Bolta eða ekki, hver á að ráða?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bolta eða ekki, hver á að ráða?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46746
  0309673729
  Participant

  Á mynd dagsins ca. fyrir miðri mynd sést nokkuð sléttur veggur sem ekkert, eða nánast ekkert er klifraður.

  Af þessari mynd að dæma virðist vera mögulegt að setja þarna upp boltaðar leiðir. Að sjálfsögðu þyrft að skoða það miklu betur.

  Þörfin á fleiri auðveldum og öruggum, boltuðum leiðum nálægt Reykjavík er til staðar. Klifurhúsið hefur ungað út mörgum klifrurum sem langar að reyna sig við bergið en hafa takmarkað reynslu af náttúrulegum tryggingum.

  Spurning dagsins er hver á að ráða hvort farið sé út í boltun á 1-3 leiðum í vesturhluta Stardals? Ætti stjórn Ísalp að ráða því? Ættu þeir sem hæst láta á umræðusíðunum að ráða því? Ætti stjórn Klifurhússins að ráða því? Ættu Björn Baldurs og Palli Sveins að ráða því?

  Því gætum keyrt stutt viðhorfskönnun hér á vefnum til að komast að skoðunum fólks. Á ég að setja eina slíka í loftið? (Þar þarf að sjálfsögðu einnig að hafa möguleika á að svara „hlutlaus“ og „tek ekki afstöðu“).

  kveðja
  Helgi Borg

  #49696
  AB
  Participant

  Fyrir ekki svo löngu var tekist hressilega á um þessi mál og boðað var til opins fundar þar sem þetta var rætt fram og aftur. Niðurstaðan varð sú að mikill meirihluti þeirra sem mættu voru á móti því að bolta í Stardal. Held að ekkert hafi breyst síðan þá, jafnvel þótt klifurhúsið standi sig vel í fjölgun klifrara.
  Allt í lagi að henda svona könnun af stað þó niðurstöður viðhorfskönnunar geti ekki haft nein úrslitaáhrif á ákvaranatöku um þessi mál.
  Muna bara að hlutleysi er líka skoðun jafnvel þótt Siggi T. hafi tekið þátt í fullt af vinnustaðagreiningum og Hrappur hafi engan áhuga á ,,hvorki né.“

  Kv,
  AB

  #49697
  Páll Sveinsson
  Participant

  „Mikill meirihluti“ það fer nú bara eftir því hver segir frá.
  Minn skilningur var að „mikill meirihluti“ vildi fá boltaðar leiðir í nágreni reykjavíkur.

  kv.
  Palli

  #49698

  Það vantar öruggar, boltaðar leiðir í léttari kanntinum í nágrenni Rvk. Hjalti og Kristín boltuðu eina í Valshamri í fyrra sem var gott. En það vantar aðeins meira. Að bolta Stardal er MJÖG viðkvæmt mál en við þurfum að horfast í augun við vandan. Er einhver annar staður í nágrenninu þar sem hægt er að bolta öruggar leiðir. Var ekki umræða um klettavegg nálægt Rauða Turnsins? Ef öll þau sem eru að klifra í Klifurhúsinu fara í Valshamar, væri 30.min bið eftir að fá að klifra.

  #49699
  0309673729
  Participant

  Samlegðaráhrifin eins og það heitir í viðskiptunum eru ekki síður mikivæg. Maður er manns gaman, það er gaman að fara að klifra þar sem er líf og fjör. Þeir nýju hafa gaman af að sjá reynsluboltana klifra og reynsluboltarnir hafa gaman af (þótt þeir viðurkenni það ekki) að sýna nýliðunum hvernig á að gera hlutina.

  Það væri tvímælalaust betra fyrir sportið ef mögulegt væri að halda Valshamrinum og Stardalnum fjölmennum, frekar en að búa til fleiri minni klifurstaði.

  Annar möguleiki væri að Ísalp stæði fyrir aukinni kynningu og námskeiðum á dótaklifri sem og dótaklifurferðum í Stardalinn.

