fóru á Drangann gengu frá bænum Hrauni í Öxnadal, upp vesturhlíðar Einbúa yfir svokallaðan Stapa og upp skriðurnar í skarðið, sem lægst ber á hryggnum. Hæðamismunur á þessari leið er um 850 m og er áætlaður göngutími um 2-3 stundir.
Hin leiðin liggur frá bænum Staðabakka í Hörgárdal en göngubrú er yfir Hörgá, rétt fyrir neðan bæinn. Þegar komið er yfir brúna liggur ein samfelld brekka upp að Dranganum. Hæðamismunur er um 700 m, áætlaður göngutími er um 2-3 stundir.

Þegar komið er upp á brún austan við drangann er best að gera línur og annan klifurbúnað tilbúinn. Eitthvað er af gömlum fleygum í Dranganum en það eru sennilega bestu tryggingarnar sem hægt er að koma inn á leiðinni, bergið er mjög laust í sér alla leið!

Klifirið sjálft er um 70 m og er frekar létt framan af upp stóra gras og mosastalla en eftir um 25m klifur er komið að fyrri lykilkafla leiðarinnar, þar sem þarf að vanda hand og fótfestur. Á stallinum ofan við þennan kafla var millistans en hann var færður ofar þar sem að hann hélt ekki fleygum lengur. Rúmum 10 m hærra er komið að sæmilega traustu akkeri þar sem hægt er að gera millistans og tryggja upp.

Rétt áður en komið er upp á toppinn er komið að síðari lykilhreyfingu klifursins. Hér er bergið orðið nokkuð gott og þægilegt er að kom fyrir tryggingu áður en lagt er þar upp.

Toppakkerið er traust, sigkarabínur, slingar og vírar utan um stóra grjótblokk og þaðan er 2-3 m smáskrölt upp á blátoppinn. Best er að senda einn í einu upp síðustu metrana því það er þröngt og einmannalegt á toppnum.

Þægilegast er að síga niður í einu sigi á tveimur 70 m línum en einnig er hægt að síga í millistansinn og þaðan niður í skarðið.

FF: Finnur Eyjólfsson, Nicholas Clinch og Sigurður Waage, 05.08 1956

Hraundrangi átti 60 ára uppferðar afmæli árið 2016. Þá sló Sigurður Waage til og fékk sér sitt fyrsta tattú og var það af dranganum, Fékk það þó nokkuð mikla fjölmiðlaumfjöllun:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/04/fekk_sitt_fyrsta_hudflur_88_ara/
http://www.ruv.is/frett/fekk-ser-hudflur-i-tilefni-klifurafreks
http://www.visir.is/g/2016160809550/fagnar-afreki-med-tattui

Í frumferðinni tók gangan að Dranganum um þrjár klukkustundir, klifrið tók um sjö stundir. Þeir tryggðu alls 15 sinnum og það tók þá allt upp í hálftíma að komast eina hreyfingu. Eftir stutta viðdvöl á toppnum sigu þeir niður aftur og héldur til Akureyrar eftir alls 18 stunda ferð.

Næsta ferð upp á Drangann varð ekki fyrr en 1977, rúmum tveim áratugum seinna. Voru þar á ferðinni Helgi Benediktsson, Pétur Ásbjörnsson og Sigurður Baldursson. Klifrið sjálft tók þá um fimm tíma og ferðin sjálf um 13 stundir.

Uppferðasagan er vel skráð og varðveitt allt fram til 2010 en það var gert með gestabók sem lá í kassa á toppnum, ásamt Ísalp pela af malt viskí.

Klassíska leiðin er rauða punktalínan á hægri myndinni.

 

NV hryggur Hraundranga

Hraundrangi í Hörgár/Öxnadal

Gengið frá Staðarbakka í Hörgárdal sem leið liggur upp að neðsta klettabeltinu í NV hlíð Hraundranga.

Fyrstu þrjár spannirnar klifra upp miðjuna á 150m breiðu klettabelti M3-M4. Margar mis erfiðar útfærslur eru á þessum hluta leiðarinnar en reynt var að fylgja augljósustu og fallegustu línunni 150m. Næst tekur við brölt/labb upp fallaegan hrygg um 100m þar til klifrið hefst á ný. 60m létt mosa spönn endar í klauf á hryggnum fyrir neðan sjálfann megin dranginn. Næst er 50m 70-80° mosa spönn sem endar á syllu fyrir neðan erfiðasta kletta haftið. Sjötta og síðasta spönnin er jafnframt sú erfiðasta. Hún skiptist í tvo hluta, 25m M5 krefjandi klifur og svo 20m af léttara klifri alla leið á toppinn. Það eru 2 fixaðir fleygar í síðustu spönninni. Útbúnaður: 1 vinasett, 1 hnetu sett, 5 fleygar (blað-lost arrow) 1-2 vörtusvín eða snarg, 10 tvistar mislangir

FF: Steve House, Jökull Bergmann, Freyr Ingi Björnsson, Jón Heiðar Andrésson, 15. mar. 2007

D+ M5 350m

Hvíta línan á mynd tvö

Skildu eftir svar