Eyjafjöll

Paradísarheimt snýr í suður og er nánast eingöngu í aðstæðum í lok desember og byrjun janúar. undantekningar geta verið á því en þá er ísinn mjög bakaður og mikið um grjót og íshrun.

A. Seljalandsfoss
Það verður sennilega langt langt þar til Seljalandsfoss kemst í aðstæður en á milli hans og Gljúfrabúa myndast nokkrir stuttir og stífir fossar sem hafa verið klifraðir.

 1. Óli prik – WI 5+
 2. Tannstöngullinn – WI 5+

B. Paradísarheimt
Á sumrin er þessi foss bara pínu strik og nær oft ekki niður fyrir hamagangi í vindinum. Á veturna nær þessi veggur að frjósa og mynda frábærar ísleiðir. Farið þó með gát, því veggurinn snýr allur í suður og mikið hrun getur orðið úr honum ef ísinn nær að sólbakast.

 1. Vinstri Paradísarheimt – WI 4
 2. Paradísarheimt (Upprunalega útgáfan) – WI 4
 3. Hægri Paradísarheimt – WI 4
 4. Skoran – WI 4
 5. Dreitill þráðbeinn – WI 5
 6. Dreitill WI 5+
 7. Bjarta hliðin – WI 6
 8. Afi – WI 5

C. Pöstin
Þekkt sportklifursvæði, sjá nánar á klifur.is. Ein leið hefur verið farin í hömrunum ofan við bæinn Hvamm. Mynd af leiðinni í aðstæðum væri vel þegin.

D. Holtsdalur
Nýtt svæði í mars 2017, ein leið kominn í dalinn. Aðal veggurinn snýr í norð vestur og fær því ekki mikla sól. Grófur og ógreinilegur malarslóði liggur inn eftir sandinum eftir að áin flæddi yfir bakka sína í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins 2010. Stutt approach og möguleiki á 10-15 flottum línum.

 1. Góður mosi – M 5

 

(Er eitthvað í næsta gili við Skógafos?)

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið í austur eftir þjóðveg 1, yfir Hellisheiði og í gegnum Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll. Þegar komið er að Seljalandsfossi, þá ertu á réttum slóðum.

Athugið að til að fara inn í Þórsmörk er mælt með að vera á Jeppa, helst breyttum.

Kort

Skildu eftir svar