Klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í dag

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46900
  AB
  Participant

  Helgi, Sissi og undirritaður skelltu sér í Spora í Kjós.

  Þar var nóg af ís og líka nóg af snjó. Reyndar var það öllu verra því fossinn var þakinn snjó sem ferðaðist niður leiðina í formi nokkurra lítilla snjóflóða. Við sluppum þó án teljandi vandræða og áttum ánægjulegan dag.

  Enduðum daginn á löðrandi sveittum hamborgurum á Búllunni ásamt nokkrum görpum sem klifruðu eitthvað dálítið brattara fyrr um daginn.

  Strákar – yfir til ykkar.

  AB

  #53313
  2806763069
  Meðlimur

  Var ekki í hamborgurum en Viðar stimplaði sig rækilega inn í veturinn með því að leiða síðustu spönnina í Þilinu. Ég hélt í spottann.

  Annars erfiður dagur með föstum bílum, 30m falli, litlu snjóflóði, hefðbundnum símtölum milli manna í efstu spönn og kafaldsbyl á niðurleiðinni.

  En meira um það síðar.

  #53314
  1811843029
  Meðlimur

  Svipuð saga,bíllinn í loftköstum útaf,Grafarfoss með hagléli og hundgá,bylur á niðurleiðinni. Semsagt alveg ljómandi skemmtilegt.

  #53315
  Stefán Örn
  Participant

  Ég, Skabbi, Freyzi, Danni og Gulli skelltum okkur í sósíalklifur í Orion. Var það afar skemmtilegt og komust allir upp.

  Verðrið varð mjög hressandi þegar leið á daginn.

  Setti inn nokkrar myndir hér:
  http://picasaweb.google.com/stefankri/20081207Orion#

  Hils,
  Steppo

  #53316
  Skabbi
  Participant

  Þakka piltunum sem fjölmenntu á Óríon fyrir snilldardag, og hinum líka sem tóku áðí á Búllunni með okkur. Stormurinn sem feykti okkur næstum niður Flugugil hefur greinilega komið víða við. Annars var Óríon í löðrandi góðum aðstæðum í dag en það gæti breyst hratt í þessari ofankomu.

  Þetta hefur verið hardcore dagur víða á suðvestur horninu, hver klassíkerinn af öðrum negldur, Þilið, Óríon, Grafarfoss…

  Við hittum stórhuga stelpukrú sem stefndi á Múlafjall í morgunsárið. Gaman þegar allt er að gerast.

  Ég er nett spenntur að heyra meira af deginum í Þilinu. Maður sperrir óneitanlega eyrun þegar það ber á góma.

  Allez!

  Skabbi

  #53317
  Karl
  Participant

  Atli…
  Keyra hægar… og klifra hraðar….

  Sunnudagskótiletturnar voru ennþá volgar þegar við Tómas komum heim í hádeginu……

  Kótilettukarlinn

  #53318
  Robbi
  Participant

  Þessi upptalning hjá Ívari hljómar voðalega hversdagsleg. En það er eitthvað sem stingur í stúf. Er það bara ég eða er það 30m fallið sem hljómar ekki hversdagslegt ?

  robbi

  #53319
  AB
  Participant

  Ívar, lát heyra!

  Annars er það vitað mál að Þilið er ekki fullklifið nema að símtal hafi átt sér stað milli klifrara og tryggjara í eða eftir síðustu spönn. Þetta stendur í manualinum.

  AB

  #53320
  2109803509
  Meðlimur

  Við stelpurnar (þeas. ég, Sædís og Heiða) skruppum í Múlafjall og klifruðum stórskemmtilega leið sem var með fremur þunnum en annars gæðalegum ís. Stuttar skrúfur komu sér vel þar. Fengum hressilegan byl í fangið uppi á brún eins og fleiri.

  Ívar hvenær á svo að segja söguna af þessum 30m??!

