0503664729

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 48)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Tindfjallaskáli – ljósmynd #57977
  0503664729
  Participant

  Hér er ein tekin í aðeins minni hæð.

  [attachment=501]_MG_6666.jpg[/attachment]

  in reply to: Bolta- og kamarsjóður #57806
  0503664729
  Participant

  Já hér kemur listi sem er birtur án ábyrgðar og með fyrirvara (leiðréttingar og fekari upplýsingar vel þegnar).

  HNAPPAVELLIR

  Gullæði 5.8+
  Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
  Hádegishamar

  Móðurland 5.10b
  Stefán Steinar Smárason og Arnar Þór Emilsson 2012
  Hádegishamar

  Hansson 5.10a/b
  Stefán Steinar Smárason 2012
  Hádegishamar

  Stigull 5.10b
  Jónas Grétar Sigurðsson 2012
  Vatnsból

  Baunagrasið 5.7
  Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason 2012
  Vatnsból

  Óráðsía 5.10a
  Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson 2012
  Salthöfði

  VALSHAMAR

  – „Krús“ 5.6 – 8 m.
  – „Skuggi“ 5.10a“ 15 m.

  Þá er a.m.k. ein ný leið í vinnslu á Hnappavöllum og ýmsar lagfæringar og betrumbætur í gangi. Þannig er t.d. komið sjálfstætt akkeri fyrir leiðina Muy bien mujer.

  Kveðja
  JVS

  in reply to: Nýjar leiðir í Pöstunum #57711
  0503664729
  Participant

  Glæsilegt.
  Gott að fá nýjar leiðir.

  Bendi þeim sem eiga eftir að munda borvélar í Pöstunum á að hafa Flóðalabba í huga og nefna leið honum til heiðurs.

  Draugurinn Flóðalabbi er það sem Pöstin eru frægust fyrir en þessi skrautbúna afturganga særekins sjómanns bjó í Pöstunum. Þar sat hann fyrir ferðalöngum en fyrr á öldum lá þjóðleiðin um brattan stíg í Össuaugum fyrir ofan klettana í Pöstunum. Á þeim tíma rann Markarfljót alveg upp að klettunum. Flóðalabbi var á endanum kveðinn niður „í rassi“ en það er skoran sunnan við klettana þar sem bílum er nú lagt.
  Munum eftir Flóðalabba.

  JVS

  in reply to: Boltun klifurleiða – fræðsluefni #57694
  0503664729
  Participant

  Takk fyrir viðbrögð Hrappur.
  Skoðanir eru skiptar og gott að halda því á lofti. Varðandi heitgalvaniseringuna þá er málið að vísu ekki svona einfalt. Mér hefur ekki tekist að finna gamla heitgalvaniseraða bolta sem hafa verið í snertingu við ryðfrítt stál án þess að gefa eftir. Tek þó vel á móti ábendingum hvar ég get fundið slíkt.
  Fræðilega séð á sink varinn bolti úr karbon-stáli (heitgalviniseraður) alveg að geta tapað sink-húðuninni á kafla (t.d. þegar hann er barinn inn) án þess að tærast. Sinkhúðunin virkar þá sem anóða og gefur frá sér rafeindir og óvarið stálið í boltanum á þá ekki að tærast þótt það standi bert. Einfalt dæmi um þetta eru skrokkar skipa og báta auk bryggjuþilja þar sem anóður úr sinki, áli og magnesíum eru festar á hér og þar til fórnar. Öðru máli gegnir um bolta og augu þar sem annað hvort er úr ryðfríu eða áli en hitt úr heitgalvaniseruðu. Slíkt gengur ekki upp nema í takmarkaðan tíma. Það er því ekki að ástæðulausu sem að framleiðendur akkera og augna benda mönnum á að gera þetta ekki.

  in reply to: Hrútfjallstindar #57657
  0503664729
  Participant

  Glæsilegt. Til hamingju með þetta.

  Veit að ég hljóma eins og Árni Alfreðs en langar að benda á að tindarnir heita Hrútsfjallstindar. Í öðrum þræði er fjallað um Skarðatinda sem heitir nú reyndar Skarðatindur.
  Það er gott að vita hvað maður er að fara uppá.

  JVS

  in reply to: Bláfjöll #57549
  0503664729
  Participant

  Frábært framtak Árni. Fór hringinn út í Grindarskörð áðan og útúrdúra til að skoða gíga. Tær snilld. Gott færi, sólskin og logn.

  in reply to: Eyjafjöllin? #57129
  0503664729
  Participant

  Fór austur í Öræfi á föstudaginn og til baka á sunnudag. Leiðirnar undir Eyjafjöllum voru ekki í aðstæðum. Kann þó að hafa breyst vegna frostsins og á því verður víst framhald.
  Á Hnappavöllum voru leiðir komnar í aðstæður og ís þar með mesta móti.

  in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56944
  0503664729
  Participant

  Þessi hugmynd um ‘opnun Þríhnúkahellis fyrir almenning’ er svo fjarstæðukennd að mér er með engu móti fært að skilja hvernig sumt af þessu fólki vill leggja nafn sitt við slíka eyðileggingu á einu stórbrotnasta náttúruunduri á Íslandi.

