Nemesis

Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.

Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.

Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).

Lesa meira

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Kambhorn
Tegund Alpine

Boreal

Rauð lína á mynd

Fundin boltuð og frumfarin af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni.

Fyrst klifruð í maí 2013

Aðkoman tekur um það bil 90 mín og er það brött ganga upp grýtta fjallshlíð. Grjótið er allt laust en er það stórt að gangan er ekki eins og að ganga í skriðu. Einhver teymi hafa átt í erfiðleikum með að finna leiðina, vonandi kemur myndin af góðum notum. Það á að vera blátt prússik í fyrsta bolta, það er til að gera leiðina sýnilegri ef verið er að leita af henni, það táknar ekki að leiðin sé project.

Lesa meira

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Kambhorn
Tegund Alpine

Myndbönd

Fall er fararheill WI 4

Leið númer 1 á mynd

Er í gili vestan til í Ingólfsfjalli, gilið snýr beint að bænum Hvammi. 10 mín ganga úr bílnum.

Gilið fær litla sól og leiðirnar geta haldist inni fram í apríl ef kalt er í veðri.

Oft kertaður að neðan, frekar brotthættur í byrjun vetrar, aðeins ofar þettist hann, tekur svo við kafli sem er oft frekar þunnur endar svo í massífu kerti ofar.

Leiðin er um 25 metrar, ef ekki er hægt að tryggja í ís á toppnum þá eru 10-20 metrar til viðbótar í stór grjót sem hægt er að tryggja í.

Í fyrstu tilraun við þennan foss fékk Ívar bíl lánaðan hjá mömmu sinni eftir skóla og keyrði sem leið lá að Selfossi til að klifra nýja leið í gili í Ingólfsfjalli. Ívar var einn á ferð og hafði hug á að einfara (sólóa) leiðina. Hann leggur af stað upp ísinn en það fer ekki betur en svo að hann dettur þegar hann er kominn aðeins af stað og fellur niður um 4m. Marinn og lítillega tjónaður staulast hann aftur í bílinn og keyrir heim. Svo kom hann aftur viku síðar til að klára það sem hann hafði byrjað á.

FF: Ívar F í kringum 2000

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Ingólfsfjall
Tegund Ice Climbing

Reykjavík

Reykjavík er ekki þekkt fyrir ísklifur en þó leynast einhverjar línur hér og þar.

Gufunes

Í frístundarmiðstöðinni í Gufunesi er gamall súrheysturn. Innan í honum eru klifurfestur þar sem að börn geta klifrað. Utan á turninum fékk alpaklúbburinn að koma fyrir úðarakerfi sem lætur vatn leka niður norðurhlið turnsins þegar að frost fer niður fyrir -2°C.

ATH: Eftir að turninn fékk langþráð viðhald og var endurmúraður að utan og gerður fínn, þá var ákveðið að ekki mætti lengur ísklifra á honum og grindin er því ekki uppi og úðarakerfið ekki virkt.

Ef einhver veit um stað á Höfuðborgarsvæðinu sem gæti hýst svipaðan vegg, þá má endilega hafa samband við klúbbinn.

Úlfarsfell

Nokkrar línur eru mögulegar í Úlfarsfelli en lítið er vitað um klifur í fjallinu. Norðurhliðin sem snýr að Mosfellsbæ hefur að geyma allskonar gilskorninga og veggi, suma hverja með ís. Þetta gæti orðið príðis svæði til að skjótast á og brölta aðeins.

Vitað er um eina leið á norðvestur hlið fjallsins, sem snýr að þjóðveginum. Leiðin er alla jafna stutt WI 3 en verður  stundum jafnvel WI 2 eða bara snjóbrekka ef að gilið fyllist af snjó

  1. Skautasvell WI 2

Korputorg

Á Korputorgi kemur vatn út úr bergi á einum stað á bílastæðinu. Veggurinn er um 4-5m hár og myndar þetta byrjendavænar aðstæður til að æfa ísklifur

Höfðatorg

Komið hefur verið fyrir boltum á einum veggjana á Höfðatorgi. Um fjórar leiðir er að ræða

  1. Vinstri leiðin – 5.10a
  2. Hægri leiðin – 5.10c
  3. Byrja á vinstri og enda á hægri – 5.10c
  4. Byrja á hægri og enda á vinstri – 5.10b

Klifurfélag Reykjavíkur hefur fengið leyfi hjá eigendum til þess að mega klifra á veggnum. Eigendur hafa beðið um að nokkrum reglum sé fylgt:

  • Ekki klifra á þeim tíma sem starfsemi er í byggingunni þ.e. 9:00-16:00 á virkum dögum, það truflar vinnufrið á skrifstofum.
  • Ekki klifra á nóttunni þ.e. eftir 00:00.
  • Ekki vera með óþarfa læti eða hávaða.

