Jón Haukur

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 74)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Hver er maðurinn ? #52731
  Jón Haukur
  Participant

  ég kalla menn nú góða að þekkja leiðina, þetta minnir á hinu ágætu sjónvarpsþætti „Einu sinni var“ sem Guðni Kolbeinsson las svo eftirminnilega inn á.

  Úff ekki man ég hvað leiðin heitir, frekar en annað á þessum slóðum, en hún var helst minnisstæð fyrir það að þarna höfðu einhverjir skynsamir menn nýlega snúið við, (því væri sennilega öfugt farið í dag) man ekki hvernig það var, hvort að efri parturinn var kerti sem var brotið frá að ofan. Skömmu síðar hrundu himnarnir í Glymsgili og eftir það hafa múrexi og klaufhamar verið helstu verkfærin í höndum þessa manns.

  Engu að síður áhugaverð sagnfræði.

  jh

  in reply to: Klifurglens #51550
  Jón Haukur
  Participant

  bara fá sér einn svona í garðinn og málið er leyst…

  http://www.jonhaukur.smugmug.com/gallery/2901328#156116802-L-LB

  jh

  in reply to: Góður skáli á Norðurlandi #50763
  Jón Haukur
  Participant

  Snilldarhús…

  Við vorum þarna um síðustu páska í góðu yfirlæti

  jh

  in reply to: Orion í aðstæðum #50438
  Jón Haukur
  Participant

  Kannast ekki við að hafa farið þessa leið sem er fyrir aftan Guðjón Snæ, en óríon var vissulega í príma aðstæðum.

  jh

  in reply to: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn #50331
  Jón Haukur
  Participant

  e-hemmm

  Er ekki verið að tala P gráður sbr. P5 (Palli fimm) en ekki forlátar alpagráður…

  jh

  in reply to: Teflonspray? #50310
  Jón Haukur
  Participant

  Þú getur líka prófað að bóna þær með Sonax eða öðru þunnfljótandi bóni….

  jh

  in reply to: Telemark búnaður #50210
  Jón Haukur
  Participant

  Hmmm… hvað er þetta eiginlega með frændurna og telemark?

  jh

  in reply to: Kaldakinn – festivalið 2001 #50209
  Jón Haukur
  Participant

  Er til í skipta á einni síðu og 100 kg Steinbítskvóta…

  Annars er tilefni til að auglýsa eftir myndum sem voru til staðar á gististaðnum, þar sem við merktum inn leiðirnar 2001, en þessar myndir virðast ekki finnast.

  jh

  in reply to: Tröppur í klettunum í Esjunni!!? #49994
  Jón Haukur
  Participant

  Ónefndur nammigrís gerði enn betur með því að hella óblönduðum Egils djús yfir kókópuffsið þegar hann vildi gera vel við sig þannig að Sissi á langt í land með „Sugar to the core“ en þegar þú nærð því þá er bara eitt eftir => Sissi „Sugarcore“

  jh

  in reply to: Tröppur í klettunum í Esjunni!!? #49987
  Jón Haukur
  Participant

  Það er aldeilis að menn eru komnir upp á tærnar, sem er svo sem hið besta mál ef það verður til að lífga þessa dauðyflislegu umræðusíðu við, en að málefninu.

  Punkturinn er einfaldlega sá að meðan að við, þ.e. klifursamfélagið stöndum fyrir því að bolta kletta til að auðvelda aðgengi að klifurstöðum, þá erum við á hálum ís við það að gagnrýna önnur samtök í útivist sem eru á sama hátt að auðvelda aðgengi að sínu sporti. Aðalatriðið rétt eins og boltun er að svona framkvæmdir séu snyrtilega útfærðar og það sé einhver skynsemi í þeim.

  Get því miður ekki úttalað mig um boltun í Stardal eða fundi þar um, þar sem ég hef ekki fylgst með þeirri umræðu upp á síðkastið eða verið á fundum þar um, hvað þá heldur tjáð mig um hvort téður retro vilji flokka sig sem ákveðið morgunkorn eða eitthvað annað. Málið er eins og kom fram hér að ofan, þá geta klifrarar ekki verið krumpaðir yfir því að gönguklúbbur setji upp keðju í fjalli meðan að við erum að bolta, í mínum huga er þetta nákvæmlega sami hluturinn, innan skynsamlegra marka…

  Nú og varðandi Stardal, er ekki orðin full sátt um að bolta Stiftamtið og þar með orðinn friður um málið? Alla vega klagar það ekki upp mig.