  Það mætti líka skoða hvort að eigi að bolta toppbolta uppi á brún á einhverjum leiðum í Stardal svo að nýliðar geti toppað leiðir þar með miklu öryggi.

  kveðja
  Helgi Borg

  #49700
  Hrappur
  Meðlimur

  þótt þessi veggur yrði boltaður þá yrðu þetta engar byrjandaleiðir. Svo held ég að Rafn hafi gert leið þarna á dóti í fyrra, Það hvort leiðir séu boltaðar fyrir byrjendur eða ekki er bara bull. Það geta allir sett top-rope ef þeir vilja vera í öruggu umhverfi, svo hélt ég að það að yfirstíga eiginn takmarkanir væri tilgangur leiksins, sama hvar sú takmörk liggja í gráðunum. Nú er ég ekki að segja öðrum fyrir hvernig þeir eigi að klifra en hefðin í Stardal er að bolta ekki. Hluti af erfiðleikagráðu margra leiða þarna er hversu erfit er að tryggja þær og leiðargerð er enganveginn lokið í Stardal (bendi á Nýju leið Rabba frá í fyrra sumar). Það var nú gert átak í að bolta léttar leiðir fyrir nokkrum árum á Hnappavöllum, svo að byrjendur hefðu úr einhverju að moða. Reyndin er að þessar leiðir eru ekki oft klifraðar, en eru þó til staðar.
  Byrjendur verða ekki byrjendur til elífðar. Þeir annaðhvort hætta eða verða reynsluboltar. Og ef þeir verða reynsluboltar verður að vera eithvað handa þeim að gera, ævintýrið heldur áfram. Það ætti frekar að vera hvattning að ekki séu fleiri léttar leiðir, þá verða menn að takasig á og færa sig í erfiðari suff ef þeir eru orðnir leiðir á að klifra alltaf sömu leiðirnar. Þetta er allavegana mín reynsla, ég neydist til að verða betri til að geta klifrað nýjar leiðir. Ég hef ekki klifrað mikið í dalnum sjálfur hingað til, hef aðalega verið bolta klippari en hef í seinni tíð meira gaman af dótinu. Það fylgir því að maður klifrar ekki sömugráður og í boltum ,enda skiptir það engu máli, maður á að klifra leiðir en ekki gráður. Hversvegna geta byrjendur ekki sætt sig við að klifra kannski bara 5.4 í dóti? Við gömmlu karlarnir gerðum það flestir fyrst.
  Hemmingway sagði að það væru bara til þrjár íþróttir; nautaat, Kapakstur og fjallaklifur. Restin væri bara leikir. Á að gera klifrið að einhverjum leik fyrir skrifstofufólk til að fara í hópeflingar ferðir?
  Ég tel að að vissuleiti sé ég ,,hvorki né“ (Andri;) um það hvar sé boltað en áskil mér sama rétt og ég gef öðrum og sá réttur er að fjarlæga hvern þann bolta sem ekki er þörf á, ég sé líka ekkert athugavert við það að menn geri slíkt hið sama við bolta sem ég hef sett inn, ef þeir geta klifrað án þeirra.

  #49701
  2806763069
  Meðlimur

  Rafn Emilsson skrifar.

  Jamm Jamm.. Enn og aftur.. Varðandi Þennann slétta vegg sem frelsar alla frá því að klifra í dóti þá sé ég ekki alveg hvar hann er. Ég og Ívar skelltum okkur þarna í fyrra og leiddum svaka sléttann vegg. Veggurinn reyndist svo ekki vera neitt sérstaklega sléttur, klifrið tryggjanlegt og um 5.8. Leiðin er meira að segja ekki svo tortryggð og ber nafnið „Mamma þín er vestan við skottsleið“ mæli ég með því að stytta nafnið í Mamma þín… býður svona upp á skemmtilega orðaleiki..

  Nú einnig toppuðum við aðra leið sem er á svipuðum slóðum, leiðin er um 5.10, tryggjanleg, hefur aldrei verið klifin og er alveg frábært klifur..

  Punkturinn er þessi, það er fullt af klifri í stardal. Búið er að klifra magnaðar leiðir þar og nokkuð erfitt að finna e-d skemmtilegt til að frumfara en það er enn hægt. En að finna e-d sem er það tortryggt að það verði að bolta er enn erfiðara að finna.

  Gaman væri að finna svæði í kringum reykjavík sem hægt er að bolta mikið af skemmtilegum leiðum og kannski finnst það. Hver veit?
  En að rembast við að bolta einhverjar leiðir í stardal þar sem er gömul og góð hefð fyrir trad klifri og erfitt er að koma fyrir boltuðum leiðum sem ekki er hægt að tryggja á gamla mátann finnst mér vera frekar furðulegt.

