Björk

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 26 til 50 (af 174)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Laus steinn í Eilífi #56826
  Björk
  Participant


  heimsótti loksins Valshamar í gær.

  Tók eftir því að hestarnir eru farnir að nota plastgirðingastaurana í kringum bílastæðið sem klóruprik fyrir góminn í sér. Einn var síðan að japla á bandinu!

  Þær hættu sér nú samt ekki inn fyrir girðinguna!

  Einn klifrari lenti í því óhappi að tjóna bílinn sinn inneftir, steinn skemmdi olípönnu og þurfti að fá dráttarbíl til að sækja bílinn. Þannig að þið sem eruð á lágum bílum farið varlega.

  Annars var rjómablíða uppí Valshamri í gær, hægt að klifra í hotpants og ermalausum bol til allaveg kl. 22 þegar við yfirgáfum svæðið :)

  in reply to: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið? #56773
  Björk
  Participant

  hehe kíkti nú við í Raufarhólshelli á laugardaginn og þar stendur á upplýsingaskilti um öryggi áður en haldið er inní hellinn „Verið með hjálm eða þykka húfu“ !

  in reply to: Þríhnúkar #56771
  Björk
  Participant

  Árni Alfreðsson wrote:

  Quote:
  Þarna er ekkert óskaplega merkilegt að sjá. Það eina sem gerir þetta tilkomumikið er þegar farið er í spotta þarna niður.

  Ég er sammála þér þarna Árni!

  Held að það sé meiri upplifun fyrir ferðamanninn að labba inní marga aðra hella landsins en að upplifa hellaskoðun með þessum hætti.

  Strompurinn er náttúrulega ekki sjáanlegur með þessari framkvæmd, sem sést með því að skríða niður í hellinn.

  in reply to: Þríhnúkar #56768
  Björk
  Participant

  vá hver er tilbúinn að leggja fjármagn í þetta?

  in reply to: Denali #56707
  Björk
  Participant

  Hvað er að frétta?

  in reply to: Spenna.is komin í loftið! #56699
  Björk
  Participant

  Glæsilegt, gaman að safna þessu saman á einn stað.

  Vonandi verður fólk síðan duglegt að senda inn vídjó.

  in reply to: BANFF stemmari #56693
  Björk
  Participant

  Mér fannst The Asgard Project skemmtilegust og þar á eftir The Swiss Machine.
  Ég svaf held ég yfir allri hjólamyndinni, það var líka komið fram yfir miðnætti!

  in reply to: banff #56674
  Björk
  Participant

  Glæsilegt, sófafjallfólkið hefur þá loksins eitthvað til að hlakka til;)

  Þetta lítur vel út.

  in reply to: Denali #56666
  Björk
  Participant

  Gangi ykkur vel, maður fær vonandi einhverjar fréttir af ykkur.

  kv. Björk

  in reply to: Skráning á telemark festival #56463
  Björk
  Participant

  Minni áhersla á búningakeppnina? Það eru búningafundir útum allan bæ!

  Mótshaldarar þurfa ekki að hafa mikið fyrir búningakeppninni. Telemarkfestivalið er fólkið og fólkið eru búningar ;)

  in reply to: Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið? #56239
  Björk
  Participant

  hæhæ
  Töfralausnin er allavega ekki sú að fylgjast bara með heimasíðunni og bíða eftir því að vera boðið með!

  Ísalp stendur alltaf fyrir viðburðum eins og jólaklifri (sem er einnig kjörinn vetvangur fyrir nýliða að mæta á), myndasýningar, aðalfundur, vídjókvöld, umræðukvöldum og stundum eru líka partý.

  Því miður hefur ekkert verið um snjóalög á suðurlandinu og því lítið verið um skíðaferðir. En bendi samt á Telemarkfestivalið sem er komið á dagskránna.
  Þeir sem eru hvað virkastir undir merkjum Ísalp eru lítið í þessum hefðbundnu vetrargöngum.

  Ég segi allavega það virkar langbest að mæta á auglýsta viðburði og kynnast fólkinu þannig. Ef þú hefur gaman af klettaklifri þá er það líka Klifurhúsið og drífa sig í Valshamar og á Hnappavelli þegar tekur að vora.

  velkominn í klúbbinn.

  kv. Björk

  in reply to: Til hvers isalp.is? #56007
  Björk
  Participant

  Það versta við Facebook er að þar týnast umræðurnar/statusarnir. Ég hef mjög oft notað leitina hérna því maður man eftir umræðum um t.d. búnað, ákveðna leið, bætur á fatnað o.s.frv.

  þannig að þessar umræður hérna eru oft á tíðum mikilvæg heimild þegar kemur að aðstæðum, leiðum, hvert maður getur leitað upplýsinga og þess háttar. Þetta glatast á Facebook.