Suðurhlið Lóndranga

Leið númer 3

Spönn 1: Hliðrar eftir grassyllunni að austanverðum dranganum og byrjar að klifra upp klaufina við flöguna sem að er að flettast af suðurhliðinni.

Spönn 2: Byrjar þar sem rauða línan á drónamyndinni byrjar. Spönnin byrjar á nokkuð langri hliðrun inn í kverk. Kverkin leiðir í smá stans.

Spönn 3: Leiðir inn í Stóru sprunguna, þar sem að Lóndranginn er í rauninni klofinn í tvennt, nokkuð þröngt til að byrja með en víkkar talsvert eftir því sem ofar dregur. Endar alveg uppi á topp á sama stað og hinar leiðirnar.

Á toppnum er talsvert af gömlum sigbúnaði, slingar, karabínur, keðjuhlekkir og ein hneta, svo að ekki ætti að vera mikið mál að komast niður aftur. Í leiðinni sjálfri er eitthvað af fleygum og í stansinum. Grunur leikur á að fleygarnir séu eftir eggjatýnslumenn en ekkert er vitað með viss um það.

Drangurinn sjálfur er úr móbergi, svo að hann er aðeins laus í sér en á íslenskan mælikvarða er hann bara fínn og þokkalega fastur.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

Fyrst er vitað til þess að leiðin hafi verið klifruð af námskeiðinu Fjallamennska III, í maí 2003

FF: Kjartan Þór Þorbjörnsson, … , maí 2003, 3 spannir 5.6

 

 

 

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Lóndrangar
Tegund Alpine

Fired from Fjalló WI 4

Leið hægra megin við Skógarfoss.
Myndast sjaldan, þar sem að hún snýr í suður og veltur á því að spreyið frá fossinum nái að frjósa á klettaveggnum.

Það þurfti þrjár atrennur og langan frostakafla til að leiðin yrði nógu þykk til að ná upp á topp.

FF: Floris Henri Flo & Brecht De Meulenaer 25.11 ’17,  WI 4, 3 spannir

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Skógar
Tegund Ice Climbing

Minni Lóndrangi

Minni Lóndranginn er 61m á hæð og er ekki oft klifinn, talsvert fleiri láta vaða í þann stærri.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Óþekkt 1938

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Lóndrangar
Tegund Alpine

Austurhlið Lóndranga

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er yfirleitt klifin í tveim eða þrem spönnum. Fyrst upp á stallinn og svo alveg upp á topp, seinni spönnin er mjög löng og þræðir alskonar fídusa, því er ekki vitlaust að skipta henni í tvennt.

Í seinni spönninni er hægt að klifra upp klaufina líkt og í Upprunalegu leiðinni eða fylgja kverk sem er vinstra megin við klaufina.

Allt klifrið er dótaklifur með þokkalega góðum tryggingarmöguleikum en það eru gamlir og þokkalega traustir fleygar á stöku stað í leiðinni

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Óþekkt, gráða 5.6

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Lóndrangar
Tegund Alpine

Myndbönd

Upprunalega Lóndrangaleiðin

Leið númer 1 á mynd

Ekki eru til myndir eða mjög nákvæmar lýsingar af klifrinu en fólki fannst þessi gjörningur vera hinn mesti háskaleikur. Leiðin er því ekki algjörlega þekkt en ætla má að hún liggin einhvern vegin á þennan hátt.

Hér og þar í leiðinni eru fleygar sem virka þokkalega traustir, annars þarf að notast við dótatryggingar. Þokkalega auðvelt er að finna góða tryggingastaði.