  Ætli maður myndi nú ekki samt hiksta dálítið þegar að Óliraggi mætir með rúllustigann í dalinn, en svo myndi maður örugglega fá sér bunu á endanum.

  jh
  einusinni klifrari sem borðar morgunmat og notar skó nr. 41

  in reply to: Tröppur í klettunum í Esjunni!!? #49975
  Jón Haukur
  Participant

  Svo lengi sem svona framkvæmdir eru snyrtilega útfærðar og á fjölförnum stöðum, þar sem þeirra er þörf og eru þannig séð hálfgerðir göngustígar sé ég ekki annað en að þetta sé hið besta mál. Ef ævintýrin eru málið, þá er hægur vandi að sækja þau eitthvað annað en í Þverfellshornið. Þetta var sett upp á vegum Ferðafélagsins í sumar.

  Ef að einhverjir óvitar eru að munda slípirokkinn, þá ættu þeir ef til vill að hugsa fyrst um alla boltana sína, sem eru settir upp í nákvæmlega sama tilgangi, nefnilega að auðvelda aðgengi í víðum skilningi þess orðs. Fjölmargir hafa lent í brasi þarna í gegnum árin og hafa björgunarsveitir eða aðrir babúkallar átt ófáa labbitúra að sækja e-h skakklappir.

  Kókópuffsfólkið getur ekki verið að gráta yfir fáum boltuðum leiðum og bölsótast yfir e-h öðru á meðan, sem sé eitt sport hefur verla meiri rétt en annað…

  jh

  in reply to: Klifur í Bergen #49963
  Jón Haukur
  Participant

  hér eru nokkrar síður um klifur í noregi, ég nennti ekki að lesa um leiðarvísinn, hovrt hann er í prentun og þá ség hægt að fá .pdf… á einhvers staðar kort af öllum klifursvæðum í noregi, þessi svæði sjást sjálfsagt á því. Leiðarvísir heitir sem sagt „klatreförer“ upp á norskunnni.

  http://www.bergen-klatreklubb.no/

  http://www.bergen-klatreklubb.no/forere/papirforer.html

  http://www.steepstone.com/

  http://www.klatring.no/

  in reply to: Hellar? #49937
  Jón Haukur
  Participant

  Hraunhellar á íslandi, höf: Björn Hróarsson, gefið út ca. 1990. En þar eru engar staðsetningar aðrar en hraunið sem hellirinn er í.

  jh

  in reply to: Hellar? #49930
  Jón Haukur
  Participant

  Hellamenn hafa löngum haft þann sið að liggja á nákvæmum staðsetningum hella eins og ormar á gulli til að koma í veg fyrir umferð óvandaðra ferðalanga…

  Það er hins vegar hellir sem þið gætuð föndrað við að síga í sem heitir Djúpihellir og er í Bláfjöllum, skammt vestan við aðalbílastæðið, það ætti ekki að fara framhjá ykkur, þar eru 2 göt, annað um 7 m djúpt en hitt um 15 m djúpt og bjóða þau bæði upp á fríhangandi sig, ef það er það sem þið eruð að leita eftir.

  svo er að vandasig að stundasig…

  Ætla samt að vona að Hardcore fari ekki í frústrasjón sinni að ráðast á einhver grey sem „stundasig“ þ.e.a.s. að sjálfs sé höndin hollust.

  jh

  in reply to: Bindingar #49876
  Jón Haukur
  Participant

  Hva er G-3 naglasúpan að gefa endanlega upp öndina?

  jh

  in reply to: Bolta eða ekki, hver á að ráða? #49708
  Jón Haukur
  Participant

  Það er fátt meira til að skemmta skrattanum en að fara að skrifa um boltun í Stardal á vefnum.

  Ætli vefarinn mikli hafi ekki verið komið með magasár yfir lítilli umferð á vefnum og séð þann kostinn vænstann að slengja út umræðuþræði sem vekur allar Þyrnirósirnar af þúsund ára svefninum.

