Helgin!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Helgin!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46006
  Anonymous
  Inactive

  Hvað gerðu menn í gær??? Endilega láta vita af aðstæðum. Við Palli og Guðjón Snær fórum í Vesturárdal í Dalasýslu og klifruðum þar Bláu Leiðina (Gráða 4+) sem reyndist vera alveg þrælskemmtileg leið í alla staði. Veður var frábært og aðstæður mjög góðar. Þarna eru tvö grunn gil í viðbót þar sem við sáum fallegar óklifraðar leiðir. Ekki er gott að ráða í um erfileika þessara leiða svona neðanfrá. Mér sýndist sumar þeirra vera í auðveldari kantinum og tilvaldar fyrir byrjendur sem vilja næla sér í fyrstu uppferð. Aðrar gætu leynt þokkalega á sér. Myndir af þessu eru inni á :http://www.flickr.com/photos/hatindahofdinginn/sets/72157603713067263/
  Olli

  #52191
  Skabbi
  Participant

  Við Bjöggi og Gulli keyrðum inn í Haukadal á föstudaginn. Byrjuðum laugardaginn inni í Skálagili, sem var í fantagóðum aðstæðum. Flestar leiðir virtust vera í klifranlegum aðstæðum og í sumum af leiðunum virtist vera talsvert meiri ís en á myndunum í leiðarvísinum frá ’98. Nú er rétti tíminn til að spóla í erfiðari mix-leiðirnar!

  Við klifruðum tvær leiðir þar, Skrúfjárnið (FF. Olli og e-r snillingur) og ónefnda við hliðina á henni. Daginn eftir klifruðum við upp lítið gil við hliðina á Bæjargili, ráfuðum um heiðina í dágóða stund og komum svo niður við Stekkjargil. Klifruðum þar eina línu aðeins vestanmegin við opið inn í Stekkjargilið.

  Frábært veður alla helgina og skemmtilegt hvað ísklifrurum er tekið vel í Haukadalnum. Guðmundur Helgi er þjósagnapersóna á þessum slóðum.

  Allez!

  Skabbi

  #52192
  Sissi
  Moderator

  Fór með TAT drengjunum Steppo og Sigga Kítti aka Fjallaskarpi norður fyrir heiðar að safna smá lærabruna. Þokkalegt færi, hratt og hart, en lítill snjór. Offpiste sæmilegt ef maður er sáttur við að eyðileggja dótið.

  Þarna var hellingur af fólki, slatti af Garðbæingum, Bassi og Böbbi, crew Mjásstaðir, Ásdís undanfari og Arctic rafting fólk, meðlimir úr Team Saumó, gamlar snjóbrettakempur á borð við Bill og fleiri og fleiri. Sem sagt mjög góðmennt í fjallinu.

  Þetta er nokkuð efnilegt, en þarf að bæta aðeins í svo maður leggi í Ypsilonið og hrygginn frá toppnum. Snjóbyssurnar á fullu og nú þarf bara að plata Hálfdán í að redda meirir snjó.

  Siz

  #52193
  Freyr Ingi
  Participant

  3 teymi á ferð í Múlafjalli á sunnudag í fínum klaka, kertuðum, bröttum eða blautum, fór sem sagt allt eftir því hvert var leitað.

  Fínt, fínt og ofsa gaman í sósíal klifri!

  Veit ekki með myndirnar sem ég tók.
  Tæknin er nefnilega eitthvað að stríða mér en by the way, flottar myndir hjá Olla maður… ekki eintómar rassmyndir.

  Kv,

  Freysi

  #52194
  Anonymous
  Inactive

  Palli leiðrétti mig þetta var í Austurárdal en ekki Vesturárdal og gilið heitir Banagil. Hafa skal það sem réttara reynist!!!!

  #52195
  2806763069
  Meðlimur

  Ef Olli er ad tala um gilin tvo sem eru a leidinni inn i dalinn (milli thodvegar og dals) er eg audvitad buinn ad klifra thau i drasl asamt kunum og erlendum gædum. Og ja allt i lettari kantinum.

  kv.
  Ivar

  #52196
  Anonymous
  Inactive

  Já þá er að sjálfsögðu búið að skrá þetta allt í skráningu á nýjum ísklifurleiðum hér á vefnum er það ekki :) ?

  #52197
  2806763069
  Meðlimur

  Ef við erum að tala um sama gilið að sjálfsögðu. Ef ekki er um að gera fyrir einhverja að ná sér í FF.

  Minnir að ein leiðin heiti Fafing about og önnur Skipulagt undanhald.

  Gleðilegan vetur!

  #52198
  Skabbi
  Participant

  Þetta er skilvíslega skráð hér á vebbnum og meitlað í stein í síðasta ársriti. Þar á Ívar skráðan gríðarlegan fjölda nýrra leiða. Menn voru svo duglegir í gamla daga. Annað en núna, fuss, þvílík bleijubörn!

  Allez!

  Skabbi

  #52199
  Anonymous
  Inactive

  Við skulum nú ekki vera að berja ungu klifrarana niður í skítinn. Það hefur verið ný kynslóð af ísklifrurum að koma fram sumir eru orðnir tja bara talsvert betri en þá grunar og aðrir eru óðum að koma til. Þetta er allt spurning um að menn hafi hugmyndaflug og áræðni og leggi í smá grunnvinnu til að skoða svæði á kortinu og athuga hvort einhver hafi farið þangað og bara gera út leiðangur. Það tekur svolítinn tíma fyrir ungan klifrara að ná færni og síðan því sjálfstrausti að fara á nýjar slóðir. Það er hins vegar mjög gefandi og spennandi að fara nýja leið. Menn komast að því þá að það er bara þónokkuð erfiðara(aðallega andlega) að fara leið sem aldrei hefur verið farin áður en að koma á eftir öðrum upp þekkta leið.

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
 • You must be logged in to reply to this topic.