Ævintýradagur í Skarðsheiði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ævintýradagur í Skarðsheiði

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47302
  Siggi Tommi
  Participant

  Jæja, þá er maður loksins vaknaður eftir langan dag á fjöllum í gær. Smá langloka um þessa satans löngu ferð hér að neðan fyrir áhugasama.

  Við Robbi skelltum okkur í það verðuga verkefni að endurtaka
  norðurveggjaþrenninguna miklu sem Palli Sveins og Guðmundur Helgi fóru fyrstir á sínum (og hefur ekki verið endurtekin síðan að ég best veit).
  Þrenningin felst í hinum þremur stóru norðurveggjum Skarðsheiðar: Heiðarhorni, Skarðshorni og Skessuhorni, með samtals um 750m mistæknilegt klifur.
  Var tekið þokkalegasta alpastart á þetta, vaknað kl. 05 og keyrt af stað kl. 05:30. Eftir smá darraðardans með fastan bíl á gamla Skarðsheiarveginum var labbað af stað kl. 08 og er tímalínan eftirleiðis ca. svona.
  09:00 – 10:40. Leiðin Jónsgil (WI4, 300m) í Heiðarhorni klifin, mestmegnis á hlaupandi tryggingum.
  12:20 – 14:45. Leiðin Dreyri (WI5, 250m afbrigði af Sólei WI4) í Skarðshorni klifin, mest allt nema fyrsta spönnin (40-50m) á hlaupandi.17:00 – 19:10 Leiðin Skessuþrep (WI4+, 200m) í Skessuhorni klifin. Tekin í þremur löngum (70m+) hálf-hlaupandi spönnum.
  Komið í bíl kl. 20:50 eftir tæplega 13 tíma þjark.

  Ekki var ævintýrinu lokið í bílnum, því hann var jú enn pikkfastur í skafli og enduðum við á að hringja út Bjsv. Brák í Borgarnesi og brugðust þau skjótt við og kipptu okkur upp úr sykurpyttinum. Þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina.
  Báðar loftdælurnar í Borgarnesi voru bilaðar svo við enduðum á að eyða klukkutíma extra í að dæla í loftlaus dekkin með 12V leikfangadælu úr bílnum. Komnir heim kl. 01 í nótt vel þreyttir með stífan búk.

  Rakkurinn samanstóð af: 2x70m línum (notuðum mestmegnis bara eina), 11 skrúfum, 3 snjóhælum, 6 fleygum, 2 tricam-um, 6 hnetum og 5 vinum (notuðum hvorugt af því).

  Annars eru sennilega allar leiðir þarna í brakandi aðstæðum. Um að gera að drífa sig uppeftir sem fyrst…

  Myndir væntanlegar fljótlega á vefinn.

  Frábær dagur á fjöllum!

  #52653
  2806763069
  Meðlimur

  …og gamli hlunkurinn var einmitt að fara að velta fyrir sér að fara að tuða um það hvort engin ætlaði að nýta þær frábæru aðstæður sem hlytu að vera í Skarðsheiðinni.
  Best að sleppa því!

  Til hamingju með þetta, frábært afrek. Hver og einn af þessum klifurtímum er flottur – tala nú ekki um þegar þeir eru allir settir saman í einn dag!

  kv.
  Einn grænn!

  #52654
  Sissi
  Moderator

  Var svona aðeins að fylgjast með ykkur í gegnum annan og þriðja mann. Magnað stöff, algjörlega magnað.

  Var einmitt að spá í því á föstudaginn hvenær einhver myndi gera sniðugt linkup, það virðist vera það heitasta í útlandinu í augnablikinu.

  Congrats,
  Siz

  #52655
  Páll Sveinsson
  Participant

  Flott hjá ykkur.

  Er þetta er ekki núna orðin klassik?

  kv.
  Palli

  #52656
  Siggi Tommi
  Participant

  Kemur í næsta ársriti sem „klassísk leið“ sem innan við fimm manns hafa farið. Það eru nú nokkrar slíkar í sögu ársritanna… :)

  Palli, þú ættir nú að koma með ferðasögu úr ferð ykkar GHC. Gaman að fá meiri upplýsingar um ferð ykkar, ártöl og annað praktískt auk skemmtilegra punkta.

  #52657
  Ólafur
  Participant

  Þið eruð lurkar!

