Björk

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 126 til 150 (af 174)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Skessuhorn #52959
  Björk
  Participant

  Bendi á bók Ara Trausta þar er hægt að finna góða lýsingu á þessu.
  Góða skemmtun.

  in reply to: Lausn a tryggjara halsrignum #52950
  Björk
  Participant

  haha snilld!

  in reply to: Hnappavallamaraþon #52908
  Björk
  Participant

  já það væri gaman að fá fulltrúa Vestfjarða á svæðið og vonandi kíkja Einar og fjallaleiðsögumenn í Skaftafelli á okkur.

  Spáin lítur bara ágætlega út og hitatölur fara hækkandi, bara að krossa putta.

  Hlakka til að sjá sem flesta á Hnappavöllum um helgina.

  in reply to: leiðarvísir #52877
  Björk
  Participant

  æi ég held samt að það sé betra að reyna að vinna þetta í góðu í stað þess að vera með leiðindi.

  Í Noregi eru þeir að berjast við einn landeiganda og þessu máli er víst ekki lokið enn.

  Ég skrifaði þetta mér til gamans í fyrra – svona fróðleikur fyrir hina og mér þykir þetta athyglisvert mál.

  „Helstu klifursvæðin á Íslandi eru inná einkaeign. Það að fá að klifra á þessum svæðum og að bolta leiðir (bora inn festingar í klettinn) er gert með leyfi ágætra landeiganda og í raun ekkert sjálfsagt að fá að gera þetta.
  Á einu klifursvæði í Noregi, Kanalen í Grimstad, hefur ákveðinn landeigandi sagt stopp. Ekki nóg með það að hann hefur bannað klifur í klettunum heldur hefur hann fyrirskipað að taka skuli alla bolta úr klettunum. Fyrsta leiðin þarna var boltuð árið 1990 og var þá boltað með leyfi þeirra landeiganda og hafa ca 80 leiðir verið boltaðar. Núverandi landeigandi keypti landið 1994 og sagði víst aldrei neitt fyrr en nú í maí.
  Norskir klifrarar vilja meina að hann geti ekki tekið niður leiðir sem voru gerðar með leyfi fyrri eiganda og eru að vísa í einhver „friluftslivloven“ sem er eitthvað um útivist og aðgengi fólks til þess. En einhvern veginn held ég að réttur landeiganda sé ansi sterkur og geti í raun gert það sem honum sýnist. Í raun líka alveg skiljanlegt að hann vilji ekki hafa haug af emjandi klifurum fyrir utan nýja húsið sem hann var að byggja og ætlar að flytja inní í sumar. En mikið skilur maður gremju klifraranna.

  Held að þetta sé ágætis áminning um að ganga vel um íslensk klifursvæði, gera hlutina í samráði við landeigendur og haga sér vel. Það er nefnilega ekki úr svo mörgu að moða.“

  Held að þetta snúist núna um það hvort að nýr landeigandi geti tekið til baka það sem fyrri landeigandi gaf leyfi fyrir.

  Sem betur fer er hvergi svona statt á Íslandi en ég vil samt vinna svona mál í sátt við landeigendur og ekki gaman að vera með leðindi. Verðum að horfa á málin frá öllum hliðum.

  in reply to: leiðarvísir #52873
  Björk
  Participant

  Leiðin sem var farin áður fól í sér að það þurfti að labba yfir þar sem nú stendur sumarbústaður.
  Persónulega skil ég alveg að sumarbústaðaeigendur séu ekki að fíla að það hafa fullt af fólki alltaf að labba yfir lóðina hjá sér.
  Það er mikið um innbrot í sumarbústaði og það að læsa hliðinu er ein leið til að koma í veg fyrir slíkt.
  Það var talað um að reisa girðingu í kringum bílastæðið til að koma í veg fyrir að hestar skemmi bílana. ÞaðÞað er þá eitthvað sem við þurfum að ganga í.
  Sumarbústaðareigendur eru að vilja gerðir að finna sameiginlega lausn á þessu með okkur. Mér finnst þessi lausn ekkert svo hræðileg, það er fín upphitun að labba upp brekkuna.

  in reply to: Valshamar #52808
  Björk
  Participant

  Já skulum muna það að aðgengið að klettinum er ekki sjálfgefið þannig að umgengi um klettinn og hegðun þarf verður að vera góð.

  Við viljum vera þarna í sátt við sumarbústaðareigendur:)

  in reply to: Valshamar #52806
  Björk
  Participant

  Bendi á þennan lestur:

  http://www.isalp.is/art.php?f=186&p=523

  Með því að ganga meðfram girðingunni komumst við hjá því að ganga í gegnum lóðir sumarbústaðanna, og biðjum alla um að gera það.

  Stjórnarmeðlimir munu leggja leið sína uppeftir um helgina til að setja upp skilti til að auðvelda fólki að rata rétta leið.

  in reply to: Alpaklifur, alpabrölt #52771
  Björk
  Participant

  Fórum aðeins yfir ársritin um daginn. það er til slatti af einhverjum árgöngum en aðrir eru næstum því uppseldir.
  Ársritapakkarnir voru eitthvað auglýstir í fyrra og hafa verið til sölu en hafa held ég ekkert verið svo vinsælir.

  Það er miklu skemmtilegra að fletta blaði en að horfa á skjá:)

  Já skanni skanni…..

  in reply to: Klettaklifurfestival #52759
  Björk
  Participant

  Þetta er allt í vinnslu – það verður sett klettafestival á dagskránna fljótlega.

  in reply to: Morsárdalur og vestanverður Öræfajökull #52690
  Björk
  Participant

  Mjög flottar myndir.

  in reply to: BANFFFF #52677
  Björk
  Participant

  ok… ég heiti Ágúst Steinarrsson… ekki Björk – hef ekki hugmynd hvernig þetta ruglaðist.

  in reply to: BANFFFF #52676
  Björk
  Participant

  Seinna kvöldið var snilld, fyrra kvöldið bara la la.