  Mér dettur einna helst í hug að þessi EHF hópur sé fyrst og fremst að hugsa um að skapa sér vinnu við að selja pulsur í sjoppu við gíginn á sínum efri árum. Almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög o.fl. eiga síðan að borga sjoppuna og gatið fyrir EHF hópinn. Brellurnar sem EHF hópurinn notar til að klófesta ráðherra, þingmenn, bæjar- og borgarstjórnarfólk, svo ekki sé talað um þá aðila sem koma að hugsanlegri leyfisveitingu eða umsögn, er með öllum ólíkindum. Það er eins og hópurinn sé búinn að sannfæra fólk um að hér verði um mikla uppsprettu gróða að ræða, Kópavogi verði komið á heimskortið og hinn blóðmjólkaði túristi verði fyrir mikilli upplifun við að standa í þvögu á stálgrind í hellinum. Ekkert af þessu er rétt.

  Þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi og snýst ekkert um ‘að opna hellinn fyrir almenning’ eða að ‘vernda’ hellinn. Þetta yrði ekkert annað en eyðilegging. Við eigum að sjálfsögðu að standa vörð um náttúruna og að hún fái frið fyrir svona fólki. Sorglegt að þurfa að standa í slíku.

  in reply to: Hnappavellir uppfært #56877
  0503664729
  Participant

  Valda tókst að sigra Föðurlandið og nýjar leiðir á Völlunum því orðnar 10 í sumar (sjá lista að ofan). Enn um tveir mánuðir eftir af klifurtímabilinu og því spurning hvort eitthvað bætist við.

  in reply to: Hnappavellir uppfært #56868
  0503664729
  Participant

  mg3189a.jpg

  Já, staðsetning, nöfn og gráður.
  Hér er samantekt sem sett er fram með fyrirvara (athugasemdir og viðbætur vel þegnar):

  HÁDEGISHAMAR
  Frá vestri til austurs:

  0. Föðurland 5.13c
  Valdimar Björnsson
  Leið sem Kristó og Jósef boltuðu.

  1. Herra alheimur 5.10b
  Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

  2. Nýfundnaland 5.5
  Arnar Þór Emilsson og Berglind Aðalsteinsdóttir

  3. Með biblíuna í annarri 5.9 (5.10a)
  Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Manuela Magnúsdóttir og Jósef Sigurðsson

  4. Og byssuna í hinni 5.10a (5.10b)
  Jósef Sigurðsson, Manuela Magnúsdóttir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

  5. Hey kanína 5.8
  Jón Viðar Sigurðsson

  6. Risaeðlan 5.9
  Stefán Steinar Smárason

  7. Hellisbúinn 5.10a
  Arnar Þór Emilsson, Berglind Aðalsteinsdóttir og Sædís Ólafsdóttir

  8. Steinbúinn 5.10a
  Berglind Aðalsteinsdóttir og Sædís Ólafsdóttir

  SALTHÖFÐI

  1. Strumpaland 5.3
  Sigrún Björk Stefánsdóttir

  in reply to: grigri2 #56804
  0503664729
  Participant

  Fjallakofinn.

  in reply to: grigri2 #56789
  0503664729
  Participant

  Takk fyrir ábendinguna.
  Ég kíkti á númerið á grigri2 sem ég eignaðist snemma á árinu og viti menn það fellur í þennan flokk sem verið er að innkalla. Heppinn.

  in reply to: Lóndrangar á Snæfellsnesi #56661
  0503664729
  Participant

  Blessaður Tommi. Hér er mynd sem ég tók af jöklinum frá Dagverðará í morgun. Snjórinn mætti alveg ná lengra niður.
  Ég vel venjulega þessa leið á Snæfellsjökul. Gott að vera laus við stibbuna og óhljóðin í þessum fáranlegu vélsleðum á hefðbundnum leiðum.