  #53321
  2903793189
  Meðlimur

  Við Haraldur Ingvarsson fórum Krókinn í Glymsgili í gær. Leiðin var í blautum en almennt fínum aðstæðum og lítið athugavert við veðrið.
  Fórum ekkert lengra inn gilið en sáum á leiðinni að Spönnin nær niður en er þunn, Kelda er ekki búin að myndast en einn af fossunum á brúninni er sennilega fær.

  Kári

  #53322
  2806763069
  Meðlimur

  Við Viðar fórum sem sagt í Þilið á Sunnudaginn. Byrjuðum daginn á því að setja jeppann hans Viðars í gegnum ís og pikk festa hann þannig. Viðar er nú ekki mikið fyrir það að sleppa úr klifurdögum og við skildum því einfaldlega bílinn eftir til með það fyrir augum að leysa þetta vandamál þegar klifrið væri búið.
  Það var töluverður snjór í brekkunni undir Þilinu og ég ekki með snjóflóða búnað þar sem ég var ekki enn búinn að kveikja á því að það sé kominn vetur. Við drógum því línurnar á eftir okkur eins og menn gerðu í gamla daga. Ef annar lendir í flóði þá eru allar líkur á að eitthvað af línunni sé ofan á og félaginn ætti því að geta rakið sig eftir línunni. Veit svo sem ekki hversu vel þetta virkar, kannski hefur engin lifað til að segja frá því!

  Eftir að hafa skilið eftir annan pokann og auka búnað byrjuðum við að klifra fossana sem maður þarf að klifra til að komast upp í Þilið sjálft. Þessir fossar eru svona lítil höft, maður getur valið hægri og vinstri foss. Ég valdi þann vinstri, að hluta af því að hann er brattari og af hluta af því að sá hægra megin skilar manni beint upp í miðja, mjög stóra, snjóbrekku sem er undir Þilinu. Ég klifraða auðveldlega upp fyrst haftið og lagði í það seinna, sem er lítið kerti. Þegar ég var kominn í toppinn á því þá tók ég kertið í sundur (hljómar kunnulega). Ég fór því niður með kertinu og sá að ég stemmdi hratt á Viðar sem var um 10m neðar. Viðar náði að skutla sér frá og sleppa þannig við að ég gataði hann með nýju broddunum mínum. Ég rúllaði svo áfram niður brekkuna og fram af neðra haftinu. Í heildina varð þessi ferð um 30m og síðustu 5 í litlu snjóflóði. Ég stóð upp óskaddaður, smá tjón á beltinu mínu og gat á buxunum. En annars góður. Við heldum áfram og tókum hægri fossinn, enda lítið eftir af þeim vinstri.

  Við tryggðum svo upp brekkuna vegna þess að við vorum ekki vissir um stöðugleika snjóalaganna.

  Viðar þaut svo upp fyrstu spönnina. Ég tók aðra spönnina og var töluvert lengur á ferðinni. Hellirinn þar sem maður setur upp megintryggingu fyrir þriðju spönnina var mjög þægilegur. Ég gaf Viðari ekki tækifæri til andmæla þegar hann kom upp. Skutlaði í hann því dóti sem ég var með og sendi hann af stað eftir nokkrar kexkökur og kakó sopa.
  Hann leisti málið vel af hendi og var fljótlega horfin úr augsýn. Eftir svona 30 mín losaði ég hann úr tryggingartólinu enda hafði ég fengið vísbendingar um að megintrygging væri kominn upp. Eitthvað af línunni fór upp en svo var allt stopp, ég hreinsaði tryggingarnar mínar og setti svo Viðar aftur í tryggingu því þetta leit ekki út eins og að hann væri tilbúinn að taka mig upp. Eftir drykk langa stund hringdi síminn og hafandi verið í svipaðri stöðu áður veðjaði ég á að Viðar væri að hringja. Hann var að kvarta yfir að ég drullaðist ekki af stað og ég kvartaði yfir að hafa um 20m af slaka. Við toguðum eins og við gátum og Viðar settu upp dobblun á brúninni til að losa línuna sem við gerðum ráð fyrir að væri pikk frosin. Ekkert gerðis. Á endanum sett ég upp júmmun og byrjaði að klifra upp línuna. Vandamálið var hinsvegar það að línurnar höfðu snúist hver um aðra og voru flæktar í tryggingunum. Ég þurfti að klifra upp um 10m á línunni til að losa tryggingar þangað til að Viðar gat tekið inn slakan. Það var töluvert erfiðara að klifra upp línuna heldur en að klifra með öxum og broddum og ég var vægast sagt með allt á hornum mér. Loks gat ég klifrað eðlilega og elti línuna upp í gegnum týpíska Þili ísskúlptúra sem maður gerir ráð fyrir að leggi af stað niður dalinn þá og þegar.