  Ég mæli einfaldlega með því Helgi að þú prófir að kíkja aðeins á Mömmu þína áður en lengra er haldið með þessa umræðu.

  Rafn Emilsson…

  #49702
  2003793739
  Meðlimur

  Helgi þú hefðir bara átt að mæta á fundinn, þar tjáðu flestir sig um málið og það var rætt í botn. Ég sagði allavega mína skoðun.

  Það er búið að ræða málið fram og til baka í mörg ár og sérstaklega af þeim klifrurum sem hafa boltað þær leiðir sem eru til í dag.

  Ég ætla ekki að fara yfir rökin með og á móti því það er búið og er til á öðrum spjallþræði hérna á vefnum.

  #49703
  2806763069
  Meðlimur

  Sammála síðstu tveimur ræðumönnum, farið og … mömmu ykkar, já eða ömmu ykkar!

  Ótrúlegt hvað menn eru tregir stundum, þetta er svona eins og að vera að leika við lítið barn, vilja hætta en fá ekki barnið til að hætta! Þið vitið hvað ég meina, maður fyllist svona blöndu af vonleysi og pirring. Auðvitað eldist þetta svo af börnum, eða það er svona almenna reglan!

  Lítið upp í Búhamra, þar er svarið við bónum ykkar, og veðurfarið hentar líka betur fyrir byrjendur.

  Hvað varðar hópstemminguna sem Helgi var að tjá sig um þá er það nú bara spurning um að bolta nokkrar leiðir á sama stað.

  Auk þess sem það fer saman í Stardal að leiðir séu léttar og auðtryggðar eða erfiðar og tortryggðar.

  Byrjendur ættu bara að skrá sig á námskeið, það er hvort eð er ekki fullkomlega idiod helt að setja upp toppróp og tryggja eins og margir hér virðast halda.

  #49704
  2806763069
  Meðlimur

  Þetta átti að vera sammála Hrappi, Rafni go Halla!

  #49705
  0309673729
  Participant

  Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að hugsa um sjálfan mig í þessu samhengi. Ég hef mjög gaman af að dótaklifra léttar leiðir í Stardal og hef í gegnum tíðina gert töluvert af því.

  Spurning dagsins var ekki hvort það ætti að bolta heldur hver á að ráða því hvort eigi að bolta? Í því samhengi var ég að velta fyrir mér hvort ástæða væri til að keyra könnun hér á vefnum til að komast að viðhorfi klifrara um þetta mál.

  kveðja
  Helgi Borg

  #49706
  Karl
  Participant

  Ef spurningin er „hver eigi að ráða hvað er boltað“ er réttast að hafa formlega Pissing Contest“ Þar sem keppt er í því hver getur sprænt hæst upp eftir viðkomandi leið.
  Gott vegarnesti er einnig ef „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“, -ég tala nú ekki um ef hann er lögga!

  Þetta mál verður reyndar að tækla með blöndu af rökum og tilfinningum, -helst yfir bjórglasi eða þá dollu á Hnappavöllum.
  Þeta er ekki mál sem afgreiða á með statistík.
  En umræðan er ágæt.

  #49707
  0311783479
  Meðlimur

  Hér í Skotlandi er í gangi allsherjar naflaskoðun á „to bolt, or not bolt“. Margir segja reyndar að verið sé að endurvinna mikla umræðu sem var í gangi á 9.áratugnum.

  Það er nokkuð sniðugt form á þessu, haldnir eru umræðufundir hingað og þangað um landið, „best of “ síðan verið birt í málgangi Mountaineering Council of Scotland. Allavegana að saman stefið er gegnum gangandi hjá lang flest öllum, þe. að ekki þurfi að bolta þegar hægt er að tryggja með hefðbundnum tólum og án fleyga! Reyndar er standardinn á því hvað þurfi að bolta nokkuð hár, þe. menn tilbúnir að taka langt úthlaup (sjá t.d. einhverja af þessum Hard Grit myndum frá Sheffield). Menn líta líka á þetta sem part af klifurmenningu Bretlands að ekki þurfi auga á klett heldur frekar að hafa auga fyrir klettinum (ehhh slæmur brandari;o) ).
  Þessu var hrundið af stað þar sem fámennur hópur lobbýista lét mjög hátt um að fá að bolta.
  Reyndar til að bæta smá þjóðernisstollti í þetta, sem reyndar er ávallt í allri umræðu í Skotlandi, þá þreytast menn seint á að taka dæmi af frægum crag hérna (man ekki hvað heitir) sem franskir guide-ar tóku sig til og rað-boltuðu er þeir voru að vinna með einhverju frönsku film-krúi. Leið og þetta spurðist út þá brugðust menn skjótt við og mættu á svæðið, fremstir í flokki menn á 70.-80.aldri sem frumfóru leiðirnar snemma á sl. öld og fóru í það rífa niður boltana fyrir framan nefið á fransmönnum, filmandi og gædandi., og um leið útskýrðu hvurslaga vanhelgun þeir hefðu framkvæmt. – frakkar fóru með skottið milli lappana og marg báðust afsökunar.

