Bláfjöll

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47622
    0801667969
    Meðlimur

    Búið er að leggja göngubraut um Leirunar. Upplagt að dusta rykið af gönguskíðunum og teygja úr sér. Vantar talsvert í brekkurnar ennþá.

    Það getur svo sem allt gerst næstu daga. Spáð er svölu áfram og talsverðri úrkomu. En spá er bara spá. Sjáum hvað setur.

    Kv. Árni Alf.

    #57068
    Sissi
    Moderator

    Er komið nóg til að hæka og renna sér eina línu án þess að eyða 10:1 mín af rennsli í P-tex?

    Sissi

    #57069
    0801667969
    Meðlimur

    Aðfaranótt mánudags koma skil upp að landinu. Í þeim gæti leynst efnið sem þarf í traustan grunn. Myndi bíða með rennsli a.m.k. þangað til.

    Kv. Árni Alf.

    #57070
    Sissi
    Moderator

    Olræt, takk fyrir það Árni. Alltaf frábært að hafa okkar mann þarna uppfrá, munar að fá upplýsingar sem maður treystir.

    Kveðja,
    Sissi

    #57118
    0801667969
    Meðlimur

    Smá update og fróðleikur úr Bláfjöllum.

    Nú er þriðji dagur sem toglyftur eru keyrðar á Suðursvæði fyrir æfingar skíðafélaganna. Þannig vill til að í sumar var klárað að girða Suðursvæðið. Í því felst að girðingar eru samfelldar og ná niður alla brekkuna. Ef ekki væri fyrir þessar breytingar þá væri ekkert opið.

    Nýr spiltroðari sem ekki spólar í brekkunum ( rótar ekki upp grjóti) og ýtir jafnmiklum snjó hvort sem farið er upp eða niður er til mikilla bóta.

    Ef búið væri að fullgirða Norðurleiðina, lífæð skíðasvæðisins, þá væri svæðið opið almenningi. Á neðri hluta hennar þar sem búið er að girða báðum megin er nægur snjór. Þar ofan við er girðing bara öðru megin sem safnar eingöngu snjó í austlægri átt.

    Ef það blæs vel úr þeirri átt ásamt einhverri úrkomu safnar þessi girðingin fáranlega miklu efni á engum tíma og leiðin dettur inn. Verði eingöngu suðvestan átt á næstunni þá verður áfram snjólaust á þessum kafla.

    Það vantar því bara nokkur hundruð metra af girðingu og svæðið er opið almenningi. Það er í kortunum að klára þetta næsta sumar. 100 m af snjógirðingu kostar rúma milljón með öllu.

    Suðurgil og Kóngsgil sem voru (fyrir tíma snjógirðinga) alltaf fyrstu brekkur til að koma inn eru nánast auðar.

    Á höfuðborgarsvæðinu býr 2/3 hluti þjóðarinnar. Akkilesarhæll Bláfjalla er að almenn opnun þýðir þúsundir manna með misgóða kunnáttu. Margir reyndar mjög litla. Aðstæður núna eru einfaldlega of varhugaverðar fyrir slíka opnun auk þess sem of lítið svæði er í boði. Utan troðinna brauta lenda menn strax í grjóti þó allt líti óskaplega vel út. Ekki neinn burður í þessum þurra lítt veðurbarna snjó.

    Almennt er kunnátta og geta skíðafólks á skíðasvæðum út á landi miklu meiri en gengur og gerist í Bláfjöllum. Auk þess sem aðsókn er á engan hátt sambærileg. Allt gerir það að verkum að hægt er að opna þessi svæði við mun verri aðstæður en ella.

    Sennilega hafa mun fleiri verið á skíðum í brekkum Bláfjalla í dag en á flestum skíðasvæðum landsins. Og það er samt „lokað“. Það er miklu bjartara yfir Bláfjöllum en margur heldur.

    Kv. Árni Alf.

    #57128
    0801667969
    Meðlimur

    Miðvikudagur 7. des. 2011

    Í gær gerði ágætis él í ca. 2 tíma. Þá var einnig sæmileg gjóla af austri. Girðingin upp á Fjalli safnaði því duglega í sig. Þessi litla úrkoma og smá gjóla gjörbreytir stöðunni. Almenn opnun er því ekkert útilokuð á næstunni.

    Verið er að keyra lyftur á Suðursvæðinu eins og áður sagði. Brettafélagið fékk tvo tíma á dag s.l. helgi. Mér dettur í hug Utanbrautarfélagið í þessu samhengi.

