Svæðið í kringum Egilsstaði
Sectorar
Egilsstaðir
Norðurdalur
Suðurdalur
Fljótsdalur
Hengifoss
…
Leið númer 3
Lengd 30 m: Leið sem er í næsta smágili
vestan megin við Alien Muffin.
FF: Símon Halldórsson og Örvar Þorgeirsson, febrúar 1998.
| Klifursvæði | Snæfellsnes |
| Svæði | Búlandshöfði |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 2.
Þessi leið er um 20 m vestan megin við Dordingul. Leiðin liggur upp þunnan ís 10 m og
endar í smá ísskoru sem liggur alla
leið upp á brún.
FF: Guy Lacalle og Guðmundur Helgi Ch. Febrúar 1998
| Klifursvæði | Snæfellsnes |
| Svæði | Búlandshöfði |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 1.
Lengd 50 m. Fyrsta leið rétt vestan megin við fossinn (Fossinn sjálfur er ófarinn). Leiðin liggur upp lóðrétt þil um 10-12 m og síðan upp um 20 m af WI 3 brölti. Þar tekur við 10-12 m kerti og siðan sylla. Fyrir ofan sylluna er ísþak, regnhlífl og svo annað þak þar fyrir ofan. Þegar þetta þak var klifrað fór Páll i gegnum þröngt gat og upp á brún.
FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson i febrúar 1998.
| Klifursvæði | Snæfellsnes |
| Svæði | Búlandshöfði |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Vestan í Álftafirðinum er Úlfarsfell. Þar fyrir ofan Þjóðveginn er mjög áberandi stórt gil . Sunnan megin við gilið var farin ný leið. Hún er ein spönn um 40 m
FF: Kim Csizmazia og Will Gadd, 1998
| Klifursvæði | Snæfellsnes |
| Svæði | Álftafjörður |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd og nánari staðsetning óskast.
Naustahvilft sem er skálin fyrir ofan flugvöll þeirra ísfirðinga og fóru þeir eina leið sunnan megin í hvilftinni og var hún 3 spannir og gráðaðist WI 4 – 4+.
Ísalp grunar að það séu fleiri línur sem hafi verið klifraðar í Naustahvilft, leynir einhver á upplýsingum um þær?
FF: Rúnar Óli Karlsson, Hlynur Guðmundsson og Eiríkur Gíslason 11. janúar 1998
| Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
| Svæði | Naustahvilft |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í fjallinu beint fyrir ofan Hvammsvík í Hvalfirði. Leiðin er mest áberandi íslænan þarna í fjallinu og samanstendur af tveimur megin íshöftum og léttara brölti á milli.
FF: Guðmundur Helgi Christensen og Jökull Bergmann, 1. nóvember 1998. 70 m
| Klifursvæði | Hvalfjörður |
| Svæði | Reynivallaháls |
| Tegund | Ice Climbing |
Leiðin er næsta leið til vinstri við leið númer 2. (Spönnin)
30m löng, nær lóðrétt, WI 5 bæði hægra og vinstra afbryggði. Leiðin kemur upp í smá þak áður en hún endar á íslausri og nærri lóðréttri rennu, M6
FF: 14. febrúar 1999, Páll Sveinsson og Guðjón Snær Steindórsson
| Klifursvæði | Glymsgil |
| Tegund | Mixed Climbing |
Mynd óskast
Þegar er ekið er áleiðis til Þorlákshafnar frá Hveragerði eru réttirnar á hægri hönd, rétt neðan við hringtorgið hér við Hveragerði.
Fyrir ofan Ölfusréttir utan í Hellisheiði í Árnessýslu þann 27. desember 1998. Leiðin liggur fyrir ofan bratta ísbrekku en þar er 10 m hátt ísþil með lóðréttum kafla efst. Þar tekur síðan við mosabrekka. Leiðin er um 50 m,
FF: Einar R. Sigurðsson og Bárður Arnason
| Klifursvæði | Árnessýsla |
| Svæði | Hveragerði |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd af leiðinni óskast
Guðmundur Helgi, Einar Ísfeld Steinarsson hinn broddalausi og Páll Sveinsson, sem hefur verið aðeins lengur í bransanum en Helgi, fóru nýja þriggja spanna leið i Fagraskógarfjalli í Hítardal veturinn 2002. Fyrstu tvær spannirnar eru at WI 4 en seinasta spönnin WI 4+
| Klifursvæði | Snæfellsnes |
| Svæði | Hítardalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 2 á mynd
Ís-truflanir byrjar í rauðleitum, sæmilega vel tryggjanlegum klettum og heldur þaðan
upp röð af kertum sem slútta fram og tengjast misvel saman. ís-truflanir /
Ístru-flanir er M 6 / Wl 5
| Klifursvæði | Brattabrekka |
| Svæði | Hvassafell |
| Tegund | Mix Climbing |
Leið númer 1 á mynd
Leiðin vinstra megin, Dvergaklof, er Wl 5, full spönn og byrjar á kerti sem nær tæplega niður, en það er hægt að klifra ísbunka upp að því og klofa út í kertið þaðan.