  …jæja ég er kannski kominn út í aðra sálma, en það sé ég ætlaði að benda á er að við tókum nákvæmlega svipaðan pól í hæðina og Skotar, þegar við ræddum þessi mál bæði á vef og í orði á fundi hjá alpaklúbbnum í fyrra.
  Fyrir mér getur enginn ákveðið að fara bolta í Stardal nema að einhugur ríki um það hjá klifursamfélaginu og það getur ekki átt sér stað nema með langri og góðri rökræðu eins og við áttum hér í síðastliðið sumar. Ég hef alltaf litið á ísalp sem regnhlífarsamtök okkar og þau eru einmitt vettvangurinn til að ræða svona mál, en eins og Helgi nefnir sem hugsanlega sýn einhvers að stjórn ísalp gæti skorið úr með boltun eða ekki á einhverju svæði þá finnst mér það vera fásinna (ath. Helgi ég er ekki að eigna þér þessa skoðun með stjórn ísalp:o) ).

  Það er allt í lagi að hafa smá könnun, það gerir bara meira síðuna gaman að hafa nýja hluti af og til.

  Leyfum Stardal að vera eins og hann er, ég vildi ekki fyrir neina muni missa þá ögrun og þá ánægju sem hann veitir mér.

  Hrappur glottir við tönn og hugsar: „auga fyrir auga“
  http://gallery.askur.org/album194/IMG_2859?full=1

  góðar kveðjur heim
  -Halli

  #49708
  Jón Haukur
  Participant

  Það er fátt meira til að skemmta skrattanum en að fara að skrifa um boltun í Stardal á vefnum.

  Ætli vefarinn mikli hafi ekki verið komið með magasár yfir lítilli umferð á vefnum og séð þann kostinn vænstann að slengja út umræðuþræði sem vekur allar Þyrnirósirnar af þúsund ára svefninum.

  Áhugasamir boltarar ættu kannski frekar að beina óútleystri orku sinni að tiltekt og almennri snyrtingu Valshamars, þar á ennþá eftir að bolta nokkrar línur sem mætti nú klára fyrst sem og að laga til í drullusvaðinu neðan við.

  jh

  #49709
  Hrappur
  Meðlimur

  Var ekki óskrifaða reglan varðandi boltun sú að sá sem klifraði leiðina fyrst ákvað hvort hún væri boltuð eða ekki og þá í samræmi við viðkomandi hefð á hverju svæð? Þessi skilgreining leiðir af sér að dótaleiðir hafa verið boltaðar ef þær eru á svæði þar sem hefð er fyrir boltum en ekkért boltað þar sem sú hefð er ekki. Þetta hefur nú verið svona heiðursmanna(og kvenna) samkomulag.
  Ef svæði hefur ekki hentað til nátúrlegra trygginga hafa þau verið boltuð. Nú gætu sumir spurt hversvegna sumar dótaleiðri hafi verið boltaðar bæði á Hnappavölum og í Valshamri og vil ég þá benda á hefðarregluna í því sambandi. Eins ef leiðir eru tryggjanlegar að einhverjum hluta með dóti en ekki alstaðar (bendi á Vestrahorn t.d) þá fynst mér hreynlegra að bolta bara alla leiðina en ekki blanda þessu saman. Ef byrjað er að bolta á einhverju svæði þá er mjög erfit að hætta. Að þessi leið sé ekki boltuð en leið viðhliðiná sé boltuð er rökleysa í mínum huga. Annaðhvort eru svæði boltasvæði (með stöku dótaleið) eða óboltuð með öllu.

