Hvað er að frétta af ísfestivali.

Home Umræður Umræður Almennt Hvað er að frétta af ísfestivali.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47075
  2506663659
  Participant

  Eru einhver plön að fæðast?

  Frétti af nægum ís á vestförðum. Varla mikið í Kinninni núna.

  guðjón

  #58171
  Arni Stefan
  Keymaster

  Við í stjórninni erum einmitt búin að vera að skoða málið.

  Eins og staðan er núna er ólíklegt að farið verði í Kinnina. Höfum reynt að ná í Hlöðver, bóndann á Björgum, án árangurs, en viljum endilega heyra í honum áður en við sláum Kaldakinn út af borðinu.

  Við höfum verið að horfa aðeins á Vestfirðina núna, annaðhvort Ísafjörð eða Bíldudal.

  Hvað sem því líður viljum við eftir fremsta megni komast hjá einhverri frestun, enda líklega ekkert fengið með því að bíða eina viku.

  Málið ætti vonandi að skýrast á morgun eða hinn.

  #58172
  0304724629
  Meðlimur

  Það er nægur ís hérna. Vorum að klifra í dag. Reyndar smá hlýindi en ennþá alveg bunkað. Við tékkuðum á hóteleigendunum á Núpi og þeir eru alveg til í dans með góð verð. Garðshvilft er í 5 mín akstursfjarlægð og fleira góðgæti. Sjá myndir frá því í fyrra. Svo er að koma lið frá Mountain Hardwear í vikunni.

  rok

  #58173
  2506663659
  Participant

  Spjallaði við þau á Hömrum á föstudaginn. Þá var bara ís í heimaklettunum. Ólíklegt að það nái að byggjast upp eitthvað að viti í vikunni.

  #58175
  Gummi St
  Participant

  Við munum halda á Ísafjörð, stefnum á að gista á Gamla gistiheimilinu, berja ís yfir daginn og borða kjötsúpu á barnum hjá Rúnari og félögum á laugardagskvöld.

  Hver og einn þarf að panta gistingu fyrir sig og best er að hringja eða senda tölvupóst á Gistihúsið sjá http://gistihus.is
  Þar eru bæði til svefnpokapláss og uppábúin. Best er að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér svefnpokapláss sem eru af eitthvað skornum skammti.

  Vonumst til að sjá sem flesta!
  Stjórn

  #58179
  2109803509
  Meðlimur

  Frábært! Stefnir í góða stemningu á Ísafirði amk 15 manns búnir að skrá sig skv. http://www.isalp.is/component/eventlist/details/84-Ísfestival%202013.html

  Veðurspáin er góð amk passlegt hitastig sýnist mér http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/vestfirdir/#teg=hiti

  Ætlar fólk að fjölmenna á fimmtudag eða föstudag??! Ég stefni á fimmtudag og Arnar föstudag….

  Sjáumst hress :)

  #58180
  Gummi St
  Participant

  Við förum 3 á fimmtudagskvöld (Ég, Arnar og Óðinn) amk.. Getum varla unnið vegna spennings að komast loksins út að klifra!

  #58181
  0304724629
  Meðlimur

  Hljómar allt vel. Einn af þeim sem er að koma með Mountain Hardwear liðinu er Tim Emmett. Glerharður Breti. Hann er til í að vera með myndasýningu á laugardagskvöldinu í Bræðraborg. Er það ekki bara díll?

  Annars fórum við Viðar í smá næturmissjón í gær á Óshlíðina. Bullandi norðurljós, logn og -2 gráður. Flott 50 metra 4gr. leið og brött alla leið. Lítið tekið af myndum. Og get ekki límt við mynd hér. Agalegt hvað það er oft mikið vesen að pósta með myndum.

  #58183
  Otto Ingi
  Participant

  Við erum nokkrir hjálparsveitarlúðar úr HSSR og HSSK sem ætla að taka þátt. Erum 6 og komum á föstudagskvöldið.

  kv.
  Ottó Ingi

  #58186
  Ármann
  Participant

  Við erum um þrír sem ætlum að kíkja frá Vestmannaeyjum og fylgjast eitthvað með. Leggjum af stað um 18.30 frá Þorlákshöfn svo við ættum að vera komnir einhverntíman í seinna lagi.

  Erum með eitt laust sæti (tvö laus ef þið viljið sáttir sitja), en leggjum þó eitthvað seint af stað, líklega um 20:00 í seinasta lagi úr bænum þar sem Herjólfi seinkar. s. 698-2706.

  #58187
  1207862969
  Meðlimur

  Dagskrá laugardags:

  19.00 – Kjötsúpa, Aðalstræti 22b, 400 Ísafirði. Flokkskírteinin á lofti! Í boði verður alvöru súpa úr alvöru lambakjöti (ekkert súpukjötsrugl) með óerfðabættu byggi, erfðabreyttu fjallagrasi og grænmeti. Tilboð á ÍS-lensku öli á barnum. (Utanfélagsmenn kaupa súpu m/ábót á 1.500 kr.)

  20.30 – Myndasýning Tim Emmets í Bræðraborg

  21:15-23.00 – Stanslaust stuð í Aðalstræti 22b. Höfuðvígi Borea Adventures.

  23.00 – Flutningur stuðs yfir á vestfirskar knæpur.

  03.00-07.00 – Krækja í píu/púka með ísöxunum og skrúfa viðkomandi heim með sér.

  #58193
  Sissi
  Moderator

  Halló halló – er internetlaust á Ísafirði?

  #58194
  0304724629
  Meðlimur

  Nei, en menn og konur hafa bara verið að klifra en ekki hanga í tölvunni. Skýrsla fljótlega.

  #58195
  3103833689
  Meðlimur

  Takk fyrir eðal helgi,ég náði tveimur góðumklifurdögum í frábærum félagsskap og fínu veðri.
  Vel gert hjá Rúnari að taka af skarið, beina fólki vestur og taka svona hrikalega vel á móti því. Þakka Rúnari, Nanný og Búbba fyrir góða kjötsúpu og hlýjar móttökur á Bræðraborg.

  #58196

  Frábær helgi og með betiri Festivölum. Takk fyrir mig.
  Svo þurfa menn og konur að fara skrá allan þann fjölda leiða sem voru klifnar.

  #58197
  Otto Ingi
  Participant

  Alveg frábær helgi, nokkrar myndir frá okkur í HSSR hérna

  #58198
  Páll Sveinsson
  Participant

  Smá video frá mér og mínum.
  http://www.youtube.com/watch?v=zuSHtdD6Ms8
  kv.P

  #58199
  #58201
  Siggi Tommi
  Participant
  #58205
  Sissi
  Moderator

  #58209
  Arnar Jónsson
  Participant

  Myndir og ferðasaga kominn inná climbing.is frá festivalinu :)

  http://climbing.is/grein/185

21 umræða - 1 til 21 (af 21)
 • You must be logged in to reply to this topic.