Stefán Örn

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 90)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Vorskíðun #57667
    Stefán Örn
    Participant

    Vorum þrír á ferðinni örlítið á undan Óla og Bjössa. Gengum upp hrygginn á Hátind og byrjuðum á því að renna okkur beint niður af honum til austurs (niður í dalinn á milli Hátinds og Laufskarða) Það er alger eðalbrekka sem er líklega allt of sjaldan skíðuð. Fullt af fallegum lænum í téðum dal – en þær eru á síðustu metrunum fyrir þetta ár.

    Fórum svo aftur upp og niður Yfsilonið – vestari greinina.

    Steppo

    in reply to: Fetlalausir fetlar #55902
    Stefán Örn
    Participant

    Pælingin er að geta klifrað (sem næst) fetlalaust án þess að eiga það á hættu að glata öxunum ef eitthvað óvænt gerist – ekki satt?

    Væri gaman að heyra frá þeim sem hafa notað svona græjur -utanhúss- hvort þetta sé mikið að flækjast, hvort fetiill taki mikið í þegar maður teygir vel úr sér eða hvort þetta sé fyrir löppunum….nú eða hreinlega bara að þetta svínvirki!

    kv,
    Steppo

    in reply to: Til sölu – gott í jólapakkann #54910
    Stefán Örn
    Participant

    Man þetta aldrei alveg. Ég er í 44 svona venjulega.

    in reply to: Vesturbrúnir Esju. Hnetubrjóturinn #54458
    Stefán Örn
    Participant

    Gaman að þessu…hef oft verið að velta því fyrir mér hvar þessi leið sé.

    Verður heimsótt við tækifæri.

    kv,
    Steppo

    in reply to: Skálaflutningur #54413
    Stefán Örn
    Participant

    ….og hann er kominn á Hvolsvöll!

    kv,
    Steppo

    in reply to: Tindfjallaskáli- endurgerð að klárast! #54281
    Stefán Örn
    Participant

    Minni á hressandi vinnuferð upp í Tindfjöll um helgina. Markmiðið er að klára undirstöðurnar fyrir skálann og hafa þannig allt til reiðu fyrir sjálfan skálaflutninginn síðar í sumar.

    Góður hópur hefur þegar meldað sig inn og má þar nefna stórmagistera eins og:
    Kristján Guðni
    Hlynur Stefáns
    Hlynur Skagfjörð
    Hálfdán veðurguð
    Fjallaskarpur
    Bragi Freyr
    Bjarki granni
    ..og e-r afkvæmi og makar auk undirritaðs.

    Þess utan hafa ýmsir Tindfjallanaglar eins og
    Valli Knastás
    Halligrímur Magg
    Óli Júll
    ..og fleiri og fleiri hótað að heiðra samkomuna í lengri eða styttri tíma!

    Allir velkomnir og öll hjálp velþegin hvort sem menn vilji kíkja í stutta hvatningarheimsókn eða bera olíu á upphandleggi og bryðja íslenskt grjót!

    Mætið á svæðið eða hafið samband ef spurningar (bílamál o.s.v).

    Hils,
    Steppo
    stefankri@gmail.com
    6641014

    in reply to: Tindfjallaskáli- endurgerð að klárast! #54272
    Stefán Örn
    Participant

    Hæ,

    Minni á vinnuhelgina í Tindfjöllum. Endilega að melda sig inn…margar hendur vinna létt verk og allt það!

    Meldingar hingað: stefankri@gmail.com

    kv,
    Steppo

    in reply to: Einn toppur á kvöldi… #54142
    Stefán Örn
    Participant

    Tek undir það með Kristínu!

    Fórum nokkrir saman norður á Tröllaskaga helgina í kringum sumardaginn fyrsta. Man ekki eftir jafngóðum aðstæðum og núna.

    Full ástæða að mæla með Syðrihnjúk (næsti tindur framan við Hestinn í Skíðadal). Það er klassabrekka!

    Nokkrar myndir
    http://picasaweb.google.com/siggiskarp/SkiAdalurApril09#

    kv,
    Steppo

    in reply to: Ný leið í Eilífsdal, Ópið #53888
    Stefán Örn
    Participant

    Glæsilegt piltar.

    Hlakka til að sjá fleiri myndir.

    Hils,,
    Steppo

    in reply to: Blautir draumar í Brynjudal #53745
    Stefán Örn
    Participant

    Myndir frá Brynjudal:
    http://picasaweb.google.com/stefankri/20090207Brynjudalur#

    Annars er við ágæta frásögn Skabba að bæta að við sáum inn í Glymsgil úr leiðunum okkar. Var ekki annað að sjá en að fullt af ís væri í stóru leiðinum (Glymur, Þrymur…). Um gæði íss vitum við ekkert…enda dágóðan spotta frá.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Þjórsárdalur… #53394
    Stefán Örn
    Participant

    Gratúlera piltar! Hlakka til að sjá myndir.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Klifur í dag #53315
    Stefán Örn
    Participant

    Ég, Skabbi, Freyzi, Danni og Gulli skelltum okkur í sósíalklifur í Orion. Var það afar skemmtilegt og komust allir upp.