Í heimildum er sagt að Lóndrangar séu Basaltstappar. Klifrarar telja það vera helbera lygi eða í það minnsta hálfsannleik, því að augljóslega er um móberg að ræða af mestu leiti.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

FF: Ásgrímur Bergþórsson 1735, 5.6

 

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Lóndrangar
Tegund Alpine

Myoplex vöðvaflex WI 5+

Í því sem venjulega er klettaveggur hægra megin við Orion. Leiðin liggur upp þar sem kemur smá skarð í brúnina.

Leiðin er til komin vegna úða frá Orion og er að öllu jafna ekki til. Byrjar í smá yfirhangi, einn fjarki og smá læsingar komu okkur yfir það, en restin er að mestu auðveld í góðum ís. Erfiðleikarnir byggjast á nokkrum crux hreyfingum í byrjun sem auðvelt er að tryggja.

FF: Ívar Finnbogason og Arnar Þór Emilsson, 24.02 ’01. 50m WI 5+

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

John Snorri toppar K2

Núna síðastliðinn föstudag, þann 28. júlí komst John Snorri fyrstur Íslendinga á topp fjallsins K2 í Pakistan. Fjallið nær 8611 m yfir sjávarmál og er þar með það næst hæðsta í heimi og er aðeins Mt. Everst hærra.

Mynd fengin af facebook síðu Lífsspors styrktarfélags

Enginn hefur náð á topp K2 síðan 2014 og verður þessi leiðangur því að teljast mikið afrek, sértaklega í ljósi hinnar frægu K2-tölfræði.

Fyrr í sumar var John Snorri einnig fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi Lhotse sem er 8561 m yfir sjávarmáli en Lhotse er fjórða hæðsta fjall heims.

Magnað sumar hjá John Snorra. Íslenski alpaklúbburinn óskar honum innilega til hamingju með afrekin!

Klifur í Valshamri

Vegna ábendinga frá stjórn sumarhúsaeigenda í Eilífsdal er rétt að ítreka fyrir klifrurum sem koma með hunda að hafa stjórn á þeim, hafa þá helst í bandi og láta þá ekki gelta óstjórnanlega. Minnum einnig á að það á ekki að ganga upp að hamrinum gegnum sumarhúsaland heldur út með girðingunni, tekur enga stund og er bara góð upphitun.
Höldum friðinn, sýnum tillitssemi og höldum áfram að klifra í Valshamri.

 

Rupp

Leið númer 13 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Farið er upp breitt gil, sem er beint norðan undir hátindi Miðsúlunar. Klettahaft getur verið farartálmi, ef farið er beint upp úr gilinu. Efst má því fara á ská til vesturs út á vesturhrygginn, er þar jafnan samfelldur snjór. Þaðan er haldið áfram vesturhrygginn og efst sameinast Rupp bróðurleiðum sínum Ripp og Rapp (nr. 11 og 12).

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Ripp

Leið númer 11 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Gengið er upp að gili sem liggur niður af austurhrygg Miðsúlunar og klifrað þar upp á hrygginn. Upp úr gilinu getur verið smáhengja. Nú er farið á ská til vesturs fyrir neðan hátindinn og út á vesturhrygginn rétt neðan við tindinn. Smá klettahaft er efst á hryggnum, en það er yfirleitt lagt ísi eða snjó.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Sveigjan

Leið númer 10 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu.

Gráða I, lengd 50-60 m.

Þessi leið liggur um 20-30 m vestar en Direct (nr. 9) og er auðveldari. Hér eru engin íshöft eða hengjur. Lagt er af stað úr Miðsúludal og komið upp á suðurhrygginn rétt fyrir neðan tindinn.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Direct

Leið númer 9 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu

Gráða II/III, 50-60 m.

Leiðin byrjar úr Miðsúludal og tekur stefnu beint á tindinn upp ísi- og snjólagt gil í klettabelti fyrir neðan tindinn. Engar hengjur eru á leiðinni, en gilið sem er um 30 m lang er oft ísilagt og mjög bratt, varla fært nema við góð skilyrði. Þegar upp úr gilinu er komið, er haldið áfram upp á tindinn, og eru þar engir farartálmar.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Norðurgil

Leið númer 8. á mynd (byrjar hinu megin).

Gráða II, 150 m.

Farið er norður fyrir Háusúlu. Þaðan er klifrað upp breitt gil (norðurgilið), sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Smáhengja er efst, en annars er leiðin greið. Þessi leið sameinast Vesturgili (nr. 7), þegar upp á hrygginn er komið.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Háasúla
Tegund Alpine