Hnappavellir uppfært

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hnappavellir uppfært

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47571
  0503664729
  Participant

  Mikið líf og fjör á Hnappavöllum í blíðunni nú um helgina. Auk þess sem nýjar klifurleiðir voru boltaðar og klifraðar þá tókst að ljúka smíðavinnu við Tóftina. Hún telst því kláruð og fullfrágengin. Óska klifrurum til hamingju með aðstöðuna en minni um leið á mikilvægi þess að allir fylgi húsreglunum. Með því móti mun Tóftin veita öruggt skjól um ókomin ár.

  Hér eru Sædís, Berglind, Unnur og Hulda við klifur í Hádegishamri. _MG_3254a.jpg

  #56866
  Siggi Tommi
  Participant

  Hvílík endemis snilld.
  Alltaf að batna aðstaðan fyrir austan og ekki komið svona margar nýjar leiðir í fjölda ára. Hlakka til að fara og smakka á þessu nýjasta.
  Voru annars komnar upplýsingar um nöfn, staðsetningu og erfiðleika á nýju leiðunum?

  #56867
  Sissi
  Moderator

  Það væri nú gaman ef menn myndu taka sig til og laga skráningu leiða hér á vefnum, búið að liggja niðri í nokkur ár sem er bagalegt þar sem þetta var ein helsta lífæð síðunnar og mikilvæg heimild.

  Myndi klárlega einfalda mönnum lífið jafnt í sumar- og vetrarklifri.

  #56868
  0503664729
  Participant

  mg3189a.jpg

  Já, staðsetning, nöfn og gráður.
  Hér er samantekt sem sett er fram með fyrirvara (athugasemdir og viðbætur vel þegnar):

  HÁDEGISHAMAR
  Frá vestri til austurs:

  0. Föðurland 5.13c
  Valdimar Björnsson
  Leið sem Kristó og Jósef boltuðu.

  1. Herra alheimur 5.10b
  Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

  2. Nýfundnaland 5.5
  Arnar Þór Emilsson og Berglind Aðalsteinsdóttir

  3. Með biblíuna í annarri 5.9 (5.10a)
  Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Manuela Magnúsdóttir og Jósef Sigurðsson

  4. Og byssuna í hinni 5.10a (5.10b)
  Jósef Sigurðsson, Manuela Magnúsdóttir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

  5. Hey kanína 5.8
  Jón Viðar Sigurðsson

  6. Risaeðlan 5.9
  Stefán Steinar Smárason

  7. Hellisbúinn 5.10a
  Arnar Þór Emilsson, Berglind Aðalsteinsdóttir og Sædís Ólafsdóttir

  8. Steinbúinn 5.10a
  Berglind Aðalsteinsdóttir og Sædís Ólafsdóttir

  SALTHÖFÐI

  1. Strumpaland 5.3
  Sigrún Björk Stefánsdóttir

  #56877
  0503664729
  Participant

  Valda tókst að sigra Föðurlandið og nýjar leiðir á Völlunum því orðnar 10 í sumar (sjá lista að ofan). Enn um tveir mánuðir eftir af klifurtímabilinu og því spurning hvort eitthvað bætist við.

  #56878
  Skabbi
  Participant

  Þvílík endemis snilld! Stórt hrós til allra sem að verkinu komu, sem og til Jóns Viðars og allra sem unnið hafa í Tóftinni í sumar.

  Allez!

  Skabbi – sem gerði ekki jack

  #56882
  gulli
  Participant

  Glæsilegt Valdi!

  #56888
  Arni Stefan
  Keymaster

  Vel gert Valdi og miklar þakkir til allra sem stóðu að opnun nýrra leiða.
  Fékk Föðurlandið gráðu? 8b+?

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.