Kertið í kotinu WI 4

Í Norðurárdal Skagafjarðarmegin við Öxnadalsheiðina er fallegt gil sem heitir Kotagil. Þegar innarlega er komið í gilið koma ísþil í ljós. Ein leið þar er mjög áberandi og hægra megin við hana er önnur leið sem kemst ekki eins oft í aðstæður og var það ekki þegar fyrri leiðin var klifruð.

Beygt er útaf þjóðvegi 1 rétt áður en komið er á Öxnadalsheiði í Norðurárdal. Þar er skilti sem er merkt Kotá. Þar er stórt plan og þaðan er gengið undir brúna og inn í gilið.

Flott leið í flottu gili, byrjar á þægilegu ~12m WI 4 klifri, fer uppá stall og þar tekur við alveg lóðrétt kerti upp í þægilegri rás. Sigum þaðan niður í stað þess að klára upp í brekkuna sjálfa við gilbrúnina.

FF: Guðmundur F. Jónsson og Jón Heiðar Rúnarsson, 23.12.2012

 

 

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Kotagil
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Kertið í kotinu WI 4

Í Norðurárdal Skagafjarðarmegin við Öxnadalsheiðina er fallegt gil sem heitir Kotagil. Þegar innarlega er komið í gilið koma ísþil í ljós. Ein leið þar er mjög áberandi og hægra megin við hana er önnur leið sem kemst ekki eins oft í aðstæður og var það ekki þegar fyrri leiðin var klifruð.

Beygt er útaf þjóðvegi 1 rétt áður en komið er á Öxnadalsheiði í Norðurárdal. Þar er skilti sem er merkt Kotá. Þar er stórt plan og þaðan er gengið undir brúna og inn í gilið.

Flott leið í flottu gili, byrjar á þægilegu ~12m WI 4 klifri, fer uppá stall og þar tekur við alveg lóðrétt kerti upp í þægilegri rás. Sigum þaðan niður í stað þess að klára upp í brekkuna sjálfa við gilbrúnina.

FF: Guðmundur F. Jónsson og Jón Heiðar Rúnarsson, 23.12.2012

 

 

Skildu eftir svar