    Alveg hreint yndislegt að vera hér upp á Fjalli í stafa logni og tíu stiga gaddi þegar sólin er að koma upp. Suðurjöklarnir, Hekla, Vestmannaeyjar og Surtsey allt svo tært og í seilingarfjarlægð. Mikið væri gaman að vera á ferðalagi þarna einhvers staðar.

    Kv. Árni Alf.

    #57132
    0801667969
    Meðlimur

    Föstudagur 9 des.

    Hér er 14 stiga frost og hægviðri. Talsvert bætti í snjóinn í gær. Skóf duglega og snjórinn því orðin pakkaðri.

    Fallegt veðrið og skyggnið glimrandi. Í norðri eru það Skjaldbreiður, Þórisjökull, glittir í Langjökul, Botnssúlur og Ármannsfellið. Maður verður aldrei leiður á að góna á þetta og láta sig dreyma.

    Á morgun lítur út fyrir að það verði komin svarta bylur um hádegi. Skv. spánni þá verður talsvert mikil úrkoma. Ekkert nema gott um það að segja en opnun ólíkleg. Reynum að sjálfsögðu.

    Sjáum til með Sunnudaginn.

    Kv. Árni Alf.

    #57133
    0801667969
    Meðlimur

    9 des. kl. 17:30

    Það er fullt tungl. Allt orðið eiturgrænt. Frábært að fara í tunglgöngu þegar svona snjór er yfir öllu. Komin smá nepja. Betra að klæða sig vel. Manni finnst bara vera komin alvöru vetur.

    Kv. Árni Alf.

    #57192
    0801667969
    Meðlimur

    Frumraun mín að setja link inn á svona spjall. Annars er þetta grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Sjáum til hvernig þetta gengur.

    http://www.visir.is/breytingar-i-blafjollum/article/2011712159879

    Kv. Árni Alf.

    #57247
    0801667969
    Meðlimur

    Þriðjudagur 20. des.

    Seinni part sunnudags gerði hér mikla snjókomu. Um kvöldið blotnaði í þessu og fraus fljótlega saman aftur. Þarna er kominn góður grunnur og loksins hægt að skíða utanbrautar með einhverju öryggi.

    Veðrið er eins og það er á SV horninu, lokað s.l. tvo daga, reyndar vegna ýtinga í gær ekki veðurs, en í dag náðum við að hafa opið frá 17-21. Engin svikin af því að mæta í Fjallið. Líklega lokað á morgun en við fáum bara enn meiri snjó í staðinn. Hér er ekkert staðviðri eins og í Hlíðarfjalli en á móti þá er náttúrulegur snjór utan sem innan brauta.

    Kv. Árni Alf.

    #57266
    0801667969
    Meðlimur

    Mánudagur 26 des (annar í jólum).

    Allsvakalega bætt í snjó hér yfir jólin. Þó lyftur verði lokaðar þá er nú aldeilis veðrið og snjórinn til að fara út að leika sér. Þeir sem vilja halda sig innan borgarmarkana þá eru lagðar skíðagöngubrautir um allt. Á Miklatúni, Fossvogsdal og Ægissíðu og líklega víðar.

    Kv. Árni Alf.

    #57278
    0801667969
    Meðlimur

    Fimmtudagur 29. des kl: 10:00

    Allsvaðaleg snjókoma og búin að vera í alla nótt. Púðrið sem allir hafa verið að bíða eftir. Sé nú ekki fram á opnun en örugglega gaman að fara út að leika seinni partinn eða í kvöld þegar birtir upp og lægir. Sýnist eitthvað skítviðri í spánni á morgun svo um að gera að nýta þetta. Eflaust talsverð snjóflóðahætta.

    Kv. Árni Alf.

    #57281
    Sissi
    Moderator

    Skinnaði 2 ferðir í gær í Bláfjöllum niður Kóngsgil með konunni. Hart efst, síðan skafið og loks púður í restina. Vegurinn var sennilega fær svona 35″ bílum. Splitboard og Light and Motion hafa gjörbreytt leiknum.

    Beisið í Bláfjöllum er orðið massíft. Þessi úrkoma um helgina sýnist manni að gæti nú alveg komið að miklu leyti sem snjókoma það er rétt spáð yfir frostmarki þarna í nótt.

    Væri gaman að fá fréttir af Móskarðahnjúkum og öðru utanbrautarstöffi, spurning hvort það fer ekki bara að detta inn eða hvort það er allt fokið.

    #57283
    0801667969
    Meðlimur

    Nýársdagur kl: 12:30

    Flott færi, púður hér yfir öllu. Reyndar er til léttara púður. Hefði mátt snjóa í kaldara veðri. Skyggnið reyndar hálf slakt í augnablikinu (ástæðan fyrir að ég er kominn í tölvu). Annars búið að vera brilliant en bara opið til 16:00. Eftir það er um að gera að skinna. Sama færi alls staðar í fjallendi á þessum slóðum.

