Snjóflóð við Ýmu

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóð við Ýmu

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47197
  0303824399
  Meðlimur

  Vorum tveir félagar að ganga niður hryggin við Ýmu núna á sunnudaginn þegar hávær hvellur heyrðist og 20-30m snjófleki fór af stað rétt fyrir neðan okkur. Nokkrar sprungur mynduðust einnig ofarlega þar sem við gengum en sem betur fer fór sá snjór ekki af stað. En til þeirra sem plana að fara þangað á næstunni er mikilvægt að hafa í huga að efri flekinn er ennþá óstöðugur og gæti losnað. Mynd fylgir með. kær kv. DSC02096_3.jpg

  #55832
  Björk
  Participant

  Gott að allt fór vel.

  Endilega skrá snjóflóðið á vef veðurstofunnar:

  http://www.vedurstofan.is/ofanflod/skraning/

  kv. Björk

  #55834
  0801667969
  Meðlimur

  Haldið þið að þið hafið átt þátt í koma þessu af stað? Hvernig voru snjóalög og göngufæri? Framan af laugardegi þá var rigning á láglendi þarna, létti svo til seinni partinn.

  Þetta virðist myndarlegasta snjóflóð. Samt lítið miðað við þau ógnarflóð sem verða norðan til í Ýmu. Það eru stærstu flóð sem ég hef séð.

  Kv. Árni Alf.

  #55835
  Sissi
  Moderator

  Er það virkilega? Áttu myndir af einhverju svoleiðis Árni? Eða aðrir?

  #55836
  0303824399
  Meðlimur

  Jú, við komum flóðinu af stað. Það var tiltölulega meiri snjór á suðurhlíðinni í Ýmu miðað við annarsstaðar en víða var harðfenni og snjórinn mest í sköflum oní sprungunum í jöklinum eftir hvassviðrið á laugardaginn. Á myndinni sést hvernig förin skera efstu sprungurnar í snjónum.

  [img]http://www.isalp.net/media/kunena/attachments/legacy/images/DSC02088.JPG[/img]

  #55837
  0801667969
  Meðlimur

  Áhugaverð mynd þarna frá Birgi. Eins gott að vanda leiðarvalið.

  Hef nú bara átt leið norðan við Ýmu í Suðurjöklatúrum. Man að 1983 þá hafði gríðarmikið flóð farið yfir hálfan skriðjökulinn og flóðtungan endaði í háum keilum. Kannski ég eigi slides myndir frá 1991 túrnum. Annars er eitthvað farið að renna saman og fenna yfir eitthvað af þessu. Kannski ástæða til að reyna að vinna á hinu ógnvekjandi slides safni mínu. Ámóta scary að lenda í því eins og snjóflóði.

  Kv. Slidarinn

  #55838
  Sissi
  Moderator

  Hehe, ok.

  Já, gott að þið voruð að vanda ykkur stŕákar, þetta virðist hafa verið frekar þétt og nasty.

  #55839
  0304724629
  Meðlimur

  Hvar á landinu er þetta? Snjóflóðavaktin vill færa þetta til bókar.

  rok

  #55841
  0303824399
  Meðlimur

  Ýmir og Ýma eru í Tindfjöllum, magnað útivistarsvæði ekki talandi um að Ísálp á þar glæsilegann skála. Ég var búinn að skrá flóðið hjá veðurstofunni, fannst samt að eitthvað virkaði ekki, tjékkaðu á því fyrir mig. kv.

  #55842
  1001813049
  Meðlimur

  Ég var líka að reyna að skrá snjóflóð sem féll í Hlíðarfjalli í síðustu viku.
  Það var eins og þetta væri eitthvað bilað þegar maður ýtir á senda takkann.

  #55843
  0304724629
  Meðlimur

  Hægt er að senda snjóflóðaskráningar undir þessum hlekk.

  http://vedur.is/um-vi/hafa-samband/

  Skráningarformið var eitthvað bilað en þetta er redding þangað til annað tekur við. Stefnt að því um áramótin.

  #55844
  0304724629
  Meðlimur

  Eitt í viðbót Kristinn. Gott ef þú gætir sent mér bara beint uppl. um þetta flóð í Hlíðarfjalli. runar@vedur.is

  Getur reyndar verið að við séum komnir með það á skrá.

  kv
  rok

  #55846
  0801667969
  Meðlimur

  Var að enda við að tala við glöggan mann sem staddur var í Húsadal inn á Þórsmörk þennan dag. Skyggni var víst með afbrigðum gott. Þannig tóku menn strax eftir þegar flóðið féll eða var nýfallið. Það er ekki á hverjum degi svona gott veður og skyggni.

  Kv. Árni Alf.

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
 • You must be logged in to reply to this topic.