  Áhugasamir boltarar ættu kannski frekar að beina óútleystri orku sinni að tiltekt og almennri snyrtingu Valshamars, þar á ennþá eftir að bolta nokkrar línur sem mætti nú klára fyrst sem og að laga til í drullusvaðinu neðan við.

  jh

  in reply to: Ný stjórn? #49607
  Jón Haukur
  Participant

  Hver er eiginlega formaður?

  jh

  in reply to: Snjór Snjór Snjór í kortunum #49525
  Jón Haukur
  Participant

  Tuhh er það nú svo dapurt yfir Árbænum að þeir þurfa að sækja sér liðstyrk yfir höfin sjö til að eiga sér einhvern séns, mígandi utan í einhverja norsara til að bera sig á bakinu, eða voru þeir kannski bara berir á bakinu?

  Annars hefur sést til Kjarra á æfingum í brautinni með barnaflokknum, þannig að kallinn er greinilega búinn að æfa grimmt og þarf því varla ferkantaðann núrmann til að koma sér yfir marklínuna.

  jh

  in reply to: Ísklifurfesteval 2005 #49434
  Jón Haukur
  Participant

  Keyrði um norðanvert Snæfellsnes um helgina, það var nánast enginn ís í Mýrarhyrnu, eða á öðrum svæðum á nesinu, þannig að ekki reikna með neinu þar. Haukadalurinn gæti hins vegar verið ók.

  jh

  in reply to: Rottefella öryggisbindingar #49413
  Jón Haukur
  Participant

  tja er það ekki bara kostnaðarverð, án verðbóta eða gengisáhættu, minnir að ég hafi borgað um 14 þús fyrir þetta.

  Síminn er 660 1519

  in reply to: Öræfasveit ofl #49410
  Jón Haukur
  Participant

  Fyrst að byrjað er að tala um aðstæður, þá fórum við Gummi í Múlafjallið eftir hádegissteikina í gær. Nokkrar línur voru færar, en flestar vel blautar. Við Klifruðum þó eina mjög góða mixaða línu sem var þurr og fín, frekar austarlega í fjallinu. Á leiðinni til baka var ekki annað að sjá en að Eilífsdalurinn væri í ágætu standi, þó með þeim fyrirvara að hengjurnar þar eru eflaust ansi vænar núna.

  jh

  in reply to: var að berast — Comunicazione #49390
  Jón Haukur
  Participant

  Impregilo 5576622

  in reply to: Bazarinn byrjar kl. 16 á morgun #49198
  Jón Haukur
  Participant

  sendu póst á Landsbjargarbáknið, það var að koma póstur frá þeim um að þetta væri kl 1200….

  kv jh

  in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49067
  Jón Haukur
  Participant

  Ég skal kaupa 5…. mér finnst nú að drekinn mætti halda sér á skjaldarmerkinu svona rétt til að gæta sammælis.

  jh

  in reply to: Fundur um Boltun? #48861
  Jón Haukur
  Participant

  Athyglisverð umræða. Svo virðist sem að þeir sem hafa mestan áhuga á boltun hafa einmitt ekki sést í dalnum síðustu misseri, alla vega man ég ekki eftir að hafa hitt Palla og Olla í þau skipti sem ég hef verið þar síðustu sumur. Eins og Palli sagði þá hafa óvirkir gamlingjar ekki skoðanrétt á þessu máli og þar með er þetta útrætt þar sem að þeir hafa ekki komið á staðinn um lagannn aldur.

  Það hafa hins vegar margir aðrir gert. Ég minni á myndsyrpur úr Stardal hér á síðunni og undir mínar síður. Oftar en ekki eru fleiri en eitt klifurteymi í dalnum á góðum dögum.

  Dótaklifur hefur verið á fallanda fæti en er engu að síður grunnurinn að meiri fjallamennsku heldur en sportklifrið, það þurfa að vera svæði þar sem klifrarar geta þróað með sér færni í að tryggja sjálfir, annars kemur sportið til með verða ennþá innhverfara en það er í dag.

  jh

25 umræða - 1 til 25 (af 74)