Eyjafjöll

A. Seljalandsfoss
Það verður sennilega langt langt þar til Seljalandsfoss kemst í aðstæður en á milli hans og Gljúfrabúa myndast nokkrir stuttir og stífir fossar sem hafa verið klifraðir.

  1. Óli prik – WI 5+
  2. Amma dreki – WI 5+
  3. Skál – WI 3+

B. Paradísarheimt
Á sumrin er þessi foss bara pínu strik og nær oft ekki niður fyrir hamagangi í vindinum. Á veturna nær þessi veggur að frjósa og mynda frábærar ísleiðir.

Paradísarheimt snýr í suður og er nánast eingöngu í aðstæðum í lok desember og byrjun janúar. undantekningar geta verið á því en þá er ísinn mjög bakaður og mikið um grjót og íshrun.

Paradísarheimt er nefnd í ársriti Ísalp frá 1989 sem á bls 19 sem klassísk leið, ásamt góðri ferðasögu og lýsingu.

1. Vinstri Paradísarheimt – WI 4
2. Paradísarheimt (Upprunalega útgáfan) – WI 4
3. Hægri Paradísarheimt – WI 4
4. Skoran – WI 4
4a. Paradísarrif – WI 4+/5
5. Dreitill þráðbeinn – WI 5
6. Dreitill – WI 5+
7. Bjarta hliðin – WI 6
8. Afi – WI 5
9. Upphafið af paradís – WI 5
10. Canada dry – WI 5

C. Pöstin

Þekkt sportklifursvæði, sjá nánar á klifur.is. Ein leið hefur verið farin í hömrunum ofan við bæinn Hvamm. Mynd af leiðinni í aðstæðum væri vel þegin.

D. Holtsdalur
Nýtt svæði í mars 2017, ein leið kominn í dalinn. Aðal veggurinn snýr í norð vestur og fær því ekki mikla sól. Grófur og ógreinilegur malarslóði liggur inn eftir sandinum eftir að áin flæddi yfir bakka sína í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins 2010. Stutt approach og möguleiki á 10-15 flottum línum.

  1. Góður mosi – M 5

 

J. Holtsós

Eitthvað af íslínum leynist í Holtsnúp ofan við Holtsós. Ein lína hefur verið skráð

I. Ingimundur

Klifrað hefur verið í dranganum Ingimundi síðan 1988 og er hann því orðinn þekktur á meðal klifrara á Íslandi. Árið 2002 birtist lítill leiðavísir um Ingimund í ársriti Ísalp sem tekur vel fyrir aðkomu að dranganum sem og leiðirnar á honum.

Allar leiðirnar eiga það sameiginlegt að vera dótaklifurleiðir og Stefán Steinar Smárason átti þátt í öllum þremur furmferðunum.

Gengið er upp við bæinn Steina undir Eyjafjöllum. Þar er gengið upp áberandi bratt gil, þar til komið er að eldrauðu berglagi efst í gilinu. Þar er hliðrað til hægri (austur) yfir í næsta gil. Þar ætti að lafa fram af smá klettahafti skipakaðall, óttist eigi, hann er bundinn í mjög fastann stein og að því gefnu að hann veðrist ekki til óbóta, þá er hann merkilega solid. Þar er annað og stærra klettahaft, sem ekki þarf að klífa, heldur hliðra aftur til hægri (austurs) yfir í næsta gil og upp bratta grasbrekku. Eftir það liggur leiðin í grófum gráttum bara upp hliðra aðeins til vintri (vesturs) aftur, þræða á milli hafta.

0. Sumarsnjór – 5.9
1. Gul lína: S fyrir Stratos – 5.8
2. Rauð lína: Mundi – 5.6
3. Græn lína: Orginallinn – 5.6
4: Z fyrir Zoidberg – 5.10a

E. Þorvaldseyri

Aðeins er vitað um klifur í Fellsfossi ofan við Þorvaldseyri.

 

F. Seljaland

Möguleiki á flottum línum í þröngum kverkum ofan við Seljavallalaug.

G. Hrútafell

Áberandi veggur úr þokkalega föstu móbergi. Ein leið er þekkt á veggnum, Sárabót Satans

H. Skógar

Ekki hafa verið farnar margar línur á Skógum, aðeins ein eins og er í spreyinu frá Skógafossi

 

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið í austur eftir þjóðveg 1, yfir Hellisheiði og í gegnum Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll. Þegar komið er að Seljalandsfossi, þá ertu á réttum slóðum.

Athugið að til að fara inn í Þórsmörk er mælt með að vera á Jeppa, helst breyttum.

Kort

Skildu eftir svar