  Mér finnst ágætt ef Ísalparar hafi þetta í huga þegar þeir pósta upplýsingum um fjallamennsku á Facebook sem nýtast öðrum. (fyrir utan að maður er ekki vinur allra sem stunda fjallamensku á fésinu)

  En kannski mætti bæta þessum FB-fídusum á þessa síðu eins og er á svo mörgum síðum þar sem hægt er að deila, líka og hvað það er allt þetta FB-dót.

  in reply to: Nýjar axir á gömlum grunni #55913
  Björk
  Participant

  Getur Búbbi smíðað skaft með hitara?

  in reply to: Snjóflóð við Ýmu #55832
  Björk
  Participant

  Gott að allt fór vel.

  Endilega skrá snjóflóðið á vef veðurstofunnar:

  http://www.vedurstofan.is/ofanflod/skraning/

  kv. Björk

  in reply to: Spori og co. #55807
  Björk
  Participant

  Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

  Quote:
  Leiðinlegt bara hvað Ívar er orðinn þroskaður og rólegur, mér finnst svo gaman að lesa einhverjar flugeldasýningar.

  Já Ívar er orðinn þroskaður og Ísalp.is er orðinn vettvangur barnaskíðamarkaðar og snjóþotuumræðna! ;)

  in reply to: Uppreisn æru einhver? #55803
  Björk
  Participant

  hehe…. það ætti að vera mynd af Árna með kústskaft að taka telemarkbeygju með þessari frétt ;)

  in reply to: hættan af statiskum akkerum #55719
  Björk
  Participant

  þarf samt ekki að gera greinarmun á notkun á tækjum og tólum þegar þú ert í

  a. björgunaraðgerð þar sem miðað er við þessa 20 kN þyng og statisk lína notuð og aðallína slitnar.

  b. í klifri, þar ertu með dynamíska línu þrædda í gegnum tvista sem eru oft með dynema slinga. Línan tekur upp mesta kraftinn þegar klifrari fellur.

  Held að reglan sé aðallega að nota hlutina í það sem þeir eru gerðir fyrir.

  in reply to: Klifurbelti til sölu. #55692
  Björk
  Participant

  aldrei að vita samt nema að þú finnir kaupanda Eva.

  Ég man t.d. eftir því að um daginn var einhver hér var að auglýsa eftir belti sem átti ekki að nota til klifurs heldur til að ganga með hundana ;)

  Sissi tekur þú að þér svona mottugerð?

  in reply to: Til sölu: Dynafit FT 7, G3 Targa og Scarpa T2 #55615
  Björk
  Participant

  Get kvittað undir það að þetta eru flottar græjur sem Anna er að selja.

  Hef einu sinni prófað telemark og það var á þessum skíðum. Hafði gaman af. Skíðin hennar Önnu voru svo fín að þau beygðu bara fyrir mig;) Þannig að kjörið fyrir þá sem langar byrja í telemarkinu.

  in reply to: Alpaævintýri – video og myndir #55598
  Björk
  Participant

  Flott og skemmtileg vídjó.

  Þetta hefur verið góð ferð hjá ykkur þrátt fyrir að aðaltakmarkið hafi gefið ykkur fingurinn.

  Manni langar bara á fjöll.

  in reply to: Hver gleymdi…? #55445
  Björk
  Participant

  hei!
  Annars væri alveg gaman að heyra í Ísölpurum, hvað var gert um helgina?

  Var fjölmennt á Hnappavöllum? Frétti að einhverjir hafi farið á Þverártindsegg? Væntanlega einhverjir á Hnjúkinn? Einhverjir fóru í vorskíðun?

  Færum facebookstatusa á spjallið;)

  kv. Björk

  in reply to: Borea adventures, fyrsti túr 2010 video #55416
  Björk
  Participant

  Skemmtilegt vídjó. Ekkert smá heppin með veður!

  Dóri hress í lokinn.

  in reply to: BANFF í kvöld og annaðkvöld #55404
  Björk
  Participant

  já það kom þarna ein kona sem skildi við kallinn sinn og fór að róa, rói – rói. Gott að vita að konur á Banff eru að gera eitthvað meira en að halda í spotta og hvetja gaurana áfram ;)

  Mér fannst Azazel, Alone on the wall og Re:Session skemmtilegastar.

  in reply to: BANFF í kvöld og annaðkvöld #55400
  Björk
  Participant

  Flottar myndir og skemmtilegt kvöld.
  Mér fannst fyrsta myndin skemmtilegust, fyndnir gaurar og síðan klettaklifurmyndirnar, þetta sólóklifur!

  Ég tók samt eftir því að það kom held ég ekki einn kvenmaður fram í öllum þessum myndum. Eru engar konur að gera eitthvað töff sem kemst á Banff?

  Hlakka til að sjá myndirnar í kvöld.

  in reply to: Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? #55355
  Björk
  Participant

  já það fór dálítið um mig þegar Árni stóð þarna niðri! Ég bakkaði frá gosinu.

  IMG_1349.jpg

25 umræða - 26 til 50 (af 174)