Þrengslin

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 3 á mynd

Gráða III/IV, 150 m (erfiðleikarnir efstu 70m)

Úr leiðavísi frá 1979:
Löng ís og snjóklifurleið, fær við bestu skilyrði og aðeins fyrir mjög „vana“ klifurmenn. Lagt er af stað úr Miðsúludal og farið upp breitt gil, sem sker klettabeltið, og snjóbrekku að þrengslunum. Þessi kafli er um 80 m og telst til I. gráðu snjóklifurs. Höft eða hengjur eru ekki á þessari leið. Bratti er mikill uppi í mynni sjálfra þrengslanna og neðst í þeim er um 5 m langt 70° bratt íshaft. Hér er best að reka inn ísskrúfu eða ísfleyg og tryggja næsta mann upp til sín áður en lagt er á brattann. Þegar komið er upp fyrir fyrsta íshaftið minnkar hallinn í um 50° og helst það næstu 10 m. Þá tekur við um 8 m langt og 70° bratt íshaft. Ágætt er að reka inn millitryggingu áður en lagt er í haftið. Þegar upp fyrir haftið er komið, klofnar leiðin í tvennt, best er að halda beint áfram, því leiðin til hægri er ekki samfelld, klettar slíta hana í sundur á kafla. Haldið er áfram, uns leiðin skiptist aftur, þá er stansað, enda um 35-40 m niður til næsta manns. Nú er tryggt með ísöxi og/eða snjóankeri (stundum betra að nota ísskrúfur) og til öryggis má negla bergfleyg í klettinn. Nú er næsti maður tekinn, því næst farið upp íshaftið sem er lengt til hægri (vesturs), því að jafnaði er mesti ísinn þar. Upp að haftinu, sem er jafnframt síðasti og erfiðasti „farartálminn“ á leiðinni er um 50° bratti, en haftið sjálft er yfir 80° og 4-6 m langt. Millitrygging áður en langt er á haftið er ákjósanleg. þegar komið er upp úr þrengslunum, tekur við samfelld snjóbrekka. Er þá klifrað upp á hrygg Syðstusúlunnar og næsti maður tekinn upp.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Syðstasúla
Tegund Alpine
Merkingar

10 related routes

Scottsrif

Ekki algjörlega vitað hvaða rif Michael klifraði en líklegt er að það hafi verið annað af þessum tveimur augljósu vinstra megin við leiðina Morgunfýla.

Í heimsókn sinni til Íslands í maí 1986 fór Michael Scott meðal annars á Botnssúlur. Þar einfór hann nýja leið í norðurhlíð Syðstusúlu (1095 m). Leiðin liggur upp eitt af rifunum í norðurhlíðum ofan Súlnadals og er af 3.-4. gráðu.

FF: Michael Scott, maí 1986.

Þel WI 3

Sennilega gilið sem er mitt á milli leiðar 5 og leiðar 6.

Mjög skemmtileg snjó- og ísklifurleið í norðvesturvegg Syðstusúlu (1 095 m). Leiðin liggur upp gil sem sker vegginn skáhalt og endar efst á hryggnum milli Súlnadals og Miðsúludals. Einu erfiðleikarnir eru í tveimur íshöftum neðst í leiðinni, 3. gráða.

FF: Gestur Geirsson og Guðjón Snær Steindórsson, janúar 1984

Dráttur

Leið númer 6 á mynd.

Gráða II, 200 m

Ein langsta snjó og ísklifurleið í Botnsúlum. Lagt er af stað upp úr Súlnadal neðst í klettabeltinu norðvestan undir hátindinum. Farið er beint upp gilin, sem er um 10m breitt neðst. Gilið breikkar eftir um 25 m, en greinist jafnframt í að minnsta kosti þrjú snjófyllt gil. Haldið er áfram upp gilið, sem er lengst til hægri (vesturs). Áður en haldið er áfram, er best að reka niður tryggingu, því nú eykst brattinn og er á köflum rúmlega 50°. Gilið mjókkar jafnframt og verður um 2m breitt. Þegar um 100 m eru að baki, skiptist leiðin í tvennt. Sé haldið beint áfram og síðan upp á norðurhrygg Syðstusúlunar, eru engin íshöft á leiðinni. Þá telst leiðin af I. gráðu, en skemmtilegast er þó að fara upp til vinstri (austurs) upp 4 m, 60° bratt íshaft og áfram upp mjótt og bratt gil, sem síðan hverfur út í vesturhlíðina á norðurhrygg Syðstusúlunnar. Gæta þarf fyllstu varúðar þegar komið er upp fyrir gilið, því að klifrið er ekki búið, auk þess er mikill bratti og mikil vegalengd niður í Súlnadal. Efst við norðurhrygginn getur verið smá hengja.

Tog

Leið númer 5 á mynd.

