Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

Home Umræður Umræður Almennt Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47589

    Reglulega er hér á spjallinu rætt um búnað, hversu lengi hann endist, hvenær á að úrelda hann o.s.frv. Það er staðreynd að klifrarar eru mjög meðvitaðir um að hafa búnaðinn í toppstandi enda getur hann ráðir því hversu lengi maður fær að kemba hærurnar.

    Á bls. 16 í mogganum í dag (19.01.2011) er athyglisverð mynd af bjargsigmanni. Þeir eru harðir kallar geinilega og ekki mikið að spá í að vera í nýjasta klifurbeltinu sem völ er á. Sé ekki betur en að beltið sé eldgamalt, upplitað og mjög mikið notað. Svo er það kaðallinn græni :)

    Maður er kannski bara allt of mikið að pæla í þessum blessaða búnaði. Spurning um að fara spara eðeins og nota þetta drasl almennilega… eða ekki.

    Þetta eru nú bara smá pælingar eftir að ég sá myndina í mogganum. Gott að klifrarar eru með öryggið á oddinum og ég vona að það breytist ekki.

    #56204
    Sissi
    Moderator

    Mynduð þið klippa ykkur í bjargsigsdót í björgun?

    Discuss

    #56206
    Ármann
    Participant

    Það hefur kannski verið aðeins minni þróun í bjargsigi heldur en sportklifri frá 1937.

    #56213
    Bergur Einarsson
    Participant

    Hef reyndar ekki séð þessa mynd í mogganum en Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur sigið í Krísuvíkurbjarg í mörg ár.

    Þar er notast við kaðla en ekki static línur. Hefur marga kosti ef maður er ekki mikið að spá í þyngdinni. Ágætt að vera með 25 mm af efni en ekki 11 til að skrapa af á brúnum og fylla af gúanói.

    Kerfið er alltaf haft tvöfalt, þ.e. tveir kaðlar og menn eru í þokkalega nýjum beltum og með hjálma frá því eftir síðustu aldamót.

    Myndi ekki hika við að nota kerfi sem þetta í bjögun ef ég vissi hvað ég er með í höndunum. Það gildir víst það sama um þetta nylon og það sem er í línunum sem við notum dags daglega að þetta er ekki eilíft og þolir illa sólarljós. Ekki binda bara hvaða kaðal sem er í sig og láta flakka.

    #56215
    0304724629
    Meðlimur

    Menn eru mis viðkvæmir fyrir notuðum klifurbúnaði. Samt enginn jafn mikið og Sissi…!

    Ég hef aldrei skilið hvernig margt af þessu dóti á að eyðileggjast með því að vera notað á réttan hátt ca einu sinni í viku hjá meðal manninum, ef það nær því.
    Fyrir nokkrum árum komu einhverjir björgunarsveitar snillingar og héldu námskeið hér. Þeim var litið á gömlu Troll Whillans beltin frá 9. áratugnum og upp kom kutinn. Allt skorið í spað enda algjörar dauðagildrur! Þar á meðal gamla beltið mitt. Það var ekkert af þessum beltum og dugðu fínt fyrir krakkana til að síga og djöflast.

    Ef það er ekkert áberandi slit, þá er þetta í fínu lagi. Eina sem ég er skeptískur á eru klifurlínur. Þær eiga að vera í lagi. Enda var ég að endurnýja línurnar sem ég keypti 1998…

    rok

    #56218
    Sissi
    Moderator

    Þið eruð náttúrulega ruglaðir þarna fyrir vestan, klifrandi útum allt á hampreipi og negldum skóm og róandi út á mitt djúp á einangrunarplasti. Ekkert að marka það.

    En það eru reyndar til stressaðri menn en ég, það sem vakti mig til umhugsunar og gagnaöflunar síðasta sumar var að ég var húðskammaður fyrir sportklifurbeltið mitt síðan um aldarmótin og skar það í kjölfarið í búta.

    Nylon er líka stórhættulegt sé það meðhöndlað vitlaust: http://icelandicmusic.blogspot.com/2007/04/nylon-icelandic-spice-girls.html

    #56223
    Ólafur
    Participant

    Rúnar Óli Karlsson wrote:

    Quote:
    Menn eru mis viðkvæmir fyrir notuðum klifurbúnaði. Samt enginn jafn mikið og Sissi…!

