Gnar for Breakfast

Leið nr.2

AD +, WI3 100m

(þýtt úr enskri leiðarlýsingu)

Vestari Hnappur er einn tinda Öræfajökuls og situr á öskjunni sunnanverðri. Hnappurinn er 1851m hár og klifrið hefst í rúmlega 1700m hæð.

Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn neðan við Hnapp er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Ef aðstæður eru erfiðar væri Sandfellsleið einnig möguleiki og þá þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni inn að Hnappnum.

Leiðin er staðsett austan við eldri leiðina Einhyrningar og liggur upp snjóflóðagilið, sem er þokkalega bratt en aðeins dregur úr hallanum eftir fyrstu fimm til sex metrana. Hér tekur við rúmlega fimmtíu gráðu snjóklifur þar til komið er upp undir lokahaftið, seinasta erfiðleika leiðarinnar áður en hægt er að ganga upp á topp Hnapps.

 

Allt í allt er klifrið ekki mjög krefjandi, en tryggingamöguleikar geta reynst síðri en best yrði á kosið. Ísskrúfur virðast alla jafna gera lítið gagn enda kom ég einungis þremur fyrir í leiðinni (þar af einungis einni traustvekjandi), en ef auka snjótrygging er tekin með getur hún reynst vel sem millitrygging.

Michael Reid, Eugene Gilbun og Deividas Matkevicius – 24. júní 2019

Myndin sýnir annan mann að elta upp í 50° snjóbrekkuna

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Vestari Hnappur
Tegund Alpine