  Var ekki glæraharðfenni þegar Palli og Helgi fóru þetta á sínum tíma? Minnir að ég hafi einhverntíman heyrt að þeir hafi rúntað á zúkkunni á milli veggja og parkerað beint fyrir neðan leiðirnar. Er það kannski fært í stílinn?

  ó

  #52658
  Siggi Tommi
  Participant

  Robbi er kominn með myndir úr túrnum á slóðina:
  http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson/HeiArhornSkarShornOgSkessuhorn

  Bon appetit!

  #52659
  Páll Sveinsson
  Participant

  Svo ég vitni í ársrit ÍSALP 93. (ótrúleg heimldarit)

  Norðurveggirnir þrír voru klifnir á einum deigi (27 mars 1993) af Páli Sveinsyni og Guðmund Helga Christensen. Fyrst fóru þeir Heiðarhorn (jónsgil) síðan Skarðshorn (Dreyri) og enduðu á Skessuhorni (Eystri gróf). Ferðin tók 12 klst. til og frá Reykjavík!

  Svona er þetta skráð í ársritinu.

  Óli er greinilega með ofurmynni. Jú það var glæra harðfeni og Súkkan sparaði okkur nokkur skrefin.

  Það er nú farið að fenna aðeins yfir nákvæmar tímasetningar en eftir einna eða tvær ölkrúsir með Helga ryfjast þetta örugglega upp.

  kv.
  Palli

  #52660
  0311783479
  Meðlimur

  Thetta er litur gridarvel ut a myndunum, glaesilegur dagur!

  Mer synist ad thetta seu eins adstaedur og klifur og thaer gerast bestar i Skotlandi, nema audvitad ad kletturinn er grjothardur yfirleitt med fullt af godum sprungum. Minus bidradir i helstu leidir.

  Svona myndir eru nanast nog til thess ad madur skerpi jarnin og gripi naestu flugvel heim a boginn. :o)

  Vel af ser vikid drengir og liklega hafid thid blotad skidaleysinu a leidinni milli veggja – tha ser i lagi nidur.

  Kvedja
  Halli

  #52661
  Robbi
  Participant

  Já það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi bara heppnast vel. Veðrið hefði ekki getað verið betra og aðstæður frábærar.
  rh

  #52662
  AB
  Participant

  Virkilega vel af sér vikið. Góðar myndir!

  Nú er spurning hver verður fyrstur til að tækla alla veggina í röð að sumri til.

  Minnir að í leiðarvísinum standi að klettaleiðin í Skarðshorni sé ,,…7-8 spannir með SLÆMUM megintryggingum.“ Það var og!

  AB

  #52663

  Tær snilld. Ekki hægt að segja annað.

  Ági

  #52664
  2802693959
  Meðlimur

  Metnaðarfullt og glæsilegt. Til hamingju með afrekið.
  Jón Gauti

  #52665
  Sissi
  Moderator

  Andri mig minnir nú að lýsingarnar ykkar Steppo á skemmtiferðinni með eldiviðaröxina í Rifið hafi ekki gefið til kynna að þar hafi leynst sérstaklega mikið af bomber graníti ;)

  Siz

  #52666
  AB
  Participant

  Siz,

  Þá hef ég verið að ljúga. Afar traust berg, ekkert laust. Svo ég vitni í einn góðan: ,,Þetta er nú bara eins og malbik!“

  Eða, kannski ekki. Það færðust vissulega nokkrir steinar úr stað þann daginn.

  En án axarinnar hefðum við aldrei getað höggvið niður eldivið fyrir ,,brew-ið.“ Ekki vill maður kalt te, er það nokkuð, Halli?

  Svo er Steppo náttúrlega verkfræðingur og þegar enginn fannst fleygahamarinn þá ,,bestaði“ hann verkefnið og eldiviðaröxin varð ,,heildræn hagkvæmdarlausn“ á vandamálinu.

  AB

  #52667
  Stefán Örn
  Participant

  Til hamingju drengir og vel af sér vikið!

  Hvaða weggur var svo skemmtilegastur???

  Hils,
  Steppo

  #52668
  Robbi
  Participant

  Dreyri stóð held ég upp úr, enda löng og skemmtileg leið þar á ferð.
  Robbi

17 umræða - 1 til 17 (af 17)
 • You must be logged in to reply to this topic.