Everest 82 – the movie

Home Umræður Umræður Almennt Everest 82 – the movie

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45649
  1908803629
  Participant

  Ég horfði á þættina um kanadíska leiðangurinn sem var farinn árið 1982 á Everest um hátíðirnar en þættirnir voru sýndir á Skjá einum.

  Ég hef ekki séð margar fjalla/klifur/leiðangramyndir enda úrvalið lítið. En ég held barasta að þessi mynd (2 þættir) geri fjallamennskunni hvað best skil, í samanburði við aðrar fjallamyndir. Samanburðurinn er kannski ekki erfiður, þ.e. Vertical Limit, Cliffhanger, K2, Eiger Sanction o.fl. en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sjá eitthvað klúður þá fór lítið fyrir því.

  Svo var þetta barasta fínasta mynd og svakalega saga af þessum fjallagarpahóp sem hélt á Everest tindinn nokkru áður en hann varð að vinsælasta áningarstaðnum, rétt á eftir Péturstorginu í Róm, og lenti í fjölmörgum hremmingunum.

  Ég kíkti á tölfræðina strax eftir myndina og ef ég man rétt þá fóru 17 manns á tindinn árið ’82 en til samanburðar fóru um 300 árið 2003 (ef ég man rétt). Ég fann ekki nýrri tölur en fjöldinn hefur örugglega vaxið heilmikið síðan þá.

  Hafið þið ekki séð myndina þá mæli ég hiklaust með þessari ræmu. Hugsanlega hafa einhverjir harðkjarnar aðrar skoðanir og væri gaman að heyra af því. Eins ef menn vita um eitthvað annað og betra þá væri gaman að heyra af því.

  #52135
  0206862359
  Meðlimur

  Já þetta var ágætis mynd smá klikk bara að flestallur búnaðurinn sem leiðangursmenn notuðu leit fyrst dagsins ljós svona einhvertímann kringum 2000.
  Annars finnst mér K2 betri mynd.

  #52136
  0808794749
  Meðlimur

  á Explorersweb kemur fram að 526 hafi náð toppinum á Everest árið 2007. dágóður slatti það!
  nokkrar fáránlegar staðreyndir taldar upp á síðunni. t.d. setti hollendingur met með því að klifra í stuttbuxum upp í 7400 m!
  þetta og margt fleira er að finna í fjallamennsku-áramótauppgjöri hér…
  http://www.mounteverest.net/news.php?news=16839

  #52137
  1908803629
  Participant

  K2 var fínasta ræma, í raun þrælgóð kvikmynd og góð skemmtun. En mér fannst hún á engan hátt gera fjallamennskunni jafn góð skil og E 82. Það er reyndar þó nokkuð síðan ég sá myndina (K2) en ég man hvað það virkaði auðvelt og fljótlegt að komast upp fjallið og hef einmitt lesið gagnrýni um einmitt það. K2 skemmtilegri og betri mynd en Everest 82 er að mínu mati betri „fjallamennskumynd“, ef það orð er til.

  Já, tók einmitt líka eftir því að búnaðurinn var furðu nýlegur, var einmitt passlega lengi að átta mig á því að þetta átti að gerast ’82 ú af því… Þó komu adidas gallarnir sterkir inn ;-)

  #52138
  Björk
  Participant

  ok ég byrjaði að horfa á þessa mynd. En þegar ég sá að Brandon sem var aðalgæinn í Beverly Hills , 90210 hér einhvern tímann á síðustu öld lék aðalhetjuna nema núna orðinn feitur og gamall þá fékk hún ekki meiri séns. Maður er fljótur að dæma!

  #52139
  2008633059
  Meðlimur

  Gleðilegt ár allir,

  Fyrst minnst var á K2, þá eru hér nokkur klipps frá amerískum leiðangri á fjallið síðasta sumar, svona fyrir þá sem eru að gæla við að skoppa þarna upp:

  http://sharedsummits.com/content/view/2/5/

  Þetta virðist nú eiginlega allt of auðvelt, í það minnsta miðað við hrakningarnar sem Joe Tasker lýsir í Savage Arena. Mæli eindregið með þeirri bók og reyndar öllu ritsafni þeirra félaga, Taskers og Boardmans, sbr. þráðinn hans Ívars hérna um daginn. En Tasker og Boardmann týndust einmitt á Everest árið 1982. Annars ótrúlegt hvað þessum drengum datt í hug, t.d. kemur fram í bókinni að Joe keypti bíldruslu sem hann keyrði svo niður til Indlands til að klifra nýja leið á Dunagiri. Hann tók svo rútuna til baka frá Kabúl þegar bílinn gaf upp öndina.

  Rakst líka á skemmtilega ferðasögu tveggja Breta frá Eiger Nordwand núna í haust. Þeir virðast hafa farið þetta mest upp á viljanum, kannski líka það sem skiptir mestu máli á endanum. Væri reyndar gaman að fá hér einhverjar svona hetjusögur í þessum dúr frá bæði nýjum og gömlum Ísölpurum!

  http://www.markseaton.com/stories/eiger.htm
  http://www.kodakgallery.eu.com/I.jsp?c=ua4t2ml.byiq7d0t&x=0&y=ri7hrq

  kv, JLB

  #52140
  2008633059
  Meðlimur

  Svo má alveg líka skíða þarna niður!

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.