    Svo eru sumir glysgjarnari en aðrir og nota þetta bara sem afsökun til að kaupa nýtt glingur. Ónefndur félagi Sissa sem heldur til í Hálöndunum kemur líka upp í hugann…

    #56224

    Það er mikið rætt um bjargsig þessa dagana:

    „Kveikjan að því að kvikmyndin komst í umferð var ljósmynd af eggjatökumanni í Vestmannaeyjum í Morgunblaðinu i gær og vakti hún umræðu á spjallvef Íslenska alpaklúbbsins. Þótti fjallaklifrurum búnaður Eyjamannsins nokkuð fornfálegur. Þá setti einn tengil á kvikmyndina og benti á að minni þróun hafi orði í búnaði eggjatökumanna frá 1937 en búnaði sportklifrara.“

    Af mbl.is

    #56227
    0311783479
    Meðlimur

    Þetta snyst nu bara um hvada mat menn leggja i lifslikur nylons fra framleidendum. Ad theirra mati myndi klifrarinn Bonus Pater losa sig vid nylon thegar thad er ordid akvedid gamalt ohad notkun, hann hefur nu oft rett fyrir ser hann Bonus P blessadur.Mer finnst thad nu ekkert vera nein serstok dygd ad na sem flestum arum ut ur nyloninu. Aflitadir slingar, tvistar og trosnadar linur er einfaldlegt ekki eitthvad sem kveikir losta i minum huga.
    Sagan segir ad Glysgjarni Halendingurinn se nu svagur fyrir pilsum ( ath! ekki mini pylsum, thvi pylsa er bara fjorir bitar eins og allir vita) og sparar ekki vid sig glingrid ef thad thyda fleiri pils. Hann verdur tho ekki sakadur um ad nota ekki glingrid sitt Halendingurinn tarna!

    Annars eru svona mal natturulega best settlud i saunum.

    #56228
    Karl
    Participant

    Bjargsig, -er þess eðlis að menn“eru dottnir“ strax og þeir eru sestir í línuna. Það er því alla jafna ekki hætta á falli líkt og í klifri. Alla jafna er álag á búnað sem engöngu er notaður í sig, aðeins brot af því álagi sem verður í klifri við sæmilegt fall við háan fallstuðul.

    Við sig í fuglabjörg er bráðsniðugt að nota svera og ódýra kaðla. Slíkir kaðlar eru lestaðir lítið á flatareiningu og verja sig mun betur en hlutfallslega strengdari 11 mm statiklínur.

    Sjálfur hef ég oft setið í rólu í sigi. Ég er að sjálfsögðu líka í belti, en rólan tekur drjúgan hluta þungans og er haldið uppi af lyklakippukarabínum. Rólan er bara þunn krossviðarplata. Kraftarnir eru óverulegir og í sjálfur sér ekki meiri en á ísöxi við að klifrari pendúli.

    #56229

    Ég fékk skemmtilegan póst frá ágætum manni og ég bað um að fá að birta hann. Þegar svarið barst, sem var jákvætt, þá fylgdi enn frekari fróðleikur. Hér að neðan má sjá báða póstana:

    __________________

    # 1

    Sæll Björgvin

    Sé að þið í Íslenska Alpaklúbbnum eruð að ræða um bjargsig og þann búnað sem notast er við.

    Þessi mynd sem þú vísar í er af Haraldi Geir og er hann að síga eftir eggjum í Bjarnarey í sömu eyju og þýska kvikmyndin er tekin.
    Myndin af Haraldi er tekin efst í svokölluðu Hrútaskorusigi árið 2008.

    Í Bjarnarey er fríður og hraustur 7-10 manna flokkur bjargsigsmanna sem stundar þar bjargsig á eggjatímanum frá ca 15-25 maí ár hvert.
    Tilgangurinn er að halda í gamlar hefðir og gera þetta eins líkt og gert var í gamla daga. Að vísu hefur öryggi verið aukið og við bætt við talstöðvum og betri bönd og sterkari notuð enda er sigið á einu sigbandi í stað tveggja. ( Bundið á báðum hét það). Einnig er notast við sigbelti til þæginda í löngum sigum sem eru ca 120 metra löng frá bjargbrún og niður í sjó. Fyllsta öryggis er gætt og farið er yfir bönd og sigbúnað fyrir hvert vor.

    Við höfum gert ýmsar tilraunir með að nútímavæða sigið og notað ýmiss bönd og kaðla en höfum alltaf farið til baka í þessi sveru bönd sem eru miklu þægilegri í lófanum þegar við þurfum að koma okkur inn á syllur og klifra og mikil handavinna í gangi. Krampi kemur strax ef bandið er grant.

