Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Klettabelti fyrir ofan tjaldsvæðið Hamrar. Eitthvað er af dótaklifri í klettunum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum á beltinu sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

Munkaþverá
Eitthvað hefur verið barið í ís þarna, án þess að Ísalp hafi fengið fréttir af nöfnum, gráðum eða öðru. Við óskum því eftir frekari upplýsingum um Munkaþverá og nágrenni.

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er keyrt norður eftir þjóðvegi 1 í 4,5 klukkutíma.

Kort

Skildu eftir svar