0304724629

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 131)
 • Höfundur
  Svör
 • in reply to: Hvað er að frétta af ísfestivali. #58194
  0304724629
  Meðlimur

  Nei, en menn og konur hafa bara verið að klifra en ekki hanga í tölvunni. Skýrsla fljótlega.

  in reply to: Hvað er að frétta af ísfestivali. #58181
  0304724629
  Meðlimur

  Hljómar allt vel. Einn af þeim sem er að koma með Mountain Hardwear liðinu er Tim Emmett. Glerharður Breti. Hann er til í að vera með myndasýningu á laugardagskvöldinu í Bræðraborg. Er það ekki bara díll?

  Annars fórum við Viðar í smá næturmissjón í gær á Óshlíðina. Bullandi norðurljós, logn og -2 gráður. Flott 50 metra 4gr. leið og brött alla leið. Lítið tekið af myndum. Og get ekki límt við mynd hér. Agalegt hvað það er oft mikið vesen að pósta með myndum.

  in reply to: Hvað er að frétta af ísfestivali. #58172
  0304724629
  Meðlimur

  Það er nægur ís hérna. Vorum að klifra í dag. Reyndar smá hlýindi en ennþá alveg bunkað. Við tékkuðum á hóteleigendunum á Núpi og þeir eru alveg til í dans með góð verð. Garðshvilft er í 5 mín akstursfjarlægð og fleira góðgæti. Sjá myndir frá því í fyrra. Svo er að koma lið frá Mountain Hardwear í vikunni.

  rok

  in reply to: Æfingaaðstaða heima og bílskúrar #57946
  0304724629
  Meðlimur

  Ég ríð á vaðið. Ekki er þetta mjög metnaðarfull aðstaða en allt í lagi. Platan er á lömum og hægt að slaka henni ansi langt út. Nokkrar viðbætur í sigtinu.
  [attachment=480]IMG_1196.jpg[/attachment]

  in reply to: Ísaðstæður 2012-2013 #57932
  0304724629
  Meðlimur

  Við fórum í Álftafjörð á laugardaginn 3. nóv í leit að ís. Allt frekar þunnt en eftir að hafa vaðið kjarr í klofdjúpum snjó í þrjá tíma eins og einhver fjandans rjúpnaskytta, enduðum við á að toprópa Dreitil sem er rosa skemmtileg 70 metra leið. Leiðin var ansi þunn neðst og beljandi vatnið í fossinum sást í gegn. Annars svaka gaman að spóla svona upp 4. gráðu án þess að hugsa mikið.

  in reply to: Myndasýning annað kvöld-FELLUR NIÐUR #57579
  0304724629
  Meðlimur

  Mér skilst á Danny félaga hans (sem býr á Ísafirði) þá er Brandon í rusli vegna þess að vinkona hans dó í Patagóníu um daginn ( http://www.alpinist.com/doc/web12w/newswire-carlyle-norman ). Hann átti sjálfur að vera í þessari ferð en sjóðurinn sem styrkti ferðina, ætlaði að púlla út þegar Brandon fór fyrir hópi klifrara sem mótmælti ráðningu forstöðumanns einhverrar klifurmiðstöðvar í CAN. Brandon bauðst til að hætta við ferðina svo þau tvö fengju að fara. Svo fór sem fór og hann er víst underground þessa dagana.

  in reply to: Frá Ísafirði #57563
  0304724629
  Meðlimur

  Flottir kappar!

  in reply to: Snjóflóðasíða Veðurstofunar #57552
  0304724629
  Meðlimur

  Einmitt þegar ég ætlaði að fara að skrifa pistil um nýja snjóflóðasíðu, þá var Ágúst búinn að því! Það er búið að fara mikið púður í að tengja saman gagnagrunna til að láta flóðin birtast á réttum stöðum og nú er það loksins tilbúið.
  Kortið virkar svipað og jarðskjálftasíðan og sýnir stærð og hve langt er síðan flóðin féllu, viku aftur í tímann. Það er viðbúið að í fyrstu verði mest um flóð þar sem snjóathugunarmenn eru hvað virkastir en Veðurstofan biðlar til ferðalanga að senda inn upplýsingar í gegnum vefskráningarformið http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/ en hnappurinn blasir við á síðunni.

  Snjóflóðavakt VÍ er búinn að vera með tilraunaverkefni í gangi í vetur um snjóflóðahættu í óbyggðum á þremur svæðum (Norðanverðir Vestfirðir, utanverður Tröllaskagi og Austfirðir)og vonandi verður sú spá opinber almenningi næsta vetur.

  Eins er langt komin vinna við ofanflóðavefsjá þar sem hægt verður að skoða upplýsingar um öll fallin flóð í gagnagrunni VÍ.

  kv
  rok

  in reply to: Ísfestivalsflopp #57545
  0304724629
  Meðlimur

  Ok Valli ég er hættur að væla.