    Kv. Árni Alf.

    #57286
    0801667969
    Meðlimur

    Nýársdagur kl. 18:00 Það brast á með bullandi snjókomu ofantil í Fjallinu uppúr hádegi. Er aðeins farið að stytta upp núna. Vonandi einhver hafi notið nýsnævisins þó skyggnið hafi ekki verið upp á marga fiska.

    Kv. Árni Alf.

    PS Svo eru menn að tala um snjóframleiðslu ;)

    #57291
    0801667969
    Meðlimur

    3 jan. kl: 11:00

    Hörkugóður dagur í gær fyrir utanbrautarskíðun og veðrið maður. Enn ágætis utanbrautarfæri. Menn hljóta að finna þetta færi um allar trissur hér SV lands. Annars á eitthvað að bæta í vind í dag og á morgun verður líklega komin austan bylur. Færið á því eitthvað eftir að breytast, kannski til bara batnaðar.

    Magnað að sjá sólina koma upp rétt sunnan við Surtsey. Fjallahringurinn bókastaflega logar.

    Kv. Árni Alf.

    #57400
    0801667969
    Meðlimur

    20. jan. 2012 kl. 22:00

    Byrjaði að snjóa duglega og blása um níuleytið í morgun. Rétt fyrir hádegi slotaði úrkomunni og komið var allsvaðalegt nýsnævi, þrælfínt púður. Geggjað utanbrautarfæri.

    Reyndar hafði snjóað svo duglega að þrjú snjóflóð höfðu fallið niður í skíðaleiðir á suðursvæðinu. Eingöngu eftir ca. tveggja tíma snjókomu og skafrenning. Þetta er ekki lengi að gerast. Sæmilega efnismiklar spýjur.

    Þar sem flóðin höfu fallið var bara bert harðfennið eftir í hlíðinni. Vorum í kvöld að ýta við hengjum þarna á svæðinu. það hélt áfram að mygla niður í allan dag. Ef ekki hvessir of mikið ætti skíðafæri utanbrautar að haldast gott. Er hæfilega bjartsýnn.

    Kv. Árni Alf.

    #57401
    0808794749
    Meðlimur

    Mikið kann ég vel að meta innlegg fréttaritara ÍSALP í Bláfjöllum :)

    #57417
    1709703309
    Meðlimur

    Þriðjudagur 24. janúar.

    Annar fréttaritari þar sem Árni er forfallaður.

    Gaman að vinna í Bláfjöllum þessa daganna. Þar snjóar dag eftir dag. Brekkurnar verða sífellt styttri vegna nýrra snjólaga, því miður er ekki hægt að færa lyfturnar ofan á ný snjólög. Sífellt minnkar plássið fyrir allan þennan snjó og langar mig að biðja fólk að taka eitthvað af honum með sér heim, geyma í frysti og koma með aftur í fjallið þegar okkur vantar, sennilega verður það í kringum 17. júní.

    Dagurinn í dag var sérstaklega góður þegar flóðlýsingin naut sín seinni partinn og skíðamenn voru lausir við snjóblindu sem ríkti fyrri partinn. Það er betra að sjá aðeins þegar skíðað er í púðri upp fyrir axlir (miðað við fréttaritara) sem sagt upp að hné fyrir meðalmann. Búast má við ennmeiri snjókomu á morgun. Fylgist endilega með veðurspánni og takið ykkur frí í vinnunni eða skóla þið eigið það skilið.

    Jafnframt er rétt að minna á hlut sem Árni hefur áður minnst á áður en það eru snjóflóð. Í dag var talsverðum tíma varið í að losa snjóhengjur, með troðara, sem hafa síðustu daga safnast vestan megin við Kóngslyftu (nýja stólalyftan). Þessi hengja var nánast samfellt útað suðursvæði, misdjúp þó. Úr henni hafa fallið nokkur flóð þ.á.m. eitt sem náði langleið niður að Ömmu dreka, sem er barnalyftan staðsett næst Gosanum á suðursvæði. Í hengjunni mátti finna laus snjólög 2 metra djúp ofan á hjarni, fínn kokteill það….

    #57427
    0801667969
    Meðlimur

    Föstudagur 27. Jan. Kl. 10:00

    Nú er þreifandi bylur í Bláfjöllum og sjálfsögðu lokað eins og í áhlaupinu í gær. Ansi umhleypingasöm spá fyrir næstu daga og örlítil hlýindi. Já það er ekki heiglum hent að reka skíðasvæði hér á SV horninu þrátt fyrir nægan snjó.