  Halli af glottinu að dæma virðist ég frekar vera hugsa um tönn fyrir tönn enda er þetta hálfgerður hrífukjaftur.

  #49710
  1011872339
  Meðlimur

  mamma mín ræður.

  Kýrnar muuu

  #49711
  Páll Sveinsson
  Participant

  Er ekki málið að fá Snævar og Stefán til að setja fyrsta boltan. Búhamrar, Vestrahorn, Hnappavellir, Valshamar, Gerðuberg, Pöstin og ……..

  Engin segir orð þegar þessir kappar skella in bolta.

  kv.
  Palli

  #49712
  Hrappur
  Meðlimur

  það væri nú í lagi ef snævarr kynni að bolta

  #49713
  1210853809
  Meðlimur

  Ef menn vilja fara að bota leiðir í nágreni „stór Hafnafjarðarsvæðisins“ þá er þar einn mjög góður möguleiki. Það eru klettar við Snorrastaðatjarnir sem eru ekki langt frá Vogum (ég held að þetta heiti Háabjalla). Þarna eru reyndar leiðir sem tryggja má með dóti en einnig leiðir sem ekki er mögulegt með góðu móti að klifra trad. Þetta svæði er ekki of langt frá bænum og þarna er að ég held möguleikar á erfiðum leiðum sem og leiðum í auðveldari kanntinum.

  Jósef

  #49714
  2003793739
  Meðlimur

  Talandi um önnur svæði í nágrenni Reykjavíkur.
  Við Jón Haukur kíktum á fyrrum stórgrjótanámu í Hafnarfirði rétt hjá flugvelli módelflugvéla við Hamranes. Klettarnir eru frekar lágir, um 10 metrar á hæð og sléttir. Erfitt að tryggja með dóti og líklega stíft klifur. Þetta er ekkert eðal svæði en ef menn eru alveg ,,desperet“ þá væri vel hægt að setja upp nokkrar leiðri.
  Kannski væri hægt að skipuleggja svæðið í kring með klifursvæði í huga og setja það inná aðalskipulag Hafnafjarðabæjar?

  Halli

  #49715
  Hrappur
  Meðlimur

  Það er stór veggur sem mætti kannski ræða um bolta en ég er að tala um Ömtina sem er vestari Stradalshnjúkur. Við Stefán kíktum á hann um seinustu helgi. Það er ekki sömu gæði á berginu í heild og í Stóra-Stardalshnjúk en síst verra en bergið í vatnsdal. Þetta er mikið lokaðra hammraþil og henntar frekar fyrir bolta en hnétur og vini. Þarna væri velhægt að gera yfir 30 leiðir sem væru sennilega allt að 18-20 metralangar hæst. Það er bara spurnig hvort frístundarar nenna að labba þangað uppeftir og hvað mönnum fynnst um að bolta þar. Það hefur verið þjóðsaga að bergið þarna sé ,,ónýtt“ og því fáir nennt þangað með klifur í huga. Þetta er nú ekki ónýtara en margt annað sem er klifrað í og meirasegja er sumar línur jafngóðar og í Stardal.

  Hvað vilja menn gera?

  #49716
  2003793739
  Meðlimur

  Sjálfur hef ég ekki skoðað þennan klett og veit ekki hvað er búið að klifra þarna eða hverjir.
  Maður þarf bara drífa sig uppeftir og chékka á þessu.

  Kv
  Halli

  #49717

  Ég klifraði einu sinni við Snorrastaðatjarnir og bergið þarna er ágætt nema að klettarnir eru mjög mosagrónir. Ef ekki er hægt að klifra í Stift Amt með trad-style þá getur ekki verið mikið að því að bolta nokkrar auðveldar línur.

  #49718
  0702892889
  Meðlimur

  Það er nokkuð vit í að bolta nokkrar leiðir þarna í Háabjalla, eins og hann hét síðast þegar ég vissi, skemmtilegar stuttar línur, bæði erfiðar og auðveldar og ekki svo langt frá bænum.
  Reyndar rétt sem Ágúst segir að þær séu svolítið mosagrónar en þá er bara að mæta með vírburstann;)

  #49719

  ég held samt að Stiftamtið sé skárri kostur.

25 umræða - 1 til 25 (af 30)
 • You must be logged in to reply to this topic.