  En þetta var ekki ósanngjörn gagnrýni að mínu mati. Menn verða bara að taka því! En áfram með smjörið. Hér eru tvær símamyndir frá því í gær á Ísafirði. Ég ætla ekkert að fjölyrða um það að það eru bara topp aðstæður í nágrenni Ísafjarðar. Gunni mágur og Búbbi skelltu sér á skíði í hádeginu. Náðu einni púðurbunu fyrir ofan bæinn á klukkutíma. Endað á tröppunum hjá Gunna.

  Annars er ég í Noregi svo þið þurfið ekkert að óttast. Er nokkuð svell í Ártúnsbrekkunni?

  kv
  rok

  in reply to: Ísfestivalsflopp #57531
  0304724629
  Meðlimur

  Palli, á hvaða plánetu býrð þú? Bullandi snjóflóðahætta, skítaveður og enginn ís. Þó þið séuð að rigna í kaf fyrir sunnan, þá er aðra sögu að segja hér.
  Myndir segja meira en mörg orð. Er ekki ísfestivalið hugsað til að kanna nýjar slóðir og reyna að klifra nýjar leiðir? Það var nú ekkert topo til þegar fyrst var farið í Haukadalinn eða austur.
  Við búum á Íslandi og það á bara að blása til festivals þessa föstu helgi. Ef það gengur ekki á bara að reyna helgina eftir. Nú eða helgina þar á eftir. Ef það mæta tveir eða tuttugu skiptir ekki öllu máli. Það er þó allavega farið. Ég hef tvisvar mætt í Skaftafell á festival, oltið útaf veginum á leiðinni (var farþegi!) og lokast inni á Selfossi vegna eldgoss og ófærðar. Ekkert mál.

  Ég var að skoða myndirnar hjá könunum og drekka vískí. Óhætt að segja að þau klifruðu ansi magnaðar leiðir. Og kölluðu sunnlenska klifrara skrítnum nöfnum fyrir að koma ekki með…

  Fékk smá tíser en ekki góða stöffið. Það birtist seinna.

  Kitty að klifra Captain Calhoun (70 m WI5) í Garðshvilft í Dýrafirði. Hluti hvilftarinnar er á seinni myndinni. Fínt að fara á skíðum uppeftir (1 klst). Við Búbbi klifruðum leiðina á sunnudaginn.

  rok

  in reply to: Fréttir af ammerísku ísklifrurunum #57521
  0304724629
  Meðlimur

  Jæja best að ég svari mér bara sjálfur.

  fór í dag með þeim á Óshlíðina. Átti að reyna við eina drjólann í þessari hvilft sem ekki hefur verið klifinn. Hann reyndist ansi blautur, þannig að aðrar leiðir voru klifraðar.

  Þau eru mjög ánægð og ætla að dvelja hér lengur. Allavega á meðan það helst frost.

  in reply to: Ísfestival eða ekki? #57503
  0304724629
  Meðlimur

  Það er hægt að ná í mig enda nánast alltaf með símann. Aðstæður hér eru bara þokkalegar. Jay, Kitty og félagar eru hér að klifra í dag en þau fóru í skátferð í gær víða um svæðið. Þau ætluðu að fara í Dýrafjörðinn í en þar er skemmtileg hvilft með mikið af leiðum. Ég get fengið uppdeit hjá þeim í kvöld. Naustahvilftin er í fínum aðstæðum og annað sem er hærra til fjalla. Ef það verður frost alla vikuna, ættum við að vera í toppmálum næstu helgi.

  rok

  in reply to: Ísklifurfestival 2012 #57454
  0304724629
  Meðlimur

  Það var mjög hlýtt í síðustu viku á Ísafirði en ekki mikil rigning. Ennþá er nægur snjór og ís til fjalla. Núna er um 3ja stiga hiti og hefur snjóað í fjöll. Allur ís virðist blár og fallegur ennþá.

  in reply to: Ný Black Diamond Drift skíði til sölu #57392
  0304724629
  Meðlimur

  SKÍÐI SELD!

  in reply to: Ævintýri í Óríon #57240
  0304724629
  Meðlimur

  Þetta er skemmtileg og gagnleg frásögn Skabbi. Ég hef það fyrir reglu (af biturri reynslu…) að láta þann sem sígur niður fyrst, prófa að tosa og sjá hvort allt renni ekki vel í gegnum þræðinguna. Stundum er mikil tregða og þá er hægt að laga ankerið til áður en síðasti maður sígur. Lenti einu sinni í því að festa línu á Óshlíðinni í kósí klifri að kvöldi til. Við nenntum ekki að ná henni niður. Voru orðnir seinir í eitthvað gill. Komum daginn eftir og jeremías, klakabunkarnir voru svakalegir og línan afskrifuð.

  in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56938
  0304724629
  Meðlimur

