Skabbi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 326 til 350 (af 386)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Þakkir fyrir gott ársrit #52254
    Skabbi
    Participant

    Ritnefnd þakkar hólið!

    Við minnum jafnframt á að við erum enn að taka við myndum og greinum í næsta ársrit og hvetjum alla til að leita í skúffunum að áhugaverðu efni.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52219
    Skabbi
    Participant

    Ég spyr nú bara samt:

    Hvað er hrútsjárn og af hverju þarf maður að hafa áhyggjur ef það brotnar? Vona að mín hrútsjárn séu úr hertu stáli, ekki vill ég þurfa að hafa áhyggjur af því að það brotni í tæpri leiðslu.

    Einn áhyggjufullur

    PS. Það er gaman að sjá nöfn á spjallinu sem eru ekki alveg hversdags. Hvet fleiri laumupúka að gefa sig fram og segja af förum sínum, sléttum sem óslettum.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Helgin! #52198
    Skabbi
    Participant

    Þetta er skilvíslega skráð hér á vebbnum og meitlað í stein í síðasta ársriti. Þar á Ívar skráðan gríðarlegan fjölda nýrra leiða. Menn voru svo duglegir í gamla daga. Annað en núna, fuss, þvílík bleijubörn!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Helgin! #52191
    Skabbi
    Participant

    Við Bjöggi og Gulli keyrðum inn í Haukadal á föstudaginn. Byrjuðum laugardaginn inni í Skálagili, sem var í fantagóðum aðstæðum. Flestar leiðir virtust vera í klifranlegum aðstæðum og í sumum af leiðunum virtist vera talsvert meiri ís en á myndunum í leiðarvísinum frá ’98. Nú er rétti tíminn til að spóla í erfiðari mix-leiðirnar!

    Við klifruðum tvær leiðir þar, Skrúfjárnið (FF. Olli og e-r snillingur) og ónefnda við hliðina á henni. Daginn eftir klifruðum við upp lítið gil við hliðina á Bæjargili, ráfuðum um heiðina í dágóða stund og komum svo niður við Stekkjargil. Klifruðum þar eina línu aðeins vestanmegin við opið inn í Stekkjargilið.

    Frábært veður alla helgina og skemmtilegt hvað ísklifrurum er tekið vel í Haukadalnum. Guðmundur Helgi er þjósagnapersóna á þessum slóðum.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Fyrir helgina #52182
    Skabbi
    Participant

    Mynd af Spora í boði Sizzler:

    http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158375

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Fyrir helgina #52179
    Skabbi
    Participant

    Grafarfossinn er vafalaust kominn í þokkaleg klakabönd. Ég myndi samt fara varlega í að hjóla í orgínalinn, mín reynsla af honum er aðallega kertaður ís og klakabrynjaður snjór sem gerir hann pínu snúinn.

    Sissi benti á annan foss í þræði um daginn sem mig langar að benda þér sérstaklega á. Það er fossinn Spori, ofarlega í Kjósarskarði. Frábær leið fyrir ekki-svo-langt komna, feitur og fínn eftir smá frost.

    Þú keyrir Mosfellsheiðina að afleggjaranum niður í Kjós (hjá Stífilsdalsvatni), niður í Kjósina og beygir inn að fyrsta bænum á vinstri hönd, Fremrihálsi. Getur lagt á hlaðinu, bankað uppá og látið vita af þér áður en þú heldur lengra.

    Síðan er gengið upp túnin alveg og útfyrir þau (til austurs) þangað til komið er að lækjarsprænu (10 min. gangur). Eftir gott frost er 8-10 metra íshaft neðarlega í læknum sem þú getur hitað upp á. Annars fylgir þú bara læknum alla leið upp þangað til þú kemur í stóra hvelfingu sem kölluð er Kórinn. Spori er stærsti fossinn í Kórnum en þar eru líka nokkrir minni 2. – 3. gráðu fossar.

    Góða skemmtun um helgina.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum #52128
    Skabbi
    Participant

    Ég tel mig hafa rekist á svarið við minni eigin spurningu hér að ofan í ársritinu frá 2000. Þar er í öllu falli sagt frá leið sem Styrmir Steingrímsson boltaði í Múlafjalli, þeirri fyrstu og að því er ég best veit, einu sem boltuð hefur verið þar. Leiðin var fyrst farin af þeim Styrmi, Gumma Tómasar og Jökli.

