0503664729

Svör sem þú hefur skrifað

23 umræða - 26 til 48 (af 48)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: High Altitude Trekking Insurance #55044
    0503664729
    Participant

    Hi Rory,

    Since climbing Kilimanjaro is not considered as a technical climb or an expedition to a remote area (like climbing in Himalaya or crossing the Greenland glacier)a normal personal travel insurance should cover what you need instead of getting a special SAR insurance. This would however need to be confirmed by the insurance provider in writing. In some cases the travel provider will ask for a small extra payment for the short period that the trek will take in order to cover you fully.
    Using a normal travel insurance obtained by each member could therefore be a better practice rather than finding a single insurance provider to cover a group of different nationalities.

    Good luck!

    Jon

    in reply to: Ísland á kortið #54711
    0503664729
    Participant

    Spurning hvenær Hnappavallalöggan fer að gera kröfu um að menn veifi UIAA stimpli þegar þeir gera sig líklega til klifurs.
    Kannski þegar Ísland er komið í EU.

    in reply to: Hnappavellir -nýr leiðarvísir #54694
    0503664729
    Participant

    Palli,
    Þú færð hann í Klifurhúsinu.

    Kveðja,
    JVS

    in reply to: Hnappavellir – húsbyggingar #54674
    0503664729
    Participant

    Hvaða vind?

    in reply to: Valshamar – Leiðarvísir #54641
    0503664729
    Participant

    Ekki svo ég viti en við Stebbi vorum búnir að taka myndir og komnir í gang með pdf útgáfu. Spurning um að setjast niður og klára dæmið í skammdeginu.

    Kveðja,

    JVS

    in reply to: Þríhnjúkarokk #54078
    0503664729
    Participant

    Menn fara misvel búnir þarna niður. Ef ég man rétt þá var ónefndum manni slakað niður um árið. Sá var ekki fyllilega meðvitaður um það hvað væri í gangi en hafði þó viskýpela í nesti.

    Kom Karl aftur upp? Spurning um að ná í Benzann til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll ef eigandinn er á botninum.

    in reply to: Púlkur #54028
    0503664729
    Participant

    Voðaleg trúarbrögð eru þetta. Eru allir í Krossinum?
    Í venjulegum skíðaferðum eins og yfir hálendið eða Vatnajökul hefur maður ekkert við kjálka að gera. Það er einungis í vissum bratta niður á við og færi sem kjálkarnir koma að góðum notum. Fæstir eru að jafnaði að skíða niður troðnar brekkur með akfeita karla, lifandi eða dauða, í púlkunni.
    Að ferðast með kjálkalausa púlku með teygjukerfi er hreinasta snilld. Ekkert mál að skíðan niður brekkur. Maður skellir einfaldlega farungursteygjum undir og málið er dautt.
    Dettur ekki í hug að segja neitt ljótt um skíðasleða. Karl mundi froðufella. Í flestum tilfellum eru púlkur síst verri.

    in reply to: Bensín prímus #53352
    0503664729
    Participant

    Maður fær 4 lítra dollurnar af SBP í N1 búðinni í Knarrarvogi.

    in reply to: Ópus klifin í annað sinn #52795
    0503664729
    Participant

    Flottur Valdi! Til hamingju.
    Þá má einnig benda á að spúsa hans, Marianne van der Steen, fór Leikið á als oddi (hægri útgáfuna hans SSS) um daginn en sú leið er 5.12b (7b). Hún er væntanlega fyrsta konan sem fer þessa leið. Til hamingju með það Marianne!

    Þakka annars fyrir frábæra stemningu á Hnappavöllum um helgina. Gaman að sjá svo mörg andlit sem ekki hafa heimsótt Hnappavelli í mörg ár.

    JVS

    in reply to: Klettaklifurfestival #52758
    0503664729
    Participant

    Sammála Robba. Það þyrfti að halda festival og jafnvel reyna að smala gömlum kempum á slíka hátíð.
    Væri ekki einhver helgi í lok maí eða byrjun júní tilvalin?

