Ísafjarðardjúp

Vestfjörðunum er skipt niður í: Barðaströnd, ArnarfjörðurDýrafjörður, Ísafjarðardjúp og  Hornstrandir. Takið eftir því að svæðið Ísafjarðardjúp nær einnig yfir Súgandafjörð og Önundarfjörð.

Djúpinu skiptum við svo niður í Önundarfjörð (Skálagil, Þorfinnur og Hafradalur), Óshlíð (Óshlíð, Kálfafellsdalur og Seljadalur), Nágrenni Ísafjarðar (Bakkahvilft, Gleiðarhjalli, Kirkjubólshvilft og Naustahvilft), Álftafjörður (Súðavíkurhlíð, Valagil og Seljlandsdalur) og Hestfjörður.

Seljadalur
Seljadalur er einn af þremur dölum sem er á hlíðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í dalnum hafa í raun aðeins verið klifraðar tvær leiðir. Í ískönnunarferð um daginn sáust nokkrir skemmtilegir möguleikar s.s. mjög bratt kert sem fellur fram af klettaþaki og 50 – 60 m mjög brattar leiðir (a.m.k.) tvær.

Kálfadalur

Óshlíð
(15 mín akstur frá Ísafirði + 20 – 40mín gangur frá vegi eftir leiðum)
Þarna er búið að klifra töluvert af leiðum og er úrvalið mikið. Leiðirnar sem hafa verið klifraðar eru á bilinu WI 3 – 5 og eru möguleikar á erfiðari leiðum ef menn og konur séu á þeim buxunum. Víða eru skemmtilegir gilskorningar með löngum „alpaleiðum“ þar sem skiptist á snjór, ís og klettar. Bergið er merkilega gott. Það þarf að síga úr öllum leiðunum nema það sé klifrað alveg upp á topp. Það er sjaldan gert. Best er að nota V – þræðingar en oft er hægt að finna klettanibbur til að síga fram af. Taka skal fram að varhugavert er að vera á hlíðinni ef það snjóar. Kosturinn er sá að þessi gil hreinsa sig um leið og snjór sest í þau, þannig að heimamenn vita hvenær fjallið er öruggt.

Gleiðarhjalli í Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar
(40 -50 mín gangur frá bænum)
Svæði með fullt af styttri leiðum í giljum í endilöngum hjallanum. Gott fyrir klifrara sem ekki eru búnir að klifra mikið. Ofan Gleiðarhjalla eru nokkrar lengri leiðir sem ekki hafa verið klifraðar sökum þess að í venjulegu árferði sest svo mikið af snjó á hjallann sem styttir leiðirnar verulega.

Naustahvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Hvilftin er ofan flugvallarins á Ísafirði og býður upp á langar leiðir (3ja spanna) í flottu umhverfi með Ísafjörð fyrir neðan og útsýni út Ísafjarðardjúp. Flestar léttu leiðirnar 4gr. og undir) hafa verið klifraðar en a.m.k. tvær til fimm svakalega flotta leiðir eru mögulegar. Fer eftir aðstæðum.

Kirkjubólshvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Næsta hvilft inn frá Naustahvilft, ofan við endurvinnslustöðina Funa.

Önundarfjörður
Um 8 línur eru í boði í Hafradal innst í Önundarfirði og hafa tvær þeirra verið klifraðar. Eitthvað er í boði af íslínum utar í dalnum og ein alpaklifurleið upp tindinn Þorfinn.

  1. Betanía – WI 4
  2. Sýndarveruleiki – WI 4
  3. Thor’s Revenge – WI 5
  4. Gjáin –  Gráða I-II

Álftarfjörður

Álftafjörður er nokkuð stór og skiptist því niður í undirsvæðin: Súðavíkurhlíð, Seljalandsdalur og Valagil.

Í Súðavíkurhlíð er allt roadside. Þar var klifrað á kvennaísklifurnámskeiðinu Chicks with picks árið 2016.

Í Seljajandsdal er vitað um eina leið, leiðina Hælkrók, en hún hefur ekki verið staðsett nánar innan dalsins.

Valagil er í botni Álftafjarðar og er einnig í Seljalandsdal. Um 30 mín akstur er frá Ísafirði og 50 min gangur. Hægt er að keyra langleiðina upp að leiðunum á sæmilegum jeppa og eru þar skemmtilegir möguleikar. Búið er að klifra eina leið, Stekkjastaur WI 4 um 60m löng og mjög falleg. Leiðin er reyndar aðeins innan Valagilsins sjálfs. Í gilinu er mikill foss sem úðar vatni á klettaveggina sitthvoru megin. Eins eru smærri sprænur sem renna niður af gilbörmunum neðar í gilinu.

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið í norður og beygt út af þjóðvegi 1 við Bröttubrekku. Þaðan er haldið áfram í átt að Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og inn og út alla firðina í Djúpinu. Munið að skoða vel færð á vegum áður en lagt er af stað í langferð af vetrarlagi.

Kort

Skildu eftir svar