    Leiðin ber hið fróma nafn Scottish Leader eftir guðaveigunum sem kom þeim félögum í rétta gírinn fyrir klifrið.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum #52125
    Skabbi
    Participant

    Við Robbi og Bjöggi renndum inn í Hvalfjörð í (gær)morgun í leit að ís. Enduðum í Múlafjalli, talsvert farið að myndast þar. Klifruðum tvær leiðir vinstra megin við Íste. Veit ekki hvað eða hvort þær heita en hafa vafalaust oft verið klifraðar áður.

    Rákumst á 3 bolta á einum stað. Jóðluðum okkur upp í þann efsta með harmkvælum og sigum niður á bínu eftir fyrri tilraunir við leiðina. Ef e-r þekkir frekari deili á þessari leið væri gaman að fá að heyra.

    Myndir vonandi þegar fram líða stundir.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Tillaga að stað fyrir Ísklifurfestival #52092
    Skabbi
    Participant

    Sæll vinur!

    Það hefur einmitt komið sterklega til tals að beina Ísfestivalinu í ár í austurátt, enda síðustu 3 festivöl dreifst á hina landsfjórðungana. Allar svona ábendingar um vænlega staði eru að sjálfsögðu gulls ígildi.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Jólaklifur um helgina #52082
    Skabbi
    Participant

    Bragi!

    Ef þú átt brodda, axir, belti og hjálm ertu gjaldgengur. Við hittumst bara í Skútuvoginum laugardagsmorgun, spilum það eftir eyranu þaðan.

    Skabbi

    in reply to: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? #52068
    Skabbi
    Participant

    Stjórnin mun hittast í næstu viku. Skálamálið verður tekið fyrir á þeim fundi og þá, eins og oft áður, verða ýmsir möguleikar ræddir.

    okbæ

    Skabbi

    in reply to: Aðstæður? #52055
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt!

    Góður Gulli (ég hefði líka sparkaði kertið) ;)

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Aðstæður? #52043
    Skabbi
    Participant

    Ekki alveg, en næstum því. Örugglega samt í fáránlegustu aðstæðum í mjög langan tíma.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Tindfjalaskáli – Vítt Og Breitt… #52033
    Skabbi
    Participant

    Ég vil þakka öllum þeim sem sóttu fundinn síðastliðið miðvikudagskvöld og vona að þeir geti verið sammála um að hann hafi farið vel fram og verið upplýsandi í alla staði. Einnig hvet ég alla þá sem hafa áhuga á málinu að renna yfir fundargerðina sem sett var inn á fréttasíðuna í gær og hlusta á viðtalið sem Góli og Kalli hafa bent á.

    Það kom fram á fundinum að ástand skálans hefur versnað mjög síðustu vikurnar. Nýlegar myndir sýndu að klæðning hafði fokið af hluta skálans og snjór átti greiða leið inn í skálann á amk. tveimur stöðum. Blessunarlega tóku vaskir menn að sér það verkefni að tjasla í skálann fyrir veturinn.

    Afstaða stjórnar er ennþá óbreitt, þ.e. hún telur framtíð skálans best tryggða hjá FÍ og verður tillaga um það lögð fram á næsta aðalfundi. Ég vek hinsvegar athygli á því að ef félagar innan klúbbsins, einn eða fleiri, telja sig geta tryggt varðveislu og viðhald skálans með öðrum hætti er þeim að sjálfsögðu frjálst að leggja gögn og tillögur þess efnis fyrir aðalfundinn. Aðalfundur Ísalp 2008 verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 #51797
    Skabbi
    Participant

    Getum við ekki þrengt þetta niður í:

    ÍSALP – EKKI FYRIR ÖMMU ÞÍNA!

    Allez? Hell yeah!

