Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46045
  Gummi St
  Participant

  Sæl öll !

  Við vileysingarnir erum búnir að klifra bæði á jóladag og annan í jólum þar sem við römbuðum á þennan fína klett neðst í Múlafjallinu, beint fyrir ofan bílastæðið (5 mín labb! ). Það er líka sling þarna efst í þeim eftir einhverja, reyndum nú samt ekkert á það…

  Auðvelt er að koma fyrir toppakkeri utanum steina fyrir ofan klettinn fyrir toprope.

  Mér datt svona í hug að segja frá þessu hérna þar sem ég sé að margir eru farnir að mæta í drytool tímana í klifurhúsinu…

  það er líka einhverjar myndir af þessu á http://www.climbing.is/lesa_frett.php?id=97

  bestu jólaklifurkveðjur,
  Gummi St.

  #52124
  2806763069
  Meðlimur

  Fór við annan mann inn í Hestgil í dag.
  Þar var ekki mikill ís en þó eitthvað smáræði.

  Þeir allra hörðustu gætu klifrað þunnar leiðir eða skellt sér í slútt með sprungu (4m) og þaðan upp þunna 3.gr.

  Ef menn kippa með sér borvél aukast svo möguleikarnir til muna. Fallegir og heillegir klettar.

  Annars var ekki mikið að sjá af klifranlegum ís nema ef vera skildi inni í Eylífsdal.

  kv.
  Ívar

  #52125
  Skabbi
  Participant

  Við Robbi og Bjöggi renndum inn í Hvalfjörð í (gær)morgun í leit að ís. Enduðum í Múlafjalli, talsvert farið að myndast þar. Klifruðum tvær leiðir vinstra megin við Íste. Veit ekki hvað eða hvort þær heita en hafa vafalaust oft verið klifraðar áður.

  Rákumst á 3 bolta á einum stað. Jóðluðum okkur upp í þann efsta með harmkvælum og sigum niður á bínu eftir fyrri tilraunir við leiðina. Ef e-r þekkir frekari deili á þessari leið væri gaman að fá að heyra.

  Myndir vonandi þegar fram líða stundir.

  Allez!

  Skabbi

  #52126
  1306795609
  Meðlimur

  Hef verið á ferð við Faxaflóann og fannst tilvalið að hnýta vináttuböndin með klifrurum á svæðinu enda veður og aðstæður með besta móti liðna daga. Það gekk sannarlega eftir því félagi og vinur minn Ragnar sló til undir eins og hugmyndin var viðruð en það eru liðin nokkur ár síðan við hnýttum okkur saman. Fyrirtaksaðstæður voru í Múlafjalli, í gær laugardag 29. des, og við höfðum gaman og gott af því að skælast upp það sem við teljum vera Rísanda og stuttan stromp nokkuð innan við Ísteið sem við kunnum ekki frekari deili á. Nú er bara að vona að hlákan fari mildum höndum um ísinn. Þeir sem vilja komast í samband við klifrara sem segir já þegar aðrir segja nei skyldu bæta Ragnari á listann.

  #52127
  Páll Sveinsson
  Participant

  Grafarfoss var í frábærum aðstæðum í gær laugardag.
  Ég og Guðjón tókum smá skrens og ég náði meira að segja einu jólaboða á eftir.

  Setti smá inn á mínar síður.

  kv.
  Palli

  #52128
  Skabbi
  Participant

  Ég tel mig hafa rekist á svarið við minni eigin spurningu hér að ofan í ársritinu frá 2000. Þar er í öllu falli sagt frá leið sem Styrmir Steingrímsson boltaði í Múlafjalli, þeirri fyrstu og að því er ég best veit, einu sem boltuð hefur verið þar. Leiðin var fyrst farin af þeim Styrmi, Gumma Tómasar og Jökli.

  Leiðin ber hið fróma nafn Scottish Leader eftir guðaveigunum sem kom þeim félögum í rétta gírinn fyrir klifrið.

  Allez!

  Skabbi

  #52129
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það eru nokkrar myndir frá múlafjalli hérna.

  https://www.isalp.is/art.php?p=430#g1

  kv.
  Palli

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.