    Verðrið varð mjög hressandi þegar leið á daginn.

    Setti inn nokkrar myndir hér:
    http://picasaweb.google.com/stefankri/20081207Orion#

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Fjallaskíðun á Akureyri/Norðurlandi #53288
    Stefán Örn
    Participant

    Sæll,

    Svarfaðadalur/Skíðadalur er sannkallað gósenland. Þar má nefna fjöll eins og Hestur, Rimar og Sýlingahnjúkur. Vífilsfjall innst/fremst í Svarfaðadal er stórskemmtilegt fjall. Helga Björt og Jökull Bergmann kunna vafalaust frá fleiri fjöllum að segja.

    Svo er náttúrulega fullt hægt að gera í Hjaltadalnum. Hvammsfjall (?) er eitt slíkt. Gæti verið að ég fari með rangt nafn en mynd hér: http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=41484

    Reyndar er barasta hægt að leika sér nánast hvar sem er þarna á Tröllaskaganum.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: gott verður – enginn ís ?? #53236
    Stefán Örn
    Participant

    Hæ,

    Ég myndi segja að bergið væri betra en Hraundranginn. Leiðin er í sjálfu sér auðrötuð – fylgir hryggnum upp á topp. Eina vesenið er blábyrjunin. Halda sér hægra megin (sunnan) við hrygginn í byrjun.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: gott verður – enginn ís ?? #53231
    Stefán Örn
    Participant

    Heljareggin er alger snilld. Það er bara þannig!

    Hvetjandi myndir verð ég að segja!

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Árbókin #53102
    Stefán Örn
    Participant

    Fantafínt ársrit!

    Takk fyrir mig,
    Steppo

    in reply to: Þumall #52914
    Stefán Örn
    Participant

    Þetta mun vera af hinni stórgóðu plötu The Wall með Pink Floyd.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Ævintýradagur í Skarðsheiði #52667
    Stefán Örn
    Participant

    Til hamingju drengir og vel af sér vikið!

    Hvaða weggur var svo skemmtilegastur???

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Fjallaskíði #52375
    Stefán Örn
    Participant

    Jú það má ef menn lofa að nota dótið!

    in reply to: Fjallaskíði #52371
    Stefán Örn
    Participant

    Dynafit TLT Comfort – alveg þrælvirka. Mér sýnist Dynifit vera hættir að framleiða þær bindingar en TLT Vertical ST virðast vera sambærilegar.

    in reply to: Fjallaskíði #52367
    Stefán Örn
    Participant

    Skipti út telemarkinu fyrir fjallaskíði síðasta vor. Keypti mér Black Diamond KiloWatt skíði, Scarpa Spirit 4 skó og Dynafit bindingar.

    Get ekki annað sagt að þetta dót hafi allt þrælvirkað hingað til og títtnefndar Dynafit bindingar staðið sig með mikilli prýði….

    Ath að það er hægt að kaupa Dynafit í nokkrum útgáfum – frá því að vera meira hugsað fyrir þramm og framleitt úr andefnum yfir í brekkubindingar úr jarðneskum efnum (en samt létt).

    Kostur við Spirit 4 skóna er að það fylgir með þeim stífari tunga ef menn vilja stífa skóna enn frekar upp. Veit ekki hvor þetta fylgi með öðrum týpum frá Scarpa eða örðum tegundum almennt.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: Leiðavísir af Mýrarhyrnu #52278
    Stefán Örn
    Participant

    Þetta er glæsilegt!

    Ekki spurning að mar verður að kíkja þarna hið fyrsta!

    Hils,
    Steppo

    in reply to: NTN frankenbinding #52142
    Stefán Örn
    Participant

    Tjah, þú ræður hvort þú viljir telemarka eða festa hælinn. Það er örugglega stuð.

    in reply to: Helgin #52162
    Stefán Örn
    Participant

    Ég, Robbi, Sissi, Freyzi og Skabbi fórum í Múlafjallið í dag.

    Enduðum á að klifra tvær leiðir í Leikfangalandi auk þess sem Freyzi og Robbi léku sér í tveim styttri mixleiðum alveg við niðurferðarskriðuna, steinsnar frá Pabbaleiðinni og Íste.

    Kom mér á óvart hve mikill ís var þarna. Það var a.m.k. minna um mix í Leikfangalandi en við áttum von á.

    Góður dagur í Múlanum.

    Hils,
    Steppo

    in reply to: skíðajól – aðstæður #52130
    Stefán Örn
    Participant

    Fórum nokkrir í Tindfjöll þann 15. des (soldið síðan já) og þar var allmikill snjór til að leika sér í. Ástandið þar ætti að hafa síst versnað þessa síðustu daga en bílarnir þurfa væntanlega að vera stærri til að komast alla leið upp í Ísalpskála.

    Myndir frá þeirri helgi og af skálanum góða birtast innan tíðar.

    Hils,
    Steppo

25 umræða - 1 til 25 (af 90)