    Skabbi

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir… #51776
    Skabbi
    Participant

    Þessi könnun var náttúrlega unnin til að kanna áhugasvið félaga í Ísalp og viðhorf þeirra til klúbbsins. Ef þið skoðið tölurnar or lesið athugasemdirnar kemur margt fróðlegt í ljós.
    Vissulega er hópur manna sem er jafn-hardcore og þið en allsekki allir félagsmenn. Langt því frá. Það sem nær allir félgsmenn í Ísalp eiga þó sameiginlegt er áhugi á fjöllum og fjallgöngum og fjallamennsku. Það skal enginn segja mér að þeir hafi eingöngu áhuga á því að láta leiða sig upp á Úlfarsfell heldur hafa ánægju af því að ganga á fjöll vítt og breitt.
    Mín skoðun er sú að Ísalp eigi að taka vel á móti öllum sem stunda fjallamennsku af hvaða toga sem er, ef þeir hafa áhuga á starfinu. Léttar gönguferðir a la FÍ hefur aldrei verið veigamikill þáttur í starfseminni og það á ekki eftir að breytast á næstunni. Ef menn í klúbbnum vilja sammælast um göngu á Esjuna eða Akrafjall er þeim það velkomið.

    Varðandi önnur sport en ”hardcore fjallamennsku og klifur”. Að sjálfsögðu gengur enginn í Ísalp með það fyrir augum að stunda eingöngu kayakróður eða kite. Áhugasvið Ísalpara er hinsvegar mjög breitt og mér hefur persónulega þótt skemmtilegt að lesa um kayakleiðangra sumra klúbbfélaga eða hjólaferðir yfir Fimmvörðuháls og Vatnajökul. Ég er feginn að þeir klúbbfélagar sem stunda þessi sport miðla af þeirri reynslu til okkar hinna í gegnum Ísalp en leiti ekki eingöngu til annara klúbba til þess. Fjallaskíðun er mjög gott dæmi um þetta. Er það massa hardcore?

    Til þess að klúbbur á borð við Ísalp vaxi og dafni verður að vera ákveðin nýliðun. Við megum ekki vera fráhrindandi fyrir þá sem hafa áhuga á fjallamennsku og getum ekki gert ráð fyrir því að menn geti farið á eitt námskeið og útskrifist þaðan sem gallharðir klifurgarpar sem bryðja nagla og skíta keðjum. Við verðum að sýna umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki stefna að því að klifra Glym fetlalaust.

    Það er frábært hvað það er stór hópur sem hefur áhuga á starfsemi klúbbsin og mér þætti glæsilegt að fá í gang smá umræður um hvernig menn vilja að starfið þróist.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Þumall um helgina #51628
    Skabbi
    Participant

    Ég sendi þeim ætla í ferðina tölvupóst. Ef þið hafið ekki fengið póst megið þið hringja í mig í síma 8645834.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Heft aðgengi að Valshamri #51614
    Skabbi
    Participant

    Stjórn Ísalp er ekki hagsmunasamtök sem berst fyrir réttindum allra útivistarmanna. Né hefur stjórnin á að skipa lögfræðiteymi sem við sigum á þá sem troða okkur um tær.

    „Denny Crane representing Ísalp, your honor!“ Neibb…

    Stjórn Ísalp er málsvari fólks sem fílar fjallamennsku. Félagsmenn Ísalp vilja halda áfram að klifra í Valshamri, stjórnin vill gjarnan koma málum svo fyrir að það sé hægt í sátt við nágranna klettsins.

    Málið snýst ekki um rétt okkar til að klifra í Valshamri, það snýst um að fá að nota vegi sem sumarbústaðfélagið í Eilífsdal á og að finna leið að klettinum sem ekki felur í sér að við þurfum að ganga í gegnum garðinn hjá fólki. Að ætla að skella e-i lögfræði framan í menn er síst til þess fallið að liðka um í samskiptum okkar við sumarbústaðaeigendur.

    Skabbi

    PS. Fyrst minnst var á félagatalið, þá er ekki og seint að ganga í klúbbinn og borga árgjaldið. Ha strákar…

    in reply to: Heft aðgengi að Valshamri #51610
    Skabbi
    Participant

    Ágúst hefur talað við formann sumarhúsafélagsins í Eilífsdal. Því miður stendur til að hefta aðgengið að sumarbústaðalandinu enn frekar á næstunni, þannig að það lítur út fyrir að við hreinlega verðum að finna aðra leið að klettinum. Stjórnin ætlar að hitta hann og landeiganda (bóndan í Meðalfelli) í næstu viku.

    Er þessi slóð „utan girðinga“ það slæmur að það sé ekki hægt að gera hann fólksbílafæran? Og neyðumst við þá til að trampa yfir annara manna lóðir í staðin?

    Við munum að sjálfsögðu reyna til þrautar að finna lendingu á þessu máli sem allir geta sætt sig við. Við höfum fullan rétt á því að klifra í Valshamri, það er bara spurning um finna leið að klettinum í sátt við sumarbústaðaeigendur.