    Minnir dálítið á veturinn í fyrra. Þá var mesti snjór í a.m.k. áratug en lítið opið vegna umhleypinga.

    Annars geta menn varla kvartað. Utanbrautarfærið hefur farið sífellt batnandi í rúma viku og endaði með púðri upp í mitti í fyrrakvöld.

    Mikilli snjókomu fylgja gjarnan snjóspýjur af ýmsum stærðum og gerðum sem gott er að gefa gaum. Ekkert síður þessum litlu. Oft er erfitt að sjá þetta fyrir. Gerist á sakleysislegustu stöðum.

    http://www.youtube.com/watch?v=Qrdxc8RMh8I

    Kv. Árni Alf.

    #57445
    0801667969
    Meðlimur

    1. feb. 2012 kl:14:00

    Mikið snjóað hér í nótt. Ætti að vera næg mjöllin utanbrautar. Um að gera að nýta sér þetta. Gengur hér á með éljum. Gullfallegt inn á milli élja í sólinni. Skítviðri á morgun.

    Kv. Árni Alf.

    #57461
    1709703309
    Meðlimur

    Góður dagur í dag Bláfjöllum þrátt fyrir allt.

    Honum má líkja við að undirbúa sig fyrir annars einfalda aðgerð en enda á því að framkvæma flókna heilaskurðaðgerð í gegnum nafla sem reynist fullur af eldgömlu naflakuski.

    Oft þurfa starfsmenn Bláfjalla að lemja ís af einstaka staur í einstökum lyftum til að koma þeim af stað. Í dag kom mikil ísing okkur að óvörum var hún þannig að nánast þurfti að príla í hvern staur og berja ís. Var þar á ferð mikill gæða ís sem vel hefði sómað sér í görrótumdrykkjum sem Ísalparar kunna góð skil á og verður ekki nánar farið í þá sálma hér. í ísingu sem slíkri verður útleiðni og getur reynst erfitt að finna hana, fer ekki nánar í það enda enginn snillingur í því. Fyrsta gengið sem mætir er að koma kl. 06:30 í Bláfjöll og dugar þesi tími okkur í flestum tilvikum.

    Að lokum komust þó flest allar lyfturnar, í gang og nutu skíðamenn ágæts veðurs með fínu skyggni og færi í troðnum brautum. Utan brautar var talsverð hörð skurn sem efsta lag og ekki ákjósanlegt að detta í því, auðvelt að renna langar leiðir í bröttum og löngum brekkum. Héðan í frá fer því engin upp með lyftu hjá mér í þessum aðstæðum nema með nýbrýndar ísaxir í báðum höndum ….

    #57462
    Gummi St
    Participant

    Stefán, þú hefir átt að láta vita… hefði alveg verið til í að taka smá stauraklifur í dag (ath að ég segi dag en kl. 6:30 er nótt).

    mbkv,
    GFJ

    #57506
    0801667969
    Meðlimur

    17. feb. 2012 kl: 16:00

    Heiðríkja, sól og hægviðri í fyrsta skipti í a.m.k. tvo mánuði. Snjóaði duglega í gær og nótt í SV éljum. Norðan megin í hlíðum er því geggjað utanbrautarfæri. Í Kóngsgilinu er þetta undir og sunnan Kóngsins neðantil í fjallinu. Það væri æði ef Suðurgilið væri opið. Þar er púður upp í mitti eins og alltaf í SV átt. Annars er þetta glerhart allt saman. Alveg þess virði að skjótast á skíði í dag.

    Spáð stífri norðanátt svo þessi lausasnjór á líklega alveg eftir að hverfa úr Fjallinu í nótt. Þá verður fátt um fína drætti utan brauta. Bót í máli er að það snjóar á Sunnudaginn.

    Kv. Árni Alf.

    #57511
    0801667969
    Meðlimur

    Mánud. 20. feb 2012 kl: 18:00

    Mikið snjóaði í gær og dró í skafla. Í sólinni í dag var þetta ansi fallegt á að líta. Færið utanbrautar er hins vegar erfitt. Sums staðar svínhart annars staðar að myndast skel ofan á nýsnævinu eða sköflunum. Flott að láta ísnálarnar rúlla á undan sér í sólinni áður en maður rúllaði sjálfur. Fallegasti dagurinn í vetur.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Troðari yfirgaf svæðið í dag og fór í Skálafell til viðbótar troðaranum þar. Allt að gerast.

25 umræða - 1 til 25 (af 47)
  • You must be logged in to reply to this topic.