Jólatré WI 5

Áberandi foss í hlíðum Miðfellstinds, austan við gilið sem gengið er upp til að komast á Þumal.

Aðkoman er frá Skaftafelli um Morsárdal og inn í Kjós. Þaðan þarf að byrja á að hækka sig upp Vestur Meingil norðan megin í Kjósinni og finna hentuga leið upp gilið. Aðkoman tekur ca 4,5 tíma hvora leið. Leiðin snýr í há vestur og efstu spannirnar byrja að fá á sig sól í byrjun febrúar.

Best er að hækka sig vestanmegin við gilið, sem skiptist í þrennt þegar komið er ofar. Hægt er að komast yfir fyrstu tvö gilin rétt ofan við staðinn þar sem þau skiptast up með því að ferðast eftir mosa og snjóbrekkum. Athugið að þessi skipting er áður en að komið er upp í Hnútudalinn (stóru skálina undir Miðfellstindi). Þaðan er hægt að hliðra inn í þriðja gilið og upphafið af leiðinni.

Frá toppnum á leiðinni er gengið í suður, sem kemur þér aftur austan megin við Vestra Meingil og niðurgangan er nokkuð einföld en það gæti verið sniðugt að taka myndir af fjallinu í aðkomunni til að átta sig betur á öllum klettabeltum og gilskorningum.

Enjoy the cold beers you left chilling in the stream and don’t think too much about that second bridge on the walk out of the valley.

Nafnið á leiðinni kemur frá leiðinni Christmas Tree í Kína en þessi leið mynnir óneitanlega á hana.

180m, WI 5

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Rory Harrison, 19. febrúar 2019

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Miðfellstindur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

2 related routes

Jólatré WI 5

Áberandi foss í hlíðum Miðfellstinds, austan við gilið sem gengið er upp til að komast á Þumal.

Aðkoman er frá Skaftafelli um Morsárdal og inn í Kjós. Þaðan þarf að byrja á að hækka sig upp Vestur Meingil norðan megin í Kjósinni og finna hentuga leið upp gilið. Aðkoman tekur ca 4,5 tíma hvora leið. Leiðin snýr í há vestur og efstu spannirnar byrja að fá á sig sól í byrjun febrúar.

Best er að hækka sig vestanmegin við gilið, sem skiptist í þrennt þegar komið er ofar. Hægt er að komast yfir fyrstu tvö gilin rétt ofan við staðinn þar sem þau skiptast up með því að ferðast eftir mosa og snjóbrekkum. Athugið að þessi skipting er áður en að komið er upp í Hnútudalinn (stóru skálina undir Miðfellstindi). Þaðan er hægt að hliðra inn í þriðja gilið og upphafið af leiðinni.

Frá toppnum á leiðinni er gengið í suður, sem kemur þér aftur austan megin við Vestra Meingil og niðurgangan er nokkuð einföld en það gæti verið sniðugt að taka myndir af fjallinu í aðkomunni til að átta sig betur á öllum klettabeltum og gilskorningum.

Enjoy the cold beers you left chilling in the stream and don’t think too much about that second bridge on the walk out of the valley.

Nafnið á leiðinni kemur frá leiðinni Christmas Tree í Kína en þessi leið mynnir óneitanlega á hana.

180m, WI 5

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Rory Harrison, 19. febrúar 2019

SA veggur Miðfellstinds

Mynd og nánari staðsetning óskast

Í ársriti Ísalp frá 1990 segir:

Miðfellstindur í Skaftafellsfjöllum páskana ’90 var Miðfellstindur (1430 m) klifinn af þeim Leifi Erni Svavarsyni og Hjörleifi Finnssyni. Fóru þeir upp suðurhlíðina sem telst 3. gráða og er 400 m löng og liggur leiðin upp stutt íshöft og snjóbrekkur.

FF: Leifur Örn Svavarsson og Hjörleifur Finnsson, páskar 1990, gráða 3, 400 m

Skildu eftir svar