    Í framtíðinni er ljóst að við verðum að gera okkur grein fyrir því að aðgengi að klettinum er ekki sjálfgefið þannig að umgengi um klettinn og hegðun þar verður að vera góð.

    Allez!

    Skabbi – Byltingarvörður í Rokkhöllinni

    in reply to: Klifur í Kjalardal #51577
    Skabbi
    Participant

    Þetta er flottur ís og verulega kúl að hann sé svona nálægt bænum.

    F.F. þýðir fyrst farin eða fyrsta ferð. Við í Ísalp reynum að halda utanum hvað er klifrað af nýjum leiðum í ís, snjó og klettum á hverju ári. Hægt er að skrá nýjar leiðir hér á vefnum eða spreyja á spjallsíðunum. Bókhaldið um íslenska fjallamennsku er svo gefið út í ársritinu margrómaða (stay tuned kids!).

    Það hefur viljað brenna við síðustu ár að menn segi ekki frá nýjum ísklifursvæðum og leiðum. Hvort sem um er að ræða hógværð eða nísku gildir einu, aðrir fá ekki að njóta svæðanna og enginn veit hverjir fyrst klifruðu og hvenær.

    Ef þú hefur e-r upplýsingar um þetta svæði, hvenær fyrst var klifrað þar, hvaða leiðir og hverjir voru að verki, máttu gjarnan senda mér línu á arsrit@isalp.is.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Mynd við festivalgrein. #51525
    Skabbi
    Participant

    Laukrétt!

    Þú færð samt engin verðlaun

    Skabbi

    in reply to: Banff #51377
    Skabbi
    Participant

    Sælir

    Það er erfitt að finna dagssetningu sem hentar öllum. Vonandi sjá þeir sem eru í prófum sér fært að líta upp frá bókunum eina eða tvær kvöldstundir.
    Banff hefur alltaf verið seinnipart vetrar. Það hefur verið frekar mikið að gera hjá klúbbnum upp á síðkastið, þess vegna er Banff aðeins seinna á dagskránni en oft áður. Ástæða þess að fallið var frá þeirri hugmynd að hafa hátíðina í haust er sú að þá er farin af stað ný Banff hátíð úti og hefðum eiginlega misst af þessari.

    mkei

    Skabbi

    in reply to: Festivalfréttir #51162
    Skabbi
    Participant

    Jamm, sést á kortinu í samantektinni hans Sigga Tomma.

    Úr pistlinum hans Sigga:

    Aðkoma
    Frá Akureyri eru rétt rúmir 70km að bænum Björgum. Frá Reykjavík til Akureyrar eru 388km.
    Þjóðvegur 1 er ekinn frá Akureyri áleiðis til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Þegar komið er út Ljósavatnsskarð er beygt norður inn á þjóðveg 85 til Húsavíkur.
    Þegar komið er um 15km út Kaldakinnina kemur vinkilbeygja yfir Skjálfandafljótið. Þaðan er beygt áfram til norðurs inn í Út-Kinn.
    Þaðan er keyrt beint norður ca. 12km að bænum Björgum. Sú leið ætti að vera fær allt árið (nema kannski rétt eftir snjóbyl).
    Frá Björgum er svo jeppaslóði sem liggur norður meðfram klettabeltinu niður að sjó og er hann fær litlum jeppum og jafnvel stærri fólksbílum þegar snjólítið er.
    Ef slóðinn er ófær er ca. 2-3km gangur frá Björgum að fyrstu ísleiðunum.

    Við Freyr leggjum af stað eftir vinnu í dag, verðum vonandi fyrstir í hús að Björgum.

    sjáumst

    Skabbi

    in reply to: ísfestival #51150
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt!

    Ég hvet þá sem ætla að mæta til að skrá sig, og árétta að hægt er að hýsa her manns á svæðinu.

    Spáin lítur vel út, væntingavísitalan stígur…

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Festivalfréttir #51145
    Skabbi
    Participant

    Sæll

    Freysi og Sveinborg fóru norður. Klifruðu í einni leið í 5 stiga hita og enduðu með því að hörfa undan grjót og íshruni.

    Veit ekki með myndir, hann greinir kannski frá því sjálfur.

    Skabbi

25 umræða - 326 til 350 (af 386)