    Einnig er ekki gott að hafa mikla teygju í kaðlinum. Það helgast af því að þegar taka þarf stór rið í berginu þá er erfitt að reikna út lendingarstað vegna teygjunar sem einnig eykst þegar sigmaður er kominn með fullt af eggjum inn á barminn.
    Þá er mjög óþægilegt að þegar sigmaður kemst inn á syllu eftir stórt rið að þá er hætta á að kaðallinn kippi sigmanni upp og út af syllunni þegar teygjan er mikil.

    Kíktu á þessa slóð og láttu þig dreyma ..
    http://www.bjarnarey.is/index.php?option=com_rsgallery2&Itemid=92&page=inline&catid=12&id=1357&limit=1&limitstart=70

    Ljúft við lifum og klifurkveðjur ..

    Kveðja

    Hlöðver Guðnason

    __________________

    # 2

    Sæll Björgvin

    Þér er velkomið að birta þetta á þræðinum hjá ykkur svona til fróðleiks.
    Eins og áður hefur komið fram að þá erum við alltaf að hugsa um öryggi og tryggja það að menn fari sér ekki að “voða”.

    Farið er yfir bönd og sigbúnað á hverju vori. Sum sigbeltin eru orðin tuga + ára gömul og ófúin en upplituð. Við höfum verið með nælonbönd og völdum þau í samráði við netagerðarmeistara. Áður fyrr voru notuð netabönd / tó úr netadræsum og voru þau ágæt en bara alltof stutt þegar komið er í langt sig. Einnig var oft sandur inni í þeim sem var ekki gott, þar sem sandurinn sker bandið smátt og smátt að innan.
    Sverleikinn og lítil teygja á böndunum er líka svolítið atriði þegar kemur að hífingu, að þá er gott fyrir brúnamennina að geta náð góðu taki á sigbandinu. Við erum að vísu með sigspil til að létta okkur vinnuna en treystum ekki alfarið á það.

    Nokkur slys hafa verið við bjargsig í Eyjum og nokkur dauðaslys í Bjarnarey. Þau hafa alltaf gerst þegar menn hafa verið óbundnir við klifur og eggjatöku.
    Þess vegna hefur það verið regla hjá okkur að sigmaður losar sig aldrei úr bandi. Treysta bandinu og vera alltaf bundinn sögðu gömlu karlarnir.

    Annars er alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og endurnýja búnað reglulega.
    Það er ekkert gaman að vera í klifri eða sigi ef maður treysir ekki búnaði eða félögunum, þetta eru líflínurnar.

    Annar visa ég í http://www.bjarnarey.is/ . Þar eru flottar myndir af bjargsigi /eggjatöku í myndalbúmi merkt eggjataka 2005 og 2007 og fleiri albúmum.
    http://www.bjarnarey.is/index.php?option=com_rsgallery2&Itemid=92

    Það sést líka að félagsskapurinn er fjallmyndarlegur og kann að skemmta sér.

    Það er flott grein og myndir frá RAX í Mogganum sunnudaginn 24. maí, 2009 ef þið hafið aðgang að Mogganum.

    Ljúft við lifum og Bjarnaeyjakveðjur til ykkar allra.

    #56230
    1506774169
    Meðlimur

    Það er himinn og haf milli okkar ágætu nylonkaðla í dag og gömlu hampvaðanna sem notaðir voru í Hælavíkur og Hornbjargi. Þá voru þeir kallaðir sigfestar og var tvíþættur kaðall, annar þátturinn grennri en hinn og voru aðskildir. Eins og Eyjamaðurinn lýsir voru þeir alltaf yfirfarnir að vori og grunn yfirferð fyrir sig en erfitt var að sjá hvort að mar væri í vaðnum. Mikið grjótfall var í þessum björgum og varð festin oft fyrir grjótbarningi á syllum án þess að menn tækju eftir því. Samt var mjög fátítt að slys yrðu af þessum búnaði. Helst urðu slys þegar menn urðu fyrir grjóthruni eða tengdu festina vitlaust við festaraugað en svo hét hringurinn á festarhaldinu (sigbeltinu) en það var nokkurskonar heilbelti. Utan á þessu voru menn síðan með svokallaða hvippu sem geymdi eggin og höfðu menn allt að 300 egg í hvippunni í lok hvers sigs sem er eflaust 1/2 þyngd nútímakonu.

    Þessir menn hefðu líklega gefið að minnsta kosti einn handlegg fyrir þann búnað sem við höfum í dag í þessum bransa :)

    #56232
    Sissi
    Moderator

    Þetta er allt mjög fróðlegt og áhugavert, þakka Hlöðveri og Guðmundi sérstaklega fyrir góð innlegg. Skemmtilegar myndir.

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.