  Við sigum svo niður á prússiki utan um frosin stein. Alltaf gaman að síga þarna niður, yfir regnhlýfar og við hliðina á risavöxnum frí-hangandi grýlukertum sem maður þorir ekki fyrir sitt litla lífa að snerta. Tvær v-þræðingar í viðbót skiluðu okkur alla leið niður að bakpokanum sem við höfðum skilið eftir.

  Vinur okkar Viðars, hann Herman kom svo að bjargaði okkur með bílinn.

  Allt í allt topp dagur á fjöllum með nokkrum áhugaverðum flækjum!

  Þilið er í topp aðstæðum og fæst ekki gefins frekar en fyrri daginn. Þó nokkuð ólíklegt að mönnum takist að brjóta það niður eins og mér tókst um árið.

  #53323
  2806763069
  Meðlimur

  Vona að menn deyi ekki úr leiðindum yfir þessari langloku.

  Hér eru svo nokkrar myndir fyrir þá sem komast í gegnum pistilinn hér að ofan.

  http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/Ili#

  kv.
  Softarinn

  #53324
  Skabbi
  Participant

  Þetta er helber snilld, gaman að fá svona mergjaða ferðasögu öðru hverju, svona aðeins til að breyta út af „góður dagur á fjöllum“ formúlunni.

  Allez!

  Skabbi

  #53325
  Björk
  Participant

  Sammála Skabba þar. Yfirleitt gerist eitthvað skemmtilegt, fyndið, óvenjulegt, skrítið í hverri ferð… en endar yfirleitt í „góður dagur á fjöllum“ í frásögnum.

  Takk fyrir ferðasöguna Ívar.

  #53326
  Karl
  Participant

  Ívar, er það orðin regla að þú eða Þilið hrynji í hverri ferð?

  K

  #53327
  2806763069
  Meðlimur

  Tja, kannski er þetta orðin regla, en reglur eru gerðar til að brjóta þær :)

  #53328
  0311783479
  Meðlimur

  Ivar minn eg er ordinn thess fullviss ad thu og Kertasnikir seud einn og sami jolasveinninn!

  Thad er nu fyrir ollu ad thid komud heilir heim drengir!

  Frabaert ad fylgjast med aktivitetinu heim a Froni hja ykkur thessa dagana.

  Svo virdist sem thad se bullandi vetur um alla evropu, Skotland hefur ekki verid eins fint svona snemma i morg herrans ar, Alparnir eru stutfullir af snjo.

  Fridur
  H

  #53329
  Robbi
  Participant

  Gott að þú ert heill eftir þetta. Ég er gríðarlega ánægður með þessa ferðasögu. Það er nauðsynlegt að heyra af fólki að detta, því oftast heyrir maður bara frá föllunum þar sem einhver stórslasaðist, en ekki þeim sem sluppu með skrekkinn.
  Ég get hinsvegar sagt ykkur hvað er orðið að reglu, og það er jeppinn hans Viðars:

  http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson/Ili#5038157986363802866

  robbi

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
 • You must be logged in to reply to this topic.