Gráða I, 80 m

Einföld snjóleið úr Súlnadal upp á norðurhrygg Syðstusúlunar. Engin höft eða íshengjur eru á þessari leið, sem er jafnframt auðrötuð. Meðalhalli mun vera um 45-50°

Morgunfýla WI 3+

Norðurveggur Syðstusúlu, rauð lína á mynd

Í ársriti Ísalp frá 1992 birtist greinin „Morgunstund gefur gull í mund“. Greinin fjallar um frumferðina á leiðinni Morgunfýla.

Leiðin byrjar í snjógili með um 5m íshafti snjógilið er um 30 m. Þaðan tekur við 20m hliðrun eftir bergstöllum til að komast að ísnum. Þaðan er klifrað beint upp fossinn sem er um 70-80 gráðu brattur með lóðréttum köflum.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Valdimar Harðarson, WI 3/4, 200m

Farartálmi

Leið númer 4. á mynd

Gráða II, 175 m

Skemmtileg snjóklifurleið upp á austurhrygg Syðstusúlunar, upp úr Miðsúludal. Engir meiriháttar erfiðleikar eru á leiðinni, en bratti er mikill, sérstaklega efst. Farið er upp austast úr skálinni fyrir norðaustan hátind Syðstusúlunar. Er þá stefnt til austurs, upp í gilið undir stóra klettinum, sem er um 200 m  fyrir neðan (austan) hátind Syðstusúlu. Dálítil ísing getur verið á klettinum og smáhengja rétt áður en farið er upp í gilið, annars er leiðin greið og án teljandi farartálma.

Þrengslin

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 3 á mynd

Gráða III/IV, 150 m (erfiðleikarnir efstu 70m)

Úr leiðavísi frá 1979:
Löng ís og snjóklifurleið, fær við bestu skilyrði og aðeins fyrir mjög „vana“ klifurmenn. Lagt er af stað úr Miðsúludal og farið upp breitt gil, sem sker klettabeltið, og snjóbrekku að þrengslunum. Þessi kafli er um 80 m og telst til I. gráðu snjóklifurs. Höft eða hengjur eru ekki á þessari leið. Bratti er mikill uppi í mynni sjálfra þrengslanna og neðst í þeim er um 5 m langt 70° bratt íshaft. Hér er best að reka inn ísskrúfu eða ísfleyg og tryggja næsta mann upp til sín áður en lagt er á brattann. Þegar komið er upp fyrir fyrsta íshaftið minnkar hallinn í um 50° og helst það næstu 10 m. Þá tekur við um 8 m langt og 70° bratt íshaft. Ágætt er að reka inn millitryggingu áður en lagt er í haftið. Þegar upp fyrir haftið er komið, klofnar leiðin í tvennt, best er að halda beint áfram, því leiðin til hægri er ekki samfelld, klettar slíta hana í sundur á kafla. Haldið er áfram, uns leiðin skiptist aftur, þá er stansað, enda um 35-40 m niður til næsta manns. Nú er tryggt með ísöxi og/eða snjóankeri (stundum betra að nota ísskrúfur) og til öryggis má negla bergfleyg í klettinn. Nú er næsti maður tekinn, því næst farið upp íshaftið sem er lengt til hægri (vesturs), því að jafnaði er mesti ísinn þar. Upp að haftinu, sem er jafnframt síðasti og erfiðasti „farartálminn“ á leiðinni er um 50° bratti, en haftið sjálft er yfir 80° og 4-6 m langt. Millitrygging áður en langt er á haftið er ákjósanleg. þegar komið er upp úr þrengslunum, tekur við samfelld snjóbrekka. Er þá klifrað upp á hrygg Syðstusúlunnar og næsti maður tekinn upp.

Klettur – afbrygði

Leið númer 2a. á mynd

Gráða II, 130 m

Í stað þess að klifra beint upp á hrygginn, er farið til hægri (vesturs) upp 4 m langt íshaft í klettabeltinu rétt neðan við hrygginn.

Klettur

Leið númer 2 á mynd

Gráða I, 130 m

Löng klifurleið úr Miðsúludal upp að kletti á austurhrygg Syðstusúlunnar. Tryggingar eru nauðsynlegar og heppilegast að nota snjóankeri og /eða ísaxir. Gilið, sem farið er upp eftir, er fremur einföld snjóleið. Alvarlegar hengjur eða íshöft eru ekki á þessari leið.

Austurhryggur

Leið númer 1, ekki teiknuð inn á mynd en fylgir hryggnum

Gráða I, 80 m

Þessi leið er auðveld yfirferðar og eru þar engin íshöft eða hengjur. Leiðin er á gönguleið nr. 6 (lýst í 12. tbl. ÍSALP) og er sjaldan ófær. Til trygginga er öruggast að nota snjóankeri.

Skildu eftir svar