Haukadalur

Líklega var fyrst byrjað að klifra í dalnum veturinn 1998. Í dalnum eru leiðir við allra hæfi allt frá 3. gráðu og upp úr. Gilin sem mest hefur verið klifrað i eru Svellagjá, Skálagil, Stekkjagil og Bæjargil. Haukadalur liggur frá austri til vesturs milli Miðdala og Laxárdals. Dalurinn er allbreiður og víðast vel gróinn. Neðst i honum er Haukadalsvatn um 4 km langt. Eftir dalnum rennur Haukadalsá og neðan vatnsins ku vera stunduð laxveiði. Fyrr á öldum voru miklir skógar i dalnum. Það eina sem eftir er af þeim er lítil skógartorfa innarlega i hlíðinni norðan Haukadalsvatns. Innst og austast úr Haukadal gengur Haukadalsskarð til Hrútafjarðar. Þar var áður kunn leið milli Norðurlands og Dala. Leiðin var aflögð að mestu eftir ad bílar komu til sögunnar. Í sunnanverðum dalnum er bærinn Hamrar. Upp af honum er brött gilskorin hlíð og háir klettar. Þessi hlíð er svo brött að ekki sést til sólar frá bænum 25 vikur á vetri.

Leiðir í Haukadal eru oft komnar snemma á hausti í góðar aðstæður og haldast nokkuð stöðugar fram á vor þrátt fyrir rysjótt veðurfar.

Helstu klifursvæði má sjá á yfirlitsmyndinni hér að neðan.

Haukadalur-map

Directions

Akstursleiðir frá Reykjavík eru um Borgarfjörð og yfir Bröttubrekku eda Heydal á Snæfellsnesi. Leiðin yfir Bröttubrekku er um 150 km og Heydalur um 180
km. Einn km inn af Haukadalsvatni er bærinn Stóra Vatnshorn þar sem boðið er upp á bændagistingu. Aðstaðan er til fyrirmyndar og þar er boðið upp á gistingu i gamla bænum sem hýsir 9 manns í rúrm og annað eins á dýnum. Inni i bænum eru 3-4 herbergi til leigu og nýlega voru kláraðir tveir litlir fjögurra manna sumarbústaðir.

Map

Comments

  1. Fór með Guðjóni Snæ og Haraldi Erni í Skálagil í dag 12. des ´15 í blíðskaparveðri.

    Góður slurkur af ís en heldur í þynnri og kertaðri kantinum mv. oft áður.
    Fórum “Fyrsta barn ársins” og “Brasilian Gully” hægra megin í gilinu.
    Þær voru báðar í WI5 aðstæðum, Brasilian í solid WI5 en Fyrsta barnið WI5- kannski (skráð WI4-4+).
    Ísinn mjög harður og þurr í gaddinum (-8°C).
    Vatn að seytla í báðum leiðum svo þetta er enn að byggjast upp.

    Sýndist vera slatti af ís í Austurárdal þegar við keyrðum framhjá en maður sér bara í efsta hlutann af þilinu.
    Vænti þess að Single Malt og co séu í bullandi líka (gleymdi að kíkja þeim megin við veginn).

    Set nokkrar myndir á https://picasaweb.google.com/hraundrangi á eftir.

Leave a Reply