Fréttir af ammerísku ísklifrurunum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fréttir af ammerísku ísklifrurunum

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45708
  0304724629
  Meðlimur

  Þau Kitty Calhoun, Jay Smith og Pat & Dawn Ormond hafa dvalið í góðu yfirlæti á Ísafirði síðustu daga. Þau hafa verið að raða inn nýjum leiðum í Dýrafirði. Ég og Danny (,,Kanadi“ sem býr hér) fórum með þeim í gær inn í Hestfjörð að tékka á flottum mix vegg en það var of hlýtt og leiðinda slydda.

  Fórum þá í Önundarfjörð að tékka á gömlu prósjekti en þar var kaf snjókoma og spýjur á fimm mínútna fresti niður ísleiðirnar. Fórum þá bara í frekari bíltúr að tékka á nýju stöffi.

  Bauð þeim svo í mat í gær og Jay sýndi okkur myndir úr Garðshvilft í Dýrafirði. Svakalega sexí 70 metra leiðir þjappaðar saman á litlu svæði. Þau sögðu að ef þetta svæði væri í henni Ammmeríku, þá væri biðröð allar helgar. Þau fóru aftur þangað snemma í morgun til að bæta í safnið. Nú er logn, mínus tvær og snjókoma.

  Veit einhver hvað varð um ítalina sem voru í ísvandræðum?

  kv, rok

  #57521
  0304724629
  Meðlimur

  Jæja best að ég svari mér bara sjálfur.

  fór í dag með þeim á Óshlíðina. Átti að reyna við eina drjólann í þessari hvilft sem ekki hefur verið klifinn. Hann reyndist ansi blautur, þannig að aðrar leiðir voru klifraðar.

  Þau eru mjög ánægð og ætla að dvelja hér lengur. Allavega á meðan það helst frost.

  #57523
  Páll Sveinsson
  Participant

  Smá öfund.
  Magnað að sjá allan þennan ís.

  kv.
  P

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.