    JVS

    in reply to: Hnappavellir -leiðarvísirinn kominn! #52699
    0503664729
    Participant

    Haraldur,

    Sendu heimilsfangið á netfangið að neðan og við björgum þér um eintak til útlandsins.

    nanoq@simnet.is

    in reply to: Elbrus #52643
    0503664729
    Participant

    Stærsta skítahrúga í Evrópu sagði einhver….

    Þú finnur allar upplýsingar á Netinu um Elbrus. Ég á mjög gott kort af fjallinu og handbók á þýsku sem ég get lánað.
    Það var hins vegar fyrir byltinguna sem við Kalli bröltum þarna upp (1989) og aðstæður nú allar aðrar til að komast þangað þótt fjallið sé það sama.

    JVS

    in reply to: Þríhnjúkahellir #51680
    0503664729
    Participant

    Hér er mynd af Súkkueigandanum (á víst þýskan skriðdreka í dag) á leiðinni niður í Sólheimajökul á dögunum. Ekki á felgunni í þetta skiptið.

    Down the hole

    in reply to: Aðstæður á landinu #51530
    0503664729
    Participant

    Eyjafjallajökull var eðalfínn fyrir rúmri viku. Hægt að skíða niður í ca 500 m hæð ofan Seljavallalaugar.

    kv,
    JVS

    in reply to: Elmaaaar! #51436
    0503664729
    Participant

    Frábært hjá þér strákur!

    Kv,
    Jón Viðar

    in reply to: Draumadagar #51170
    0503664729
    Participant

    Takk fyrir að deila þessu með okkur Árni.
    Þetta var frábær skíðadagur í dag. Heiðskírt, svo til logn og -6°C. Það sem meira var: ENGINN annar á skíðum! Hvar er fólkið?

    Kv,

    JVS

    in reply to: Fjallakyrðin rofin… #50689
    0503664729
    Participant

    Kommon!
    Þetta var djók hjá okkur Olla.

    in reply to: Fjallakyrðin rofin… #50683
    0503664729
    Participant

    Þetta kallar á nýja ályktun frá Ísalp……

    in reply to: Kárahnjúkar- nei takk! #50655
    0503664729
    Participant

    Gott mál.

    Látum félagsfund semja ályktun og sendum síðan til fjölmiðla og stjórnvalda ef hún verður samþykkt.

    Alltof mörg félagssamtök hafa verið geld eða þvinguð til að láta hvorki hóst né stunu frá sér. Í þessu lýðræðisþjóðfélagi hefur samtökum verið hótað fjársvelti eða stimplun sem öfgasamtök ef þau leyfa sér að mótmæla Kárahnjúkavirkjun.

    Sýnum ábyrgð gagnvart náttúrunni og framtíð þjóðar og mótmælum þessum öfgum.

    Hvað er annars að frétta af nýjum félagsskírteinum? Þau síðustu runnu út í júlí…

    in reply to: Athygli ykkar skal vakin á því að … #50543
    0503664729
    Participant

    Umhverfismál eiga að vera eitt af þeim málum sem Ísalp á að fjalla um og láta í sér heyra þegar freklega er gengið gegn náttúru landsins, hvort sem það eru stjórnvöld eða aðrir. Tal um að Ísap eigi ekki að „blanda sér í þessi mál“ er í besta falli kómískt.

    in reply to: Afslættir Ísalp #50111
    0503664729
    Participant

    Veifaði afsláttarkortinu hjá Ljósmyndavörum í Skipholti og þar voru menn greinilega ekkert sáttir með Ísalp kortið en fékk þó uppgefinn afslátt.

    JVS

    in reply to: Olli kominn með augastað á nýum hring. #49823
    0503664729
    Participant

    Hann labbaði víst í marga hringi um Lyngdalsheiðina um síðustu helgi…..

    Kv,
    JVS

    in reply to: Hvannadalshnjúkur #48825
    0503664729
    Participant

    Það versta er að hæsta fjall Svíþjóðar er 2117 m ……

23 umræða - 26 til 48 (af 48)