Dýrafjörður

Mest hefur verið klifrað í Dýrafirði á Ísklifurfestivali Ísalp árið 2013. Þá var klifrað á tveimur stöðum, Eyrardal sunnan megin í firðinum og í Garðshvilft norðan megin í firðinum. Á festivalið mættu atvinnu ísklifrararnir Dawn Glanc og Tim Emmett. Með þeim í för var ljósmyndara teymi en þar á meðal var Keith Ladzinski sem er hvað þekktastur fyrir sportklifur myndbönd.

Eitthvað hefur skolast til í skráningunni síðan 2013 og því eru einhver göt sem á eftir að fylla í

Eyrardalur

Stór falleg skál með klifri allan hringinn. Það tekur u.þ.b. hálftíma að ganga inn í miðja skálina og svo annan hálftíma upp að leiðunum.

Garðshvilft

Leiðarlýsing

Á veturna eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði yfirleitt ófærar. Því er eina leiðin í Dýrafjörð oftast frá Ísafirði, 40-60 mínútna akstur.

Kort

Myndbönd

Skildu eftir svar