FF: Jón Haukur og Guðmundur Helgi, 2001
| Klifursvæði | Brattabrekka |
| Svæði | Hvassafell |
| Tegund | Ice Climbing |
Nánari staðstetning óskast, leiðin er sennilega hægra megin á myndinni…
2-3 spannir, Wl 5, 24 febrúar 2002. Jón Haukur Steingrímsson og Arnar Emilsson.
Leiðin er einna innst i hliðinni af þeim stóru leiðum sem þarna eru í boði. Fyrsta spönn er tæplega 60 m löng á stórum og mjög samfelldum ísfleka. Lítið er hægt að hvíla í þessari spönn
sem leynir verulega á sér sökum lengdar og heildar bratta. Þar fyrir ofan eru nokkur stutt og þægileg íshöft áleiðis upp hlíðina.
| Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
| Svæði | Lómagnúpur |
| Tegund | Ice Climbing |
Súlan lengst til hægri á mynd
Í maí 2006 fóru þeir Rúnar ÓIi Karlsson og
Eiríkur Gíslason nýja leið i Kálfadal Í Óshlíð.
Leiðin heitir Sónata, var farin i tveimur spönnum
og er ca. 40 m löng.
| Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
| Svæði | Óshlíð |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.
Stefnan var svo tekin á Strútsfoss inn af Villingadal (fyrir botni Suðurdals) sem leit vel út af myndum af dæma en þegar komið var inn i gilið var fossinn ekki i nægjanlega gódum aðstæðum fyrir þeirra litlu hjörtu. Var í staðinn klifruð leið innst i gilinu hægra megin við Strútsfoss og fékk hin nafnid Fálkafoss – Wl4, 270m, 7-8 hoft.
| Klifursvæði | Fljótsdalshérað |
| Svæði | Suðurdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.
Leiðin er hægra megin við breitt ísþil lengst
til vinstri í klettunum. Afar mjótt kerti.
FF: Róbert, Freyr og Jökull
| Klifursvæði | Fljótsdalshérað |
| Svæði | Suðurdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.
Önnur mest áberandi línan frá hægri í fjallinu. Mjótt kerti sem endar í regnhlíf
FF: Róbert, Freyr og Jökull
| Klifursvæði | Fljótsdalshérað |
| Svæði | Suðurdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í janúar 2011 fóru Róbert Halldórsson, Jökull Bergmann, Guðmundur Tómasson og Freyr lngi Björnsson í ískönnunarleiðangur austur á firði. Klifraðar voru þrjár nýjar leiðir í Víðivallagerðishömrum austan megin í Suðurdal sem er inn af Fljótsdal. Þar er að finna yfir 30 línur, og annað eins í hlíðinni á móti. Keyrt er inn dalinn og um 15-20 mín lengra en vegurinn upp á Kárahnjúka.
3ja mest áberandi línan frá hægri í fjallinu. Stór
sylla í miðjunni
FF: Róbert, Freyr og Jökull.
| Klifursvæði | Fljótsdalshérað |
| Svæði | Suðurdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Svæðið í kringum Egilsstaði
Sectorar
Egilsstaðir
Norðurdalur
Suðurdalur
Fljótsdalur
Hengifoss
…
Mynd óskast
Dalsgil i Skáladal, lngjaldssandi (yst úti í Önundarfirði). Leiðin er i fjallinu Kaldbak sem er á vinstri hönd þegar haldið er upp Gemlufallsheiðina. Í Skáladal eru a.m.k. tvar samfelldar
brattar línur. Sú vinstri er Thor’s Revenge.
FF: Rúnar Óli, Danny O’Farrell
| Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
| Svæði | Önundarfjörður |
| Tegund | Ice Climbing |
Mynd óskast
Í austurenda Hestfjarðar. Aðkoma er frá veginum og möguleikar á fjölda nýrra leiða á svæðinu. Leiðin byrjar um 30m frá vegi og fylgir gili upp nokkur mislöng léttari höft þar til komið er að krúxinu, 30-50m Wl3- 4 eftir aðstæðum. Ofan við krúx er hægt að elta gilið upp á topp.
Einhverjar vangaveltur eru um hvar nákvæmlega leiðin er staðsett, en líklega er hún í gilinu á myndinni og merkt á kortinu.
FF: Rúnar Óli, Danny O’Farrett, Kyle og Will, 200 m.
| Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
| Svæði | Hestfjörður |
| Tegund | Ice Climbing |