Þríhnúkar

Home Umræður Umræður Almennt Þríhnúkar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47465
    Karl
    Participant

    Vert er að minna á að nokkrir valinkunnir Ísalparar eru komnir í jarðýtugírinn og vilja setja „rúllustiga“ í Þríhnukahelli.

    Um þetta má lesa hér:
    http://vso.is/A-trihnukar/Verkefni/valin-verkefni-Thrihnukagigur/2-ThrihnukagigurMAU.html

    Framkvæmdin minnir nokkuð á rúmlega aldargömul áform um lagningu neðanjarðarlestar uppá Mt.Blanc. Það þurfti tvær heimstyrjaldir til að slá þá hugmynd kalda.
    Ég hef margoft farið í Þríhnúkahelli, hann er mun auðveldari aðgengis en t.a.m Hraundrangi í Öxnadal og þar má með auðveldum hætti slaka niður fólki sem aldrei hefur séð sigbelti áður.
    Hugmyndir Árna um vegarlögn, bílastæði, þjónustumiðstöð, jarðgöng og útsýnispall í Þríhnúkagíg er margfalt umfangsmeiri framkvæmd en lagning rúllustiga sem hringaðist í spíral upp Hraundrangann og útsýnispall á toppnum.

    Vissulega mun flutningsgeta uppá nokkur hundruð þúsund manns á ári, gefa fleirum tækifæri til að upplifa nátúruperluna Þríhnúkagíg. Sjálfur tel ég að náttúran eigi að njóta vafans og þeir sem þangað vilja fara þurfi einfaldlega að bera sig eftir þeirri kunnáttu eða þjónustu sem til þarf til að komast á staðinn, án þess að stórskemma það sem er skoðunarvert með stáli, sprengingum og jarðýtum.

    Það eru allir velkomnir í ÍSALP og á námskeið klúbbsins og mun eðlilegra að aðlaga þekkingu þeirra sem vilja skoða einstaka náttúru að náttúrunni, frekar en að aðlaga náttúruna að lægsta stigi massatúrismans.

    Skora á þá sem hafa skoðanir að senda inn athugasemdir.

    #56767
    Smári
    Participant

    Sammála síðasta ræðumanni, mér finnst þetta ömurleg áform. Sumt er bara þannig í eðli sínu að það er ekki fyrir alla að komast þangað og þannig á það að vera.

    Smári

    #56768
    Björk
    Participant

    vá hver er tilbúinn að leggja fjármagn í þetta?

    #56770
    0801667969
    Meðlimur

    Merkilegt hvað 2007 hugsunarhátturinn og veruleikafirringin lifir góðu lífi. Þessi milljarður eða meira verður greiddur beint úr vasa skattborgara. Ekki þeirra sem svo ætla að hirða hagnaðinn sem ég reyndar efa að sé raunhæft að reikna með. 200 þús. gestir til að byrja með og svo 600. þús næsta sumar! Er mönnum ekki sjálfrátt?

    Þarna er ekkert óskaplega merkilegt að sjá. Það eina sem gerir þetta tilkomumikið er þegar farið er í spotta þarna niður. Fyrir utan fullkomlega óraunhæfar áætlanir þá eru þetta umhverfisspjöll af verstu sort.

    Ferðaþjónustan er marghausa makalaust fyrirbæri. Það sem einkennir hana þó fyrst og fremst er heimtufrekja á kostnað skattborgarana og ekki síst náttúrunnar. Árni Johnsen er einn helsti stuðningsmaður eyðileggingu ævintýrisins sem Þríhnjúkahellir er. Það segir sína sögu.

    Ég held að þessi atvinnugrein ætti að hætta að vaða í skýjaborgum og fara að vinna að því styrkja rekstargrundvöllin til að geta greitt þeim sem við þetta vinna mannsæmandi og lögleg laun.

    Kv. Árni Alf.

    #56771
    Björk
    Participant

    Árni Alfreðsson wrote:

    Quote:
    Þarna er ekkert óskaplega merkilegt að sjá. Það eina sem gerir þetta tilkomumikið er þegar farið er í spotta þarna niður.

    Ég er sammála þér þarna Árni!

    Held að það sé meiri upplifun fyrir ferðamanninn að labba inní marga aðra hella landsins en að upplifa hellaskoðun með þessum hætti.

    Strompurinn er náttúrulega ekki sjáanlegur með þessari framkvæmd, sem sést með því að skríða niður í hellinn.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.