  Við skruppum þarna niður um árið. Ívar, Arnar Emils og ég man ekki hver var fjórði maðurinn. Bundum saman tvær línur og sigum yfir hnútinn. Ívar getur kannski upplýst um hvernig það gekk…! Annars tók ferðin ekki langan tíma svona í minningunni. Kalli Ingólfs kann góða leið til að spila menn upp niður með skjótum hætti. Allt sem þarf er jeppi, drullutjakkur og felga…

  rok

  in reply to: Óska eftir ísskrúfum #56929
  0304724629
  Meðlimur

  Talaðu við Palla Sveins. Hann á svo mikið af nýjum ísskrúfum núna…!

  in reply to: Verðlauna fjallastemmning #56629
  0304724629
  Meðlimur

  Skúta: CHECK!

  in reply to: Bara til að minna á hvað er gaman #56461
  0304724629
  Meðlimur

  Kemst ekki því miður. Var fyrir norðan um síðustu helgi í skara og skít. Vonandi verður það betra um komandi helgi. Sendið bara verðlaunin vestur.

  rok

  in reply to: Klifur um helgina #56412
  0304724629
  Meðlimur

  Vídjó úr Önundarfirði. Ný leið WI5 og eitthvað.

  in reply to: Svefnpokaviðgerð #56392
  0304724629
  Meðlimur

  Oft er hægt að gera við rennilása án þess að skipta þeim út.

  Ég lét Seglagerðina skipta um rennilás á retró 40 gömlum skíðapoka frá tengdó. Það kostaði 10.000 kall! Það fannst mér rán. Og bara einfaldur saumur en ekki tvöfaldur eins var. Hinsvegar hafa þeir gert við segl á skútunni fyrir okkur og það var vel gert. Kannski ekki góðir í fínni vinnu? Hvað með saumavinnustofur og flinkar húsmæður? Myndi frekar veðja á það ef hægt er að fá góðan rennilás en ég held að það sé hægt að kaupa þá eftir máli í ýmsum litum hjá Seglagerðinni.

  rok

  in reply to: Klifur um helgina #56390
  0304724629
  Meðlimur

  Það er kominn mánuður frá því að bætt var í þennan þráð. Eru menn og konur dauðar úr öllum æðum???

  Erum búnir að vera nokkuð virkir hér. Við Búbbi og Danny fórum á Óshlíðina um helgina og klifruðum langleiðina upp leið sem við Ívar fórum fyrst fyrir mörgum árum. Glæsileg 5gr. leið sem í þetta skiptið var of blaut til að klára. Ansi mikið hrun úr jöðrunum sem sendi mig holdvotan og grenjandi niður. Klifruðum aðra línu við hliðina í góðum alpafíling.

  Erum líka búnir að finna nýtt og spennandi svæði á Ingjaldssandi með a.m.k. fimm leiðum sem voru of þunnar þegar á hólminn var komið. Klifruðum samt eina leið sem við skírðum Þorraþræl 4gr. 70 metrar.

  Kallinn í efsta haftinu (70m) stuttu áður en var beilað. P2200148.jpg

  Aðrar leiðir við hliðina sem oft ná saman. Fjærst sést í efsta hlutann á leiðinni Eiríki rauða (4+) sem við Eiríkur klifruðum fyrir súrkáli síðan P2200112.jpg

  in reply to: Ísfestival 2011 #56289
  0304724629
  Meðlimur

  Við stefnum á að koma þrír frá Ísó. Ég, Búbbi og Kanadíska undrabarnið hann Danny. Ætla menn almennt að mæta á föstudeginum?

  in reply to: Púlkur – Dalvík special #56265
  0304724629
  Meðlimur

  Uhhh…spurðu Kalla. Hann veit allt um púlkur….

  in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56215
  0304724629
  Meðlimur

  Menn eru mis viðkvæmir fyrir notuðum klifurbúnaði. Samt enginn jafn mikið og Sissi…!

  Ég hef aldrei skilið hvernig margt af þessu dóti á að eyðileggjast með því að vera notað á réttan hátt ca einu sinni í viku hjá meðal manninum, ef það nær því.
  Fyrir nokkrum árum komu einhverjir björgunarsveitar snillingar og héldu námskeið hér. Þeim var litið á gömlu Troll Whillans beltin frá 9. áratugnum og upp kom kutinn. Allt skorið í spað enda algjörar dauðagildrur! Þar á meðal gamla beltið mitt. Það var ekkert af þessum beltum og dugðu fínt fyrir krakkana til að síga og djöflast.

  Ef það er ekkert áberandi slit, þá er þetta í fínu lagi. Eina sem ég er skeptískur á eru klifurlínur. Þær eiga að vera í lagi. Enda var ég að endurnýja línurnar sem ég keypti 1998…

  rok

25 umræða - 1 til 25 (af 131)