  Sigurvegari hátíðarinnar var klárlega hr. Gadd og gargandi snilld að fylgjast með honum og Svíanum saman. Það virðist eins og það fölni allir í samanbuðri við Gadd þar sem að Svíinn leit út eins og nöldrandi amma allan tímann. Gott dæmi:

  Svíinn: „This part is just impossible, if I do this I could die“ (einfölduð setning)
  Gadd: „Ok… could you try harder?“

  Svo var Aerialist góð… einhvern vegin beið ég alltaf eftir því að gaurinn myndi loks „fljúga“ eins og hann langaði alltaf og steindrepast.

  Fyrra kvöldið var soldið slappt fyrir utan auðvitað þrælgott Pakistan myndband strákanna „okkar“ og átta spanna klettaklifrið.

  Spurning hvort maður geti gengið í „The elite belayer association“ eða er kannski íslenskt félag? Félag framúrskarandi tryggjara ;-)

  in reply to: tips skinna? #52626
  Björk
  Participant

  Já mæli með Móskarðshnjúkunum, stutt og laggott og hægt að skíða alla leið niður í bíl.

  Heyrði af mönnum sem fóru í Botnsúlur um helgina sama þar, hart og frosið.

  En er ekki annars að snjóa?

  in reply to: Skafrenningur og snjómugga í Helvíti? #52536
  Björk
  Participant

  flott flott gaman að sjá nýja/gamla mynd. Held meira að segja að ég hafi séð þig live taka þessa bunu niður!

  in reply to: Skíðadagur #52408
  Björk
  Participant

  Já Bláfjöllin voru mega mega í kvöld, fámennt en góðmennt og snjórinn í sínu besta!

  Annars mætti miðað við stemmninguna á spjallinu hér í dag búa til sér spurninga- og sölusíðu um fjallaskíði eða eitthvað svoleiðis. Google er líka oft fínt:) En jú auðvitað margir vitrir hér sem hafa gaman af því að gjamma um hvað er best og skemmtilegast.

  Allavega nóg af snjó!

  in reply to: Massa snjór #52299
  Björk
  Participant

  kannski hægt að nota alla þessa ónýtu skála í girðingar….. niiiiii!

  in reply to: Massa snjór #52297
  Björk
  Participant

  Er búin að fara 2x í Tindfjöll (byrjun des og byrjun jan) og í bæði skiptin búin að búast við miklum snó og í bæði skiptin var nánast enginn snór svona m.t.t. skíðunar en alveg snjór samt. Núna hlýtur að vera mikill snjór! Eða hvað?

  in reply to: Dúnúlpa í Tindfjöllum #52290
  Björk
  Participant

  jahá, heppin ég!

  in reply to: Tapað #52253
  Björk
  Participant

  já ég virðist hafa skilið mína dúnúlpu (blá mountain equipment) eftir í Tindfjöllum laugardaginn 14. janúar. Ef svo fáránlega vill til að einhver hafi fundið hana… en ef svo væri og sá/sú les þessa síðu þá væri eflaust búið að láta vita hér!

  in reply to: Aðstæður á Vesturlandi #52186
  Björk
  Participant

  Ég, Sædís og Kristín Martha eyddum deginum í Tindfjöllum í dag. Þar upplifði maður það sama og svo oft í vetur, miklu minni snjór en maður átti von á! En veðrið gerist ekki betra eins og það var í dag, alveg heiðskýrt og logn.
  Skíðuðum niður Saxa og Bláfell og einhverjar brekkur sem við fundum á leiðinni. Bláfell var það besta.
  Maður kemst á jeppling að neðsta skála.

  in reply to: Everest 82 – the movie #52138
  Björk
  Participant

  ok ég byrjaði að horfa á þessa mynd. En þegar ég sá að Brandon sem var aðalgæinn í Beverly Hills , 90210 hér einhvern tímann á síðustu öld lék aðalhetjuna nema núna orðinn feitur og gamall þá fékk hún ekki meiri séns. Maður er fljótur að dæma!

  in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52116
  Björk
  Participant

  Hressa skíða/bretta – fólkið

  http://myndir.bjork.ws/jolaisalp

  in reply to: Tindfjallamál #51988
  Björk
  Participant

  Já skálinn þarfnast viðhalds það er á hreinu. En að virkir félagar séu nánast hættir að fara í Tindfjöllin er einfaldlega ekki rétt!

  in reply to: Af snjóalögum í Bláfjöllum #51990
  Björk
  Participant

  Er einhvers staðar hægt að fara á planka niður brekku hér á Suðurlandi? Er maður að vera of bjartsýnn?

  in reply to: Leggum ÍSALP niður #51956
  Björk
  Participant

  Miðað við þær tölur sem Stebbi bendir á hér fyrir ofan þá er verið að gefa Ferðafélaginu skálann.
  Allavega þarf að vera á hreinu hvaða forréttindi Ísalparar munu njóta vegna skálans og hvernig verður staðið að því.
  Það hefur verið mikill uppgangur í Ísalp síðastliðið ár kannski spurning um að láta á það reyna einu sinni enn að treysta á félagsmenn.
  Allavega sýnist mér þessi umræða vera af hinu góða og gott hjá stjórninni að koma þessu af stað.

25 umræða - 126 til 150 (af 174)