  JVS

  mg1100.jpg

  in reply to: Everest fyrirlestur á þriðjudaginn #56644
  0503664729
  Participant

  Frábært framtak.
  Um að gera að mæta á spennandi sýningu og greiða fyrir aðgang.

  in reply to: Léttir svefnpokar #56630
  0503664729
  Participant

  Mundi skoða Rab líka. Sérfræðingar í vönduðum dúnpokum. Eru með nokkra uberlétta eins og t.d.:

  http://us.rab.uk.com/products/sleeping-bags/neutrino_2/neutrino-200.html

  in reply to: Hrútfjallstindar #56381
  0503664729
  Participant

  Þú finnur haug af myndum úr ferðum á tindana með því að Googla aðeins.
  Svo heita þeir reyndar Hrútsfjallstindar.

  in reply to: Klifurvideo #56344
  0503664729
  Participant

  Þetta er virkilega flott. Skemmtilegt klifur og vel gert video. Til hamingju.

  in reply to: Skíðafæri Bláfjöllum #55741
  0503664729
  Participant

  Takk fyrir að láta vita Árni.
  Skrapp áðan og þetta var eðalfínt.
  JVS

  in reply to: Hnappavellir #55682
  0503664729
  Participant

  Sigurður Tómas Þórisson wrote:

  Quote:
  Er þetta ekki slabbleið galore?
  Man ekki betur en vinstra megin við Stöngulinn sé mega pólerað ofurslabb. Eins gott að vera með fótavinnuna á hreinu…

  Ég setti akkeri þarna fyrir ofan fyrir tveimur árum. Það er rétt Siggi, þetta er uber pólerað slabb og eftir að hafa spólað á því síðan gafst ég upp. Nýja leiðin er því aðeins lengra til hægri, nær Saltstönglinum. Byrjar upp sprungu og síðan út á vegginn. Tökin stækka eftir því sem ofar dregur.
  Slabbið bíður síðan eftir ofurklifrurum sem kunna að finna eitthvað út úr því.

  in reply to: Hnappavellir #55666
  0503664729
  Participant

  [/quote]

  Glæsilegt! Hver boltaði og hvar er hún?
  [/quote]

  Já, hún er rétt vinstra megin við Saltstöngulinn. Held að gráðan sé nokkuð nærri lagi. Gæti endurskoðast eftir að veður og vindar hafa dustað rykið af klettinum í vetur. Er pínulítið fönkí á köflum eins og sumar leiðir í Salthöfðanefi.
  Undirritaður skellti þessu upp í pásu frá klæðningarvinnu í Tóftinni. Reyndar tókst ekki að klára að klæða norðurgaflinn á Tóftinni þar sem einhverjir framtaksamir tjaldgestir á Hnappavöllum höfðu nýlega brennt spýtustubbana sem átti að nota. Þeir lágu hálfbrunnir við grillið. Mikil snilld.

  Jón Viðar

  in reply to: Kurt Albert ist gestorben #55624
  0503664729
  Participant

  Blessaður kallinn.
  Ég rakst á hann ásamt Stefan Glowacz í Ketilsfirði árið 1994 þar sem þeir voru að puða við að fara nýja leið á Ulamertorsuaq sem þeir nefndu Moby Dick.
  Vissi reyndar ekki þá að þetta væru merkilegir kallar enda ekki með neina stæla. Ánægjuleg stund í óbyggðum Grænlands.

  in reply to: Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? #55360
  0503664729
  Participant

  Þú hittir naglann á höfuðið Árni (þrátt fyrir að vera snarbrjálaður) þetta er gamla rekstrarleiðin um Hrútfellsheiðina upp á Fimmvörðuháls sem ég fór. Þessi leið er MUN betri en leiðin upp frá Skógum auk þess sem hún er nokkuð fljótfarnari. Bændurnir vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir ráku fé yfir og völdu ekki Skógaheiðina. Mæli eindregið með þessari leið.

  Asnaðist til að labba niður Skógaheiðina í nótt þar sem ég þurfti að hitta á bíl þar. Hefði annars farið Hrútfellsheiðina.

  Skellti nokkrum myndum frá í gær og nótt inn á Flikkrið:

  http://www.flickr.com/photos/jon_vidar/

  in reply to: Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? #55349
  0503664729
  Participant

  Já. Hérna eru nokkrar myndir:

  http://www.flickr.com/photos/jon_vidar/

  in reply to: Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri? #55345
  0503664729
  Participant

  Palli,

  Ég labbaði upp að gosstöðvunum í gær, fimmtudag. Ég mæli ekki með skíðum. Það er frekar langt labb upp í snjó (600-700 m hæð) og það er þó nokkur aska á snjónum og það hjálpar ekki.

  Lagði upp vestan Drangshlíðarfjalls en það er frábær leið (getur fengið track ef þú villt)og engin umferð.

  Við byrjuðum að labba kl. 7 og það mátti ekki seinna vera. Þetta er leiðinlegt ef menn fara seinna af stað og lenda í drullu og mjúkum snjó.
  Við vorum 4,5 tíma frá vegi og upp að gígnum þar sem við stoppuðum í 2,5 tíma í blankalogni.

  Það að standa við gíginn er engu líkt og erfiðisins virði og meira en það.

  Kv,

  Jón Viðar

  in reply to: Aðstæður #55102
  0503664729
  Participant

  Hugtakið ískönnunarflug hefur öðlast nýja merkingu.
  Þetta er virkilega flott.

